Mentor

Mentor og skólaskráningarkerfi

Allir kennarar hafa aðgang að skólaskráningarkerfinu Mentor www.mentor.is  og er skylt að setja þar inn ýmsar upplýsingar. Nemendur og foreldrar hafa síðan aðgang að þessum upplýsingum með aðgangsorðum sínum. Kerfið er notað til að halda utan um upplýsingar sem varða nám og gengi nemandans á meðan hann er í Tálknafjarðarskóla og tryggja örugg samskipti milli skóla og heimilis.

Kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans eru bundnir þagnareiði um það sem fram fer í skólanum og snertir einkamál nemenda og foreldra þeirra. Starfsmönnum ber að gæta þess að fara varfærnislega með trúnaðargögn, s.s. skýrslur um nemendur, útprentanir úr dagbók nemenda í Mentor, prófúrlausnir og einkunnir, þannig að þær upplýsingar lendi ekki í röngum höndum.

Mentor

Mentor.is upplýsingakerfið er notað til að halda utan um alla skráningu í skólanum. Þar er að finna allar upplýsingar um nemendur og ástundun og stöðu þeirra í námi. Foreldrar hafa aðgang að Mentor með aðgangsorði og geta þar fylgst með námi barna sinna. Þar inni eru/verða einnig kennsluáætlanir / lotur einstakra námsgreina og vikuáætlanir bekkjanna. Auk þessa má einnig skoða þar skóladagatal og ýmsar fréttir úr skólastarfinu. Við síðustu uppfærslu á Mentor var ýmsum nýjum fídusum bætt við s.s. lotum, námsviðmiðum og fleira er tengist verkefnum og nýrri aðalnámskrá.

Upplýsingar á Mentor eru einnig aðgengilegar á ensku og pólsku fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál.

 

Mentor.is er vefkerfi sem gerir foreldrum og kennurum  kleift að nálgast upplýsingar um skólagöngu nemenda og framvindu í námi.  Allar skráningar varðandi skólastarfið fara fram í Mentor. Þar hafa forráðamenn og nemendur aðgang að ástundun og heimavinnuáætlun o.fl. Leiðsagnarmatið fer einnig fram í gegnum Mentor.