Óveður og ófærð

Þegar óveður geisar eða veðurspá er slæm eru foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með veðurspá og verða að meta hvort þeir senda nemendur í skólann.
Þegar hætt er við að veður versni er líður á skóladag og ef óveður brestur á gætu foreldrar þurft að sækja börnin. Þá mun verða hringt frá skóla.

Röskun á skólastarfi vegna veðurs. Reglur um viðbrögð starfsfólks í grunnskólum Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi eru viðvaranir gefnar út til almennings gerist þess þörf. Um er að ræða tvö viðbúnaðarstig vegna óveðurs.

Viðbúnaðarstig 1: Röskun á skólastarfi : Röskun verður á skólastarfi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla – Foreldrar fylgi börnum sínum í skólann. Skólar eru opnir og taka við nemendum.

Meti foreldrar/forráðamenn það svo að best sé að halda börnum heima vegna veðurs eða færðar skulu þeir tilkynna skólanum um forföll barnsins og er það þá skráð sem leyfi.

Geisi óveður við lok skóladags er metið hvort óhætt er að senda börnin heim eða hvort ástæða er til að foreldrar sæki þau í skólann. Þá er mikilvægt að starfsfólk fylgist með því að nemendur yfirgefi ekki skólann nema í fylgd forráðamanna eða í samráði við þá. Verði verulegir erfiðleikar að koma nemendum og starfsfólki heim má leita aðstoðar hjá björgunarveitum/112 og láta jafnframt foreldra vita.

Viðbúnaðarstig 2: Skólahald fellur niður

Skólastjórnendur og annað starfsfólk fylgist vel með tilkynningum og bregðast við þeim (í samráði við sveitastjóra og/eða lögreglu ) með því að láta viðkomandi vita og setja tilkynningu inn á heimasíðu skólans

 

Skólastjóri.