Mat á skólastarfinu - Ytra mat skóla 2017

Ytra mat Menntamálastofnunar, jákvætt og neikvætt

2017 gerði Menntamálastofnun svonefnt ytra mat skóla á Tálknafjarðarskóla. Sterku og jákvæðu þættir starfsins eru meðal annars:

Jákvæðir

 1. Vinnubrögð í skólanum eru lýðræðisleg
 2. Samskipti jákvæð
 3. Traust ríkjandi
 4. Metnaður starfsfólks
 5. Foreldrar treysta skólanum
 6. Þáttaka foreldra í skólastarfinu mikil og jákvæð
 7. Samfella í skólastarfi og fjölbreytni mikil

Neikvæðir

 1. Skólanámsskrá þarfnast uppfærslu (búið að laga)
 2. Vantar upp á að fylla viðmiðunarstundaskrá í öllum greinum (lagað)
 3. Vantar meira frjálst val nemenda í 9.-10. Bekk ( hefur verið bætt)
 4. Skýra betur stefnu skólans
 5. Sýnilegri skólareglur vantar
 6. Heimasíða ekki uppfærð sem skyldi
 7. Námsvísar ekki nægilega sýnilegir
 8. Námsárangur þyrfti að bæta
 9. Skortir upplýsingar til foreldra um niðurstöður foreldrakannanna

Sterkir þættir að mati nemenda

 1. Allir þekkjast
 2. Lítill skóli
 3. Lýðræðisfundir og tækifæri til að tjá sig
 4. Tækifæri til að tjæa hugmyndir
 5. Frelsi og sveigjanleiki

Sterkir þættir að mati foreldra:

 1. Börn kát að fara í skólann og ánægð með starfið
 2. Fjölbreytni mikil
 3. Hóparnir samheldnir
 4. Börnin fá að vera þau sjálf
 5. Eldri börn góð við þau yngri