Valgreinar

Valgreinar eru hluti af skyldunámi skólastefnu ásamt hvers sveitarfélags og skóla. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að fimmtungi námstímans en skólar geta skipulagt mismunandi hlutfall valgreina eftir árgöngum. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingastigi er að hægt sé að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra, kennara og námsráðgjafa. 

Heimilt er að meta að ósk foreldra um tímabundna þátttöku nemenda í atvinnulífi og reglubundna þátttöku í félagslífi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi sem nám enda falli það að markmiðum skólastarfs. Einnig er heimilt að meta skipulagt nám, sem stundað er utan grunnskóla, til valgreina, t.d. nám við framhaldsskóla, listaskóla og málaskóla. Í hverju tilviki metur viðkomandi skóli umfang slíks náms og gæta þarf jafnræðis í afgreiðslu mála. Við það skal miðað að það nemi ekki meira en sem svarar 160 mín. vikulega á hverju skólaári á unglingastigi og er þá heimilt að meta slíkt til valgreina hjá viðkomandi nemendum. 

Til þess að hægt sé að halda uppi kennslu í valgrein þarf tiltekinn lágmarksfjöldi að velja hana. Þess vegna verða nemendur að velja valgreinar til vara á valblöðum sínum. Þær koma þá til álita ef aðrar valgreinar sem nemandinn hefur valið falla niður sökum fámennis. Því er mjög áríðandi að:  

 1. Nemendur íhugi mjög vandlega hvaða valgreinar þeir álíta að henti þeim best. 
 2. 2. Nemendur ráðfæri sig við foreldra sína og kennara áður en þeir ganga endanlega frá valinu. 
 3. 3. Nemendur og foreldrar geri sér grein fyrir því að valgrein getur fallið niðurvegna þátttökuleysis eða kennaraskorts. Því er mikilvægað vanda val þeirra greina sem valdar eru til vara. 

 Valgreinar Haustönn 2019-2020 

 1. Heilsa – vellíðan (100 mín) – fimmtudagar 12:20 – 14:00 

Góð heilsa felst í líkamlegu og andlegu jafnvægi og ber hver og einn ábyrgð á eigin heilsu og líðan. Farið verður í hvernig nemendur geti stuðlað að góðri líkamlegri og andlegri heilsufarið í helstu orkugjafana, lært hvað bein og vöðvar líkamans heita og hlutverk þeirra.  Einnig verður farið yfir mismunandi gerðir styrktarprógramma og mun hver og einn búa til sitt eigið.  

Kennslan verður bæði bókleg og verkleg.  

Markmið:  

Auka þekkingu nemenda á hreysti, líkamanum, næringu og andlegri heilsu.  

Helstu viðfangsefni:  

Helstu viðfangsefnin verða líkaminn (bein,vöðvar), næringarfræði, hvernig eykur maður styrk og þol. Gerð styrktarprógramma og framkvæmd þeirra, þrekhringir og andleg heilsa.  

Námsmat:  

Vinna og hegðun í tímum(bóklegum og verklegum), frumkvæði og hjálpsemi.  

 

2. Textílmennt (100 mín) – Fimmtudagar 12:20 – 14:00 

Textílmennt er ríkur þáttur í íslenskri menningu.   Íslenskur útsaumur, prjón og vefnaður er meðal gersama íslenskrar listasögu.  Fagið er nú undirstaða margbreytilegrar textílhönnunar textíl framleiðslu og listræns handiðnaðar.  

Allir hafa hæfileika til að skapa. Í textílmennt fá nemendur tækifæri til að þroska þann hæfileika, dýpka hann og tileinka sér leiðir til að koma sköpun sinni í verk. Í skapandi starfi fá nemendur tækifæri til að virkja og efla ímyndunarafl sitt, þjálfast í að taka ákvarðanir þar sem þeir vega og meta mismunandi valkosti og sjá afleiðingar af vali sínu. Nemendur þroskast í samvinnu við aðra, efla sjálfstæði sitt og sjálfsþekkingu og finna hæfileikum sínum farveg.  

Markmið: 

 • Textílnám byggist meðal annars á þekkingaröflun, hugmyndavinnu og sköpun þar sem nemendur vinna með efni og áhöld greinarinnar á sjálfstæðan hátt 
 • Lögð er áhersla á framkvæmd og ferli sem gefur nemendum tækifæri til að beita fjölbreyttum aðferðum og skilja eðli og eiginleika greinarinnar 
 • Textílnám gefur nemendum tækifæri til að þroska samhæfingu hugar og handa, upplifa og tjá sig um leið.  

 Helstu viðfangsefni: 

 • Í textílmennt eru lykilþættirnir skapandi hugsun, sjálfstæði í vinnubrögðum og ábyrgð og mat á eigin námi þjálfaðir. 

 Námsmat: 

 • Skil á vinnumöppu í lok annar 
 • Mæting og þáttaka í tímum 

 

3. Vísindasmiðja – STEM (100 mín) – fimmtudagar 12:20 – 14:00  

Fjallað verður um efni og lögmál vísinda. Gerðar verða tilraunir þar sem efni eru sett saman sem fjallað hefur verið um og skrifað um niðurstöður tilraunarinnar. Nemendur læra einnig að setja fram rannsóknarspurningu og vinna að því að finna upplýsingar til þess að svara spurningunni. Til dæmis: “Hvað er kalk notað í ?”  

Markmið:  

Kenna grunnhugmyndir vísinda og aðferðafræði 

Helstu viðfangsefni:  

Eðlisfræði, efnafræði, líffræði 

 Námsmat:  

Skilningur á aðferðafræði og verkefnaúrlausn 

Mæting og þátttaka í tímum 

 

4. Listræn dagbókagerð (60 mín) Föstudagar 10:50-11:50 

Listadagbók er bók sem listamaður hefur haldið sem sjónræn og stundum munnleg skrá yfir hugsanir sínar og hugmyndir.  Listadagbækur sameina almennt sjónræna dagbókaritun og ritun til að búa til fullgerðar síður sérhver hugsanlegaur stíll og tækni er notuð. 

Markmið: 

Nemendur þjálfa skapandi og tæknilega færni, átti sig á mikilvægi skapandi hugsunar, framsetningu og möguleikum myndlistaverka og geri sér grein fyrir myndbyggingu í formi og lita. 

 • Auki þekkingu sína, leikni færni og sjálfstæði í notkun lita og myndfleti hugmyndavinnu og framsettningu. 
 • Öðlist aukin skilning á sjáfum sér og þeim gildum sem þeim finnst mikilvæg. 
 • Efli og styrki sjálfsmynd sína. 

 Helstu viðfangsefni: 

 • Myndlist 
 • Lífsleikni 
 • Upplýsingaröflun 
 • Sköpun 
 • Tjáning 

 Námsmat: 

 • Skil á vinnumöppu í lok annar 
 • Mæting og þáttaka í tímum 

 

5. Jóga (60 mín) föstudagar 10:50 – 11:50 

Á námskeiðinu verður unnið með slökun, hugleiðslu, sjálfsstyrkingu, öndun og jóga. Ýmist verður einn eða fleiri þættir teknir fyrir í hveri kennslustund. Allir þessir þættir vinna saman að vellíðan okkar.  Góð slökun er góð hvíld fyrir líkamann og hugann og það getur aukið andlega og líkamlega vellíðan. Með hjálp hugleiðslunnar er hægt að efla einbeitningu, jákvæðni og gleði en að auki er hægt að nýta hana t.d. til að vinna með ótta, kvíða, neikvæðni og reiði. Hugsanir okkar hafa áhrif á líðan okkar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Mikilvægt er að vera meðvitaður um styrkleika sína og nýta sér þá þegar hægt er, í stað þess að brjóta sig niður vegna veikleika. Góð djúp öndun getur verið grunnur að vellíðan því er mikilvægt að æfa hana. 

Jóga getur gefið okkur orku, gleði og kyrrð. Regluleg jógaiðkun getur eflt núvitund og aukið einbeitningu. 

Markmið:  

 • Stuðla að heilbrigði nemanda. 
 • Að gera nemanda leiknari í því að finna sitt jafnvægi gegnum jóga, snertingu og slökun og efla þannig lífsleikni þeirra.  
 • Að nemendur finni hve gott er að skapa rólegt umhverfi án alls áreitis 

Helstu viðfangsefni:  

Kynna ýmsar jógastöður, öndunaræfingar, slökun og hugleiðslu. 

Námsmat:  

Virkni og þátttaka í tímum. 

 

6. Viltu læra nýtt tungumál með Duolingo? (60 mín) – Föstudagar 10:50-11:50 

Duolingo er tungumálavefur og „app“ sem gerir þér kleift að læra ýmis tungumál á gagnvirkan hátt. Duolingo notast við leikjafræði í hönnun sinni á tungumálanáminu.  

Duolingo býður upp á nám á 34 tungumálum 

spænska, franska, þýska, ítalska, enska, japanska, kínverska, rússneska, kóreska, portúgalska, arabíska, hollenska, sænska, norska, tyrkneska, pólska, írska, gríska, hebreska, danska, hindí, tékkneska, esperantoúkranískavelska, víetnamska, ungverska, svahílí, rúmenska, indónesíska, havaiískanavajoklingon og high valyrian 

Íslenska tungumálið er ekki eitt af Duolingo tungumálunum og því er ekki hægt að vinna á Duolingo á íslensku. Tungumálin eru unnin á enskum grunni og mikilvægt er að vera með góða undirstöðu í enskri tungu. Ef þú kannt eitthvað fyrir þér í tungumáli en vilt bæta kunnáttuna þá þarft þú ekki að byrja frá grunni heldur er hægt að taka stöðupróf áður en þú byrjar.  

Markmið: 

Markmið náms í Duolingo er mjög einstaklingsmiðað 

 • Að kenna nemendum tungumál að eigin vali 
 • Að ná tökum á einföldu daglegu máli með hjálp smáforrits 

Áhersla er lögð á málfræði og orðaforða. 

Námið er verkefna- og endurtekningamiðað þar sem nemendur keppast við að ná markmiðum sínum og eru verðlaunaðir á ákveðinn hátt ef slík markmið nást.  

Helstu viðfangsefni: 

 • Fólk 
 • Matur 
 • Tilfinningar 
 • Tómstundir 
 • Athafnir  
 • Orðasambönd 

Námsmat: 

Leiðsagnarmat 

 • Lokamat greinir frá styrkleikum nemandans og hvað hann eigi að leggja áherslu á næst. 
 • Mæting og virkni í tímum 
 • Framvinda náms 

 

7. Kvikmyndir og rýni (120 mín) – föstudagar 12:20 – 14:20 

Áhersla verður lögð á kvikmyndina sem listform og fer því fram greining á einstökum atriðum ásamt menningarlegu og sögulegu samhengi kvikmynda. Myndirnar verða einnig rýndar samhliða með tilliti til staðalímynda og hlutgervi sem settar eru fram í bíómyndum. 

Markmið: 

 • Að kynna nemendum enskar kvikmyndir með það að markmiði að auka orðaforða og skilning nemenda.  
 • Að nemendur öðlist færni í myndlæsi sem er undirstaða þess að skilja fjölmiðla og einn grunnþátta fjölmiðlalæsis 
 • Geti ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni, sem birtast í kvikmyndum út frá samhengi og jafnvel sannleiksgildi þeirra 

 Helstu viðfangsefni: 

Kvikmyndalæsi ýtir undir gagnrýna hugsun, eykur skilning nemenda á aðstæðum annarra og gerir þau víðsýnni 

Við kvikmyndalestur þarf ekki aðeins að huga að texta (samtali) heldur einnig myndmálinu, klippingum, kvikmyndatöku, hljóðvinnslu, tónlist, leik og svo mætti lengi telja. 

Námsmat: 

Fjölbreytt verkefni í lok hverrar myndar;  

 • ritunarverkefni, glærukynningar, upptökur, o.fl. sem safnað er í vinnumöppu. 

Mæting og þátttaka í tíma  

Skilum á vinnumöppu í lok annar 

 

8. Heimilisfræði  (120 mín) – Föstudagar 12:20 -14:20 (max.9) 

Heimilisfræði fjallar um manninn, líf hans og lífsskilyrði, líkamlegar og andlegar þarfir. 

Heimilisfræði er ætlað að stuðla að góðu heilsufari, heilbrigðum lífsháttum og neysluvenjum, hagsýni, fjármálalæsi, neytendavitund og verndun umhverfis.  

Þekking og leikni í heimilisstörfum er kjarni heimilisfræðinnar og honum tengjast allir þættir námsins bæði verklegir og bóklegir.  Í greininni eru órjúfanleg tengsl milli næringarfræði, matreiðslu og hreinlætis og munum við fjalla um um alla þá þætti dreift yfir önnina. 

Greinin er góð leið til að kynnast menningu og siðum þjóða í gegnum matarhefðir.  Matur og menning hans hafa alltaf verið stór partur af lífi okkar og munum við fjalla um það þegar líður á önnina.  Félagslegt gildi matar er mikilvægt bæði í daglegu lífi og við stærri tækifæri eins og veislur og önnur hátíðarhöld þar sem matur gegnir jafnan stóru hlutverki. 

Markmið: 

 • Að nemendur geti tjáð sig um heilbrigða lífhætti, farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi og matreiðslu.   
 • Beitt helstu matreiðsluaðferðum, sagt frá íslenskri og erlendri matarmenningu og matreitt ýmsa rétti í tengslum við menningu, rætt þátt auglýsinga og upplýsinga um merkingar, verð og gæði neysluvara.   
 • Tjáð sig um gæði, geymslu og aukaefni í matvælum.   
 • Greint frá viðbrögðum við slysum á heimilum og nýtt margvíslega miðla til að afla upplýsinga á gagnrýninn hátt um næringarfræði, neytendamál, hagkvæmni í innkaupum, aukaefni, geymslu og matreiðslu. 

 Helstu viðfangsefni: 

 • Bakstur 
 • Matreiðsla 
 • Upplýsingaöflun 
 • Sköpun 
 • Tjáning 

Námsmat: 

 • Skil á vinnumöppu í lok annar 
 • Mæting og þáttaka í tímum 

 

9. Skólablað – rafrænt (120 mín) – Föstudagar 12:20 – 14:20 

Nemendur taka viðtöl, búa til fréttir og myndbönd tengd þeim, taka myndir og skrifa um lífið i skólanum og samfélaginu.  

Markmið: 

 • Að nemendur eflist í sjálfstæðum vinnubrögðum  
 • Að efla samskiptafærni nemenda  
 • Að nemendur læri að taka viðtal  
 • Að nemendur öðlist færni í vinnu á ýmsum miðlum s.s. ritvinnslu, útgáfu, myndvinnslu, hljóð- og myndupptöku 

 Helstu viðfangsefni: 

 • Heiti skólablaðs 
 • Öflun auglýsinga og fréttaefnis  
 • Hönnun og uppsetning  

Námsmat: 

Byggist á virkni nemenda 

 

Umsókn um valgreinar – Haustönn 2019 

Hér merkir þú við fyrsta val, annað val og þriðja val í hverjum dálki fyrir sig. 

Nafn:_____________________________ 

Bekkur: _______________________ 

 

Fimmtudagar kl: 12:20–14:00 

Föstudagar kl: 10:50-11:50 

Föstudagar kl: 12:20-14:20 

 1. Heilsa/vellíðan 

4. Yoga 

7. Kvikmyndir og rýni 

 1. Textílmennt 

5. Listræn dagbókargerð 

8. Heimilisfræði 

 1. Vísindi/STEM 

6. Duolingo 

9 Skólablað 

Ég vel: 

Ég vel: 

Ég vel: 

1. 

1. 

1. 

2. 

2. 

2. 

3. 

3. 

3. 

 
Val utan skóla 

Samkvæmt lögum um grunnskóla er nemendum í 8., 9. og 10. bekk heimilt að fá metið skipulagt nám, sem stundað er utan grunnskóla, til valgreina, t.d. nám við framhaldsskóla, listaskóla og málaskóla. Að ósk foreldra er heimilt að meta sem nám tímabundna þátttöku nemenda í atvinnulífi og reglubundna þátttöku í félagslífi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi enda falli það að markmiðum skólastarfs. Í hverju tilviki metur skólinn umfang slíks náms en við það skal miða að það nemi ekki meira en sem svarar 160 mínútum eða 4 kennslustundum vikulega á hverju skólaári. Valgrein utan grunnskóla getur ekki gengið á kjarnagreinar skólastarfs í árgangi viðkomandi nemanda og þar má t.d. telja íþrótta- og sundkennslu. Eins og áður segir geta foreldrar óskað eftir því að barnið þeirra fái nám við framhaldsskóla, listaskóla og málaskóla, þátttöku í íþróttum eða skipulögðu félaga- eða sjálfboðastarfi eða tímabundna þátttöku í atvinnulífi metið sem valgrein utan skóla og er það þá á ábyrgð foreldra að barnið stundi námið, íþróttina eða vinnuna. 

Ég óska eftir að barnið mitt fái metna valgrein utan skóla, á næsta skólaári.  

Nafn forráðamanns:  

____________________________________________________

Hvaða íþrótta-, tónlistar- eða félagsstarf eða tímabundin þátttaka í atvinnulífi er um að ræða: 

____________________________________________________

Valgreinar 2018 - 2019

 

a)     Textílmennt 

Textílmennt er valgrein þar sem hugur og hönd vinna saman. Textílmennt nýtist við efnisval á fatnaði/öðru og meðferð þeirra. Textíllinn er grunnur við val á efnum, sniði, garni, endurnýtingu og fleiru. Lögð er áhersla á sjálfstæða vinnu nemenda. Markmið er að nemendur;    
                 
· læri að draga upp snið og þekki merkingar á þeim         
· geti saumað einfalda flík/hannað          
· þjálfist að beita vinnuaðferðum í vélsaumi og kynnist áhöldum greinarinnar      
· verði meðvitaður um endurnýtingu textílsins  
· geti prjónað slétt og brugðið prjón                       
· geti skipulagt eigið vinnuferli

• að nemendur þjálfist í prjóni/hekli       

• að nemendur geti spjallað, hlustað og prjónað/heklað samtímis.            

• að nemendur verði sjálfstæðir í prjóni/hekli

Viðfangsefni Byrjað er á ferilmöppu sem inniheldur öll verkefni vetrarins, skissur, hugmyndir, vinnuferli og annað. Farið yfir snið í sníðablöðum, hvað tákna merkin og hvernig snið er tekið upp. Máltaka, efnisval, sníðagerð. Endurnýting á fatnaði og öðru sem tengist textílnum ásamt útsaumi prjóni/hekli. Hægt er að blanda saman verkefnum. T.d. vélsaum og útsaum. Vélsaumur, sauma fatnað, tösku eða annað sambærilegt. Endurnýting á fatnaði og fleira sem tengist textíl. Úsaumur – Saumað er út í java og talið út. Prjón – Val um prjónaverkefni. Hekl –Val um heklverkefni

Prjón/hekl- grunnur. Nemendur velja hvort þeir vilja prjóna, hekla eða bæði. Prjónað/heklað smástykki sem nemendur velja sjálfir í samráði við kennara.

Verkferill og verkefni er metin til einkunnar. Einnig er litið til framkomu og umgengni í valstofu, frumkvæði, framfara og ástundunar nemenda. Áhersla er lögð á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Nemendur meta jafnframt eigin verk og skila vinnubók með skissum, hugmyndum, verkferli og lýsingu á verkefnumsem unnin hafa verið.

b)    Myndmennt og módelsmíði

Markmið kennslunnar eru;         
· að veita þjálfun í myndrænni framsetningu      
· efla færni í teiknun og meðferð lita      
· að kynnast eftir föngum tækni og fjölþættum efnum sem nota má við myndsköpun      
· að efla skilning á þætti myndlistar í nútímasamfélagi – m.a. með tilliti til atvinnugreina og starfa,
· að nemendur geri sér grein fyrir hlut mynd- og sjónlista í hvers konar kynningu og markaðssetningu, neyslu og upplýsingaþjóðfélagsins sem við lifum og hrærumst í       
· að nemendur kynnist ýmsum þáttum úr lista- og hönnunarsögu.

Helstu viðfangsefni:      
                 
· Grunnform, litablöndun, ljós og skuggar            
· Vatnslitir, landslag eða annað 
· Fjarvíddarteiknun        
· Nútímalist – verkefni                  
· Listasagan – stiklað á stóru.

Námsmat Metin er vinna, ástundun og virkni nemandans.

c)     Skólahreysti/bolti/skokk

 Tímarnir fara fram í íþróttahúsi, tækjasal og skólahreystibraut á skólalóð þegar veður leyfir ásamt skógarskokki og fótbolta

Markmið

Að æfa markvist fyrir skólahreystikeppni grunskóla sem haldin er í mars ár hvert í 9. Og 10. bekk. Að auka styrk og hraða nemenda. (Það er valfrjálst að keppa fyrir hönd skólans)

Námsmat Ástundun, virkni 

d)    Borðspil/spil/ skák

Undanfarin ár hefur áhugi á borðspilum aukist gríðarlega. Fjöldi spila sem kemur út á hverju ári hefur margfaldast og gæði spilanna, hvort sem um er að ræða hönnun eða leikjahluti, verða sífellt betri og þróaðri. Markmið Nemendur kynnist fjöldanum öllum af spilum og öðlist góðan skilning og færni í nokkrum þeirra. Áhersla verður lögð á að kynna nemendum  spil sem hafa markað spor í þróun spila síðustu áratugina. Nemendur greini á milli spila eins og

: – keppnisspila – samvinnuspila – partíspila – kortaspila – félagsfærnispila – ráðgátuspila -,,euro“-spila og ,,ameritrash“-spila

 Námstilhögun

Kynntar verða spilareglur í spilum, jafnt kunnuglegum sem framandi, einföldum sem flóknum. Nemendur spila saman og keppa sín á milli. Nemendur verða hvattir til að tileinka sér reglur og miðla áfram þekkingu sinni við endurtekna spilun. Námsgögn Borðspil og spilastokkar.

Námsmat Þátttaka, hegðun og virðing gagnvart þeim hlutum sem verið er að meðhöndla hverju sinni.

Skák eflir rökhugsun, reynir á sköpunargáfuna, er stórskemmtileg hugaríþrótt og skák er fyrir alla! Ekki er nauðsynlegt að kunna mikið í skák til að velja skák sem valgrein. Farið yfir helstu reglur skákarinnar þ.e. mannganginn og hvernig þessi magnaða hugaríþrótt skák gengur fyrir sig.  Skákkennsla og skákþrautir. Og síðast en ekki síst tefla sér til skemmtunar.

e)     Ekkert djók bara bók! + bíómyndir byggðar á bókunum

Markmið: Langar þig að lesa skemmtilegar bækur? Litlar, sætar eða stórar og drungalegar? Og spjalla svolítið um bækurnar? Velta fyrir þér af hverju amma Súsanna drekkur alltaf fanta lemon en ekki appelsín? Þá skaltu velja þetta val! Í valinu verða nokkrar vel valdar skáldsögur lesnar, við þjálfum aðeins lesturinn og tökum góðar æfingar í lestri. Einnig tökum við góðar umræður um bækurnar sem við lesum yfir góðum te- eða  kaffibolla.

f)      Vísindi og tæknibíó + Enska, smásögur/kvikmyndir

Vísindafræðslumyndaval er áfangi þar sem stefnt er að því að fræðast á lifandi og áhugaverðan hátt um vísindi og tækni nútímans m.a. í ljósi vísinda- og tæknisögu mannsins með því að skoða og ræða fræðslumyndir um efnið. Lögð áhersla á fræðslumyndir um efni sem byggir á nýjum eða nýlegum mikilvægum uppgötvunum í vísindum og tækni. Saga heimsmyndar mannsins er samofin sögu vísinda og tækni og því verður reynt að varpa ljósi á vísindaheimsmynd og tækni nútímans í ljósi vísindasögunnar þar sem saga vísinda er skoðuð og sett í samhengi við nýar og nýlegar uppgötvanir í vísindum og tækni með því að skoða nýjustu fræðslumyndir um efnið.

Í áfanganum Enskar smásögur og kvikmyndir verður lögð áhersla á að lesa smásögur og samfara því að horfa á kvikmyndir byggðar á viðkomandi smásögum. Þessar sögur eru ýmist enskar eða bandarískar. Að því loknu eru svo unnin verkefni eftir hverja sögu/kvikmynd. Verkefnin eru ritunarverkefni og miðast þau við að kafa í söguþráð smásögunnar/kvikmyndarinnar, túlka efni sögunnar/kvikmyndarinnar og rýna í persónur. Ritunarverkefnin eru lögð fyrir í lok áhorfs/lesturs og unnin heima, þau geta verið hvort sem er einstaklings- eða samvinnuverkefni. Hver nemandi skilar þó sér möppu í lokin. Áfanginn er próflaus og mat hans miðast við mætingu í tíma, þátttöku í tíma og skilum á vinnumöppu í lok annar.

g)     Jóga og hugleiðsla / núvitund / heilsuefling

Á námskeiðinu verður unnið með slökun, hugleiðslu, sjálfsstyrkingu, öndun og jóga. Ýmist verður einn eða fleirri þættir teknir fyrir í hveri kennslustund. Allir þessir þættir vinna saman að vellíðan okkar.  Góð slökun er góð hvíld fyrir líkamann og hugan og það getur aukið andlega og líkamlega vellíðan.  Með hjálp hugleiðslunnar er hægt að efla einbeitningu, jákvæðni og gleði en að auki er hægt að nýta hana t.d. til að vinna með ótta, kvíða, neikvæðni og reiði. Hugsanir okkar hafa áhrif á líðan okkar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Mikilvægt er að vera meðvitaður um styrkleika sína og nýta sér þá þegar hægt er, í stað þess að brjóta sig niður vegna veikleika.  Góð djúp öndun getur verið grunnur að vellíðan því er mikilvægt að æfa hana

Jóga getur gefið okkur orku, gleði og kyrrð. Regluleg jógaiðkun getur eflt núvitund og aukuið einbeitningu.

h)    Origami / föndur/ leir

ORIGAMI, eða pappírsbrot (á japönsku er ori pappír og gami brot), er ævaforn listgrein í Japan, sem felst í því að brjóta saman litskrúðugan pappír eftir kúnstarinnar reglum og búa þannig til fugla og önnur dýr, blóm, báta og hvaðeina sem hugurinn býður og hendur ráða við. Origami sem er japönsk pappírslist sem kom fram á sjónarsviðið á 17.öld. Samkvæmt hefðinni þá er ekki notast við lím né er pappírinn klipptur til.

Föndur, ýmsar hugmyndir einnig geta nemendur komið með eigin hugmyndir að verkefnum sem þeir geta kennt öðrum í hópnum með aðstoð kennarans.

Leir, nota má plastleir(fimoleir) í smáfígúrur eða skartgripi. Einnig leirmótun í  sjálfharðnandi leir og eða myndhögg / steinhögg

i)       Yndislestur / framsögn

 

 

Lesnar bækur að eigin vali/ Hlustað á hljóðbók og fylgst með texta í bók, yfir góðum te- eða  kaffibolla. Að lestri loknum segir hver og einn frá sinni bók og skilar einnig skriflegum úrdrætti.