Fundur í grænfánanefnd 25. apríl 2018

 

 •  Nú e komið að úttekt vegna umsóknar 7. Grænfánans. Við eigum von á heimsókn frá
  Landvernd í lok maí og verkefnisstjóri hefur verið að vinna skýrslu sem skila þarf fyrir
  1.maí. Í haust fáum við svo vonandi afhentan nýjan fána og getum haldið þessu
  mikilvæga starfi áfram.
 • Gaman væri ef allir kjarnar gætu unnið verkefni tengt umhverfinu sem væri hægt að
  ræða og sýna.
 • Vorverkin okkar eru framundan, stinga þarf upp kartöflugarðinn og gaman væri að
  setja aftur niður sólblómafræ. Einnig er hreinsunardagurinn alltaf í lok maí þar sem
  allur skólinn fer um þorpið og týnir rusl.
 • Verkefnisstjóri ætlar að tala við Lilju sem er umsjónarmaður flokkunarsvæðisins og
  athuga hvort við getum komið í heimsókn að skoða og fengið fræðslu um flokkun.
 • Hreyfimánuðurinn er hafinn og gaman að sjá hve duglegir nemendur eru að koma
  hjólandi eða gangandi í skólann.
 • Rætt um hreyfivikuna. Viljum við hafa hreyfiviku áfram og hvað á að vera í boði ?
  Fulltrúar í nefndinni þurfa að ræða þetta inn á kjörnum hvort við eigum að halda
  áfram með það sem hefur verið í boði eða bæta einhverju við eins og t.d ganga í
  fjörunni, sandkastalakeppni eða ganga upp að Tunguvatni. Markmiðið er að fá alla til
  að hreyfa sig meira úti og voru nemendur ánægðir með það sem var í boði.
 • Andrés benti á að inn á nams.is er efni sem heitir Grænfánaveislan og gaman væri að
  skoða það.
  Fleira ekki tekið fyrir
  Lára Eyjólfsdóttir