Lengd viðvera

Í vetur er boðið upp á lengda viðveru fyrir 1.-2. bekk milli kl 13.00 og 14.00 á þeim dögum þegar íþróttaskólinn er ekki.

Þriðjudaga kl 13.00 – 14.00

Fimmtudaga kl 13.00 – 14.00

Föstudaga kl 13.00 – 14.00

Lengd viðvera er fyrst og fremst gæsla en ekki skipulagt starf. Krakkarnir eru í valstofu skólans þar sem margt skemmtilegt er í boði. Ef óskir koma fram um lengri viðveru en til kl 14.00 verður það skoðað.

Tíminn í lengdri viðveru kostar kr 300