Fréttir

,,Lof mér að falla" á vegum félagsmiðstöðva

20. sept 2018

Félagsmiðstöðvar í samvinnu við foreldrafélögin í skólunum á svæðinu standa að sýningu myndarinnar ,,Lof mér að falla”  fimmtudaginn 20. september.

Albína býður nemendum í 9.-10. bekk á sýninguna og Allt í járnum gerir þeim kleift að komast yfir fjall. Farið verður frá Tíglinum kl 19:00 og komið til baka um 23.00

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir kemur og stýrir umræðum. ,,Lof mér að falla”  er mynd sem byggð er á sannsögulegum atburðum um 15 ára stúlku sem ánetjast fíkniefnum og þykir myndin hafa gott forvarnargildi. Myndin hefur fengi[ mikla umfjöllun. Nokkur atriði myndarinnar eru erfið en myndin er bönnuð innan 14. Tveir starfsmenn skólans fara með.

Sýningin "Björt í sumarhúsi"

13. sept 2018

Sýningin Björt í sumarhúsi er söngleikur fyrir börn eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sem byggir á ljóðum úr bókinni ,,Gælur, fælur og þvælur”. Sýningin er hugsuð fyrir yngsta stigið, elstu leikskólabörnin eru velkomin en að sjálfsögðu eru textar Þórarinns, tónlist, söngur og píanóleikur fyrir allan aldur þó sagan sé fyrir yngri áhorfendur. Sýningin verður í Tálknafjarðarskóla þriðjudaginn 18. sept kl. 10.00 eftir að allir eru komnir úr sundi eftir skólahlaupið

Skógrækt með Brynjólfi Gíslasyni

13. sept 2018

Farið verður í að gróðursetja plöntur með Brynjólfi Gíslasyni mánudaginn 17. sept. með þáttöku nemenda. Brynjólfur hefur þá tillögu að nefna plönturnar og að krakkarnir veldu nöfn á þær og notuðu nöfn dverga úr dvergatali Völuspár. Nafngift gæti aukið líkur á að staðsetning þeirra festist betur í minni. Meðal annars verða gróðursett ávaxtatré

 

Valgreinar

13. sept 2018

Valgreinar fara í gang á þriðjudaginn 18. sept. Skólahreysti er vinsælt val og verður í tveimur hollum á fimmtudögum.

Mánudagar: 1) Myndmennt  2) Borðspil 3) skák 4) Origami

Þriðjudagar: 1) Joga 2) vísindi og tækni, enskar bækur og myndir

Fimmtudagar; 1) Skólahreysti 9.-10.bekkur  byrjar kl. 12.10-13.10 og .7. -8. bekkur kl 13.10-14.10 
                          2) Yndislestur 3) bókmenntir

Eftir hádegi á miðvikudögum er smiðja. * Hugsanlega þarf smá lagfæringu á uppröðun

Mentor

13. sept 2018

Nú notum við Mentor. Mentor er heildstætt upplýsinga– og námskerfi fyrir nemendur, foreldra og skólann.  Þegar nemandi hefur nám í grunnskóla fá foreldrar hans aðgang að Mentor. Skólinn hefur tök á að senda reglulega upplýsingar um nám barnsins og skólastarfið til foreldra og foreldrar geta einnig sent upplýsingar til skólans. Með Mentor getur skólinn sett fram markmið fyrir hverja námsgrein á skýran og einfaldan hátt og þannig geta foreldrar alltaf haft aðgang að þeim markmiðum sem barn þeirra vinnur að og því sem við tekur.

Norræna skólahlaupið

13. sept 2018

Norræna skólahlaupið heitir nú Ólympíuhlaup ÍSÍ. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta nú sem áður valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Hlaupið verður nú á þriðjudaginn 18. sept kl 8.30 og síðan endað í sundi.

Brúðuleikhús fyrir Yngstakjarna í Skjaldborg Patró

6. sept 2018

Sýningin “Sögustund” á vegum Þjóðleikhússins og Brúðuheima verður í Skjaldborg kl. 10.00- 10.45. Krakkarnir fara með umsjónarkennara og er rútuferð fram og til baka.

Saga heimabyggðarinnar

6. sept 2018

Dagný frá Tungu sem rekur veitingastaðinn í Dunhaga bauð öllum skólanum í myndasýningu og sögustundí í síðustu viku. Sagði hún frá sögu og byggðaþróun Tálknafjarðar, sögu Hvalstöðvarinnar á Suðureyri og uppbyggingu “Þorpsins” og sýndi hún meðal annars myndir af fyrsta skólahúsinu og sundkennslunni hér áður fyrr. Frábært framtak og vel lukkað og Dagný hélt athygli allra barnanna allan tímann. Skólinn þakkar kærlega fyrir þetta góða framtak.

Matseðill vikunnar

6. sept 2018

Matseðill vikunnar birtist nú vikulega á heimasíðunni og má finna undir hnappnum “Starfið” og “Matseðill”. Matseðillinn er vandaður og fjölbreyttur og næringargildið mikið.

Lengd viðvera

6. sept 2018

Þar sem við fylgjum viðmiðunarstundaskrá þá er skólatími mislangur eftir aldri. 1.-2. lýkur skóla kl. 13.05 og til að koma á móts við foreldra þá bjóðum við upp á lengda viðveru til kl. 14.00 og til viðbótar er íþróttaskóli þrisvar í viku frá 14.15 -15.00

Hreyfimánuður - göngum eða hjólum í skólann

5. sept 2018

Septembermánuður er hreyfimánuður í Tálknafjarðarskóla. Göngum í skólann 2018 var hleypt af stað í tólfta sinn í dag miðvikudaginn 5. sept. Verkefnið var formlega sett í Ártúnsskóla í Árbæ dag og Lárus Blöndal forseti ÍSÍ stjórnaði dagskrá. Nánar um átakið  inn á gongumiskolann.is 

Merkt er við í skólanum hverjir ganga, hjóla o.fv. Allir með!

Haustþing - Starfsdagur 7. sept

1.sept 2018

Föstudaginn 7. september verður starfsdagur í Tálknafjarðarskóla. Haustþing kennara verður haldið þennan dag á Suðureyri við Súgandafjörð. Meðal annars verða formaður og varaformaður FG Þorgerður Diðriksdóttir og Hjördís Albertsdóttir á staðnum. Fyrirlestrar verð um áhugaverð málefni.

Skólabúðir

  1. sept 2018

7. bekkur fór í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Umsjónarkennarinn Helga Birna Berhelsen fór með bekknum og var ferðin einkar ánægjuleg og skemmtileg.

Fleiri skólar voru mættir og þar á meðal krakkar frá Ísafirði, Bolungarvík, Suðureyri og Vopnafirði. Þetta var fyrsta skólabúðarvika vetrarins.

Athugasemdir Menntamálastofnunar

  1. sept. 2018

Menntamálastofnun gerði úttekt í fyrra sem kallast; “Ytra mat skóla”. Samkvæmt því þurfti að gera starfsáætlun sem sem og nokkrar aðrar áætlanir sem þegar hefur verið gerð og finna má hér á heimasíðunni undir hnappnum “Áætlanir”. Einnig var farið fram á “Námsskrá” en hennar er að vænta innan skamms. Sömuleiðis skorti á uppfærslur á heimasíðu en með þessari nýju heimasíðu verðu bót á og um leið betra upplýsingaflæði til foreldra.Síðan. Einnig þarf að bæta námsárangur og verður unnið að því.

Skólastarfið hafið

1. sept 2018

Skólastarf Tálknafjarðarskóla hefur farið vel af stað. Allir kennarar skólans eru reynslumiklir réttindakennarar með farsælan feril. 42 nemendur eru í Grunnskólanum í fjórum kjörnum og 10 nemendur eru í Leikskólanum í tveimur kjörnum. 32 nemendur stunda nám í Tónlistarskólanum. Sú breytng verður á starfinu að unnið verður í lotum í aðalkennslustund. 17 lotur eru fyrir jól og 19 eftir jól. Þetta þýðir að lotur eða námstarnir verða í eina til tvær vikur í senn í ákveðnu fagi. Byrjað var á náttúrufræði og er náttúrufræði kennd í öllum kjörnum þvert á aldur en ólík þyngd efnis eftir aldri. Mikli áhersla verður lögð á smiðjurnar sem eru þrisvar í viku eftir hádegi. Elstu hóparnir eru byrjaðir á steinhöggi og að tálga í tré.