Símenntunaráætlun Tálknafjarðarskóla 2018-2019

Um símenntun kennara

Símenntun er heildarheiti yfir alla þá menntun sem einstaklingar sækja alla ævina. (Símenntun, afl á nýrri öld 1998 bls. 49). Símenntun og starfsþróun kennara fer fram með ýmsu móti, ekki eingöngu með formlegu námi, þ.e. skilgreint nám skipulagt af viðurkenndum aðila, s.s. framhaldsnám, starfsrannsóknir og endurmenntunarnámskeið (formleg símenntun). Stór hluti símenntunar á sér stað í óformlegu námi, t.d. með þátttöku í ráðstefnum, málþingum, fræðslu- og kennarafundum og leshringjum (óformleg símenntun). Símenntun kennara/starfsmanna fer einnig fram sem formlaust nám, t.a.m. í samtölum við samstarfsmenn, lestri fræðirita, notkun fjölmiðla og netmiðla (formlaus símenntun). (Úr skýrslu mennta- og menningarmálamálaráðuneytis um endurskipulagningu endurmenntunar kennara 2010).

 Símenntunaráætlun

Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar markast af samningsbundnum 102/126/150 (64) klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Skipting þessa tíma getur verið mismunandi milli kennara, skóla og einnig milli ára. Símenntun kennara má skipta í tvo meginþætti: Þætti sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þætti sem kennari metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu á grundvelli sjálfsmats skóla. Símenntun sem hluti af 102/126/150 (64) klst., er almennt ætlaður tími utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara.

Framkvæmd símenntunar

 Ábyrgð skólans: Skólastjórnarteymi er ábyrgt fyrir framkvæmd og úrvinnslu símenntunaráætlana. Ábyrgð starfsmanna: Starfsmenn eru ábyrgir fyrir eigin símenntun, þ.e. að koma auga á tækifæri til að bæta kunnáttu og hæfileika. Þeir taka virkan þátt í gerð eigin símenntunaráætlunar, fylgja henni eftir og óska eftir aðstoð ef þörf krefur. Þeir taka einnig virkan þátt í gerð símenntunaráætlunar skólans t.d. með því að koma með tillögur um námskeið/fræðslufundi. Tímasetning: Undirbúningur símenntunaráætlunar skólans er á vorin. Skólastjóri kynnir og leggur símenntunaráætlun skólans fram og starfsmenn gera eigin áætlun í samræmi við áætlun skólans og eigin þarfir/óskir eftir því sem hægt er. Tími til símenntunar ræðst af þörfum og fjármagni hverju sinni. Kennarar hafa allt að 102/126/150 klst. til símenntunar (og undirbúnings) á ári og starfsmenn a.m.k. 16 stundir á ári (þar með taldir starfsmannafundir). Jafnræði til náms: Reynt verður að jafna tækifæri til símenntunar hverju sinni en einnig verður tekið tillit til þátttöku starfsmanna á fyrri árum.

 Áherslur og framkvæmd símenntunar skólaárið 2018-2019

 Áherslur í símenntun kennara og starfsfólks Tálknafjarðarskóla. Rík áhersla er lögð á símenntun innan skólans og starfsþróun. Til að gefa mynd af símenntunarvinnu skólans má draga saman eftirfarandi atriði:

·         Kennurum og starfsfólki býðst að fara námskeið hérlendis varðandi skólamál, kennslu og umönnun nemenda , lýsi þeir áhuga á því.

·          Reynt era ð fá gestakennarar  með kynningar, fyrirlestra og námskeið fyrir kennara og starfsfólk.

·          Kennarafundir eru vettvangur símenntunar og er ýmislegt efni tengt uppeldisstefnunni tekið fyrir og lesið og rætt yfir tímabil.

·          Margir af kennurum skólans hafa stundað fjölbreytt fjarnám á háskólastigi undanfarin ár.

 

 *Starfsmanna- og kennarafundirr eru annan hvern þriðjudag í skólanum. Á þeim fundum fer fram fagleg umræða,skólaþróunarvinna, námsmatsvinna og áætlanavinna um daglegan rekstur skólans. Verkefna og undirbúningsvinna telst til símenntunar þeirra. Stjórn skólans metur hvort umsókn um fjarnám gengur eftir hverju sinni með tilliti til hagsmuna nemenda, áhersla skólans og fjármagns. *Kennarar stunda sjálfsnám og undirbúning kennslu.

 

Starfsþróun og kennsla

Hærra menntunarstig kennara við skólann hefur verið eitt af markmiðum í þróunarstarfi skólans. Í dag eru allir kennarar skólans með kennsluréttindi.

 

Lokaorð

 

 Allir kennarar og starfsmenn Tálknafjarðarskóla geta lagt fram óskir sínar um símenntun og starfsþróun við kennarateymi skólans. Skólasamfélagið gerir sér far um að gera kennurum og starfsfólki kleift að þroska og þróa starfssvið sitt eins og hægt er og að nýta sér alla þá góðu kosti sem í boði eru til símenntunar