Smiðjur -handverk

Tálknafjarðarskóli leggur metnað í gott verklegt nám nemenda og vinnur að fjölbreittu smiðjunámi. Handverkskennslu er ætlað að hjálpa yngra barninu að þróa heilbrigt ímyndunarafl og finna jafnvægi í viljalífinu og tilfinningalífinu. Seinna meir á unglingastiginu getur þessi forvinna og framhald hennar stuðlað að frjórri hugarstarfsemi og stutt við rökhugsun og þá ferla sem leiða að gagnrýnni hugsun. Það má segja að handverkið hafi aðallega áhrif á þroska nemandans á þremur sviðum: 

 að skapa færni úr hreyfigetu 

 að umbreyta viljastyrk í formfegurð 

 að breyta því sem annars væri lítilsverð athöfn í dyggð

 Þegar nemandinn nær að bregðast við af næmni gagnvart hráefninu og beita verkfærum sínum á réttan hátt skapar hann færni úr hreyfigetu sinni. Þegar unnið er á listrænan máta með hönnun, liti og form er nemandinn í samtali við formfegurð viðfangsefnisins gegnum vilja sinn. Þegar þessir tveir þættir ná að sameinast í vinnu handverksmanns þar sem hann upplifir tilgang og getu sína í verki getur það sem áður var lítilsverð athöfn umbreyst í dyggð. Þessa þætti mætti kalla hina þrjá umbreytandi krafta handverksins, krafta sem stuðla að styrk og þroska manneskjunnar inn í innri veruleika sinn og birtingar hans í athöfnum og störfum.  

Í handverkskennslunni er unnið í lotum eins og í öðrum fögum skólans. Kennarar undirbúa námsefni sitt útfrá handverksnámsskránni þar sem lagður er grunnur að því hvaða handavinna/handverk hentar hverju aldursstigi. Frekari útfærsla námsefnisins er svo í höndum kennarans sem útbýr efnið á eigin forsendum og finnur því farveg. Í handverki er nemandanum leiðbeint í gegnum þá áskorun að vinna frá hugmynd yfir í efni. Í því ferli þarf að styðja hann í að nýta sér hæfileika sína, bæði á tilfinningasviðinu og því huglæga.

 

Tálknafjarðarskóli telur heppileg viðfangsefni í smiðjum eftir aldri vera meðal annars svona:

1-2.bekkur

Efni: bývaxmótun, tóvinna, þæfing. fundið efni úr náttúrunni, málun, bakstur,

prjón, einföld spor í saumi, tálgun í ferskan við,fingrabrúður, þemavinna fyrir jól,

páska og hátíðir skólans.

3.bekkur

Efni: hekl, handavinnupoki, bakstur, smíðar, tálgun í ferskan við, spírun og

ræktun, málun, leiklist.

4.bekkur.

Efni: krossaumur, prjón, saumar, húsbygging, leirmótun, smíði, tálgun, útieldun,

garðyrkja.

5.bekkur.

Efni: vefnaður, málun, að sauma dýr, smíði, leiklist, leirmótun, prjón/húfa

6.bekkur.

Efni: brúðuleikhús, pappamassi, saumuð flík, þæfing/inniskór, mótun, smíði/

leikfang.

7.bekkur.

Efni: málun, litafræði, smíði:útskurður/skál, leirmótun/ hol form, teikning,

prjón:ullarsokkar/vettlingar, útsaumur.

8.bekkur.

Efni: koparsmíði, trévinna:rammi/hljóðfæri, leirmótun/líffærin, bútasaumur,

Ræktun, endurnýting, formfræði, leiklist.

9.bekkur.

Efni: eldsmíði, leðurvinna, bókagerð, málun/vatnslitir, smíði/hirsla,

leirmótun/höfuð, prjón/peysa, saumar/snið og vélsaumur.

10.bekkur.

Efni:eldsmíði/framhald, skartgripasmíði, málun/akrýl, smíði/húsgagn,

leirmótun/frjálst form, kvikmyndagerð/leikritun, textílhönnun,

steinhögg/hleðsla, ljósmyndun.

 

Her fyrir neðan er hugmyndalist fyrir smiðjur. Þegar er byrjað að vinna með tálgun og steinhögg.

a.       Steinhögg, steinar valdir á stærð við höfuð og andlit höggvið út, hamrar, meitlar, hlífðargleraugu

b.       Úr ull í fat, læra að þæfa, lita, e.t.v. gera listaverk til að bæta hljóðvist

c.       Brúðugerð og fleira unnið með þæft efni

d.       Einfaldir trébátar til að sigla á tjörn í nágrenni skólans eða á Hópinu

e.       Smíða vörubíla til að draga á eftir sér

f.        Perlufestar og skart úr „blöðruþangi“

g.       Sölvatekja og verkun

h.       Grasatínsla og verkun

i.         Berjaferð(ir)

j.         Tínna köngla, gera m.a. fallega kransa o.fl.

k.       Prjón, puttaprjón, garðaprjón,bangsar, eyrnabönd, vettlingar og sokkar

l.         Hekl, bangsar, bangsaföt, brúðuföt, ýmis dýr

m.     Búa til trébáta og sigla, möstur og segl, tilsniðið

n.       Smíða skálar úr kopar

o.       Tálga „spítukarl eða kerlingu“eða áhald eftir lögun trjágreinarinnar(Lesa fyrst Emi í Kattholti eða 8 börn og amma þeirra í skóginum)

p.       Tálga t.d. smjörhnífa

q.       Búa til sleifar og ausur úr tré

r.        Tálga eða smíða skurðarbretti

s.        Smíða kofa

t.        Sama- þema, búa til tjöld, eldstæði, áhöld, húfur, skart ( Hafa samband við Samís félagið )

u.       Inúíta- þema, kynnast næstu nágrönnum okkar, snjóhúsagerð, perlusaumur, anorakkar

v.       Vatnslitamálun

w.     Silkimálun, silkiprent

x.       Smíða útikennslustofu eins og í Waldorf

y.       Þrívíddarkennsla – teiknun

z.       Tölvuvinna, word excel,

aa.   Önnur tungumál, þýska, norska, sænska, færeyska, grænlenska

bb.   Vefnaður,

cc.    Fatagerð, snið og saumur

dd.   Leðurvinna,

ee.   Sjóvinna, hnútar, kortagerð, siglingar

ff.      Tækni og vísindi

gg.   Lego, forritun