Fundargerð skólaráðs 20. nóv. 2018

Fundur í skólaráði 20. Nóvember 2018

Mætt: Guðný M, Aðalsteinn, Solveig, Margrét M, Elías Kári, Sigurður og Lára

·         Sigurður skýrði frá lagfæringu vegna ytra mats MMS og umbótaáætlun sem unnið hefur verið eftir.

·         Byrjað er að nota Mentor eftir langt hlé

·         Skólinn er símalaus skóli en sú ákvörðun var tekin í samráði við foreldra.

·         Rætt um niðurstöður samræmdu prófanna en 7. Bekkur kom ekki nægilega vel út.

·         Skólapúlsinn verður notaður áfram.

·         Rætt um breytingar á húsnæðinu. Nú er í fyrsta skipti nemandi í skólanum í hjólastól og ekki gott aðgengi í matsal.

·         Heimavinna. Áhersla er lögð á að nemendur lesi heima en margrét benti á að gott væri að hafa einhverja heimavinnu til að sjá betur hvar börnin standa í náminu. Gott væri að sjá viðmið, eitthvað um það hvar nemendur standa námslega séð.

·         Inga Guðmunds kemur og verður með námskeið í jákvæðum samskiptum fyrir starfsmenn skóla og annan fund fyrir foreldra.

·         Lestrarhvatning. Getum við verið með lestrarátak?

·         Næsti fundur verður eftir áramót en venja er að skólaráð fundi einu sinni á önn.

 

Fleira ekki tekið fyrir