Á Tálknafirði hefur verið starfræktur tónlistarskóli um árabil og er hann nú hluti Tálknafjarðarskóla og hefur aðsetur í grunnskólabyggingunni. Elstu börn leikskóladeildar eiga kost á að sækja forskóla í tónlist og nemendum grunnskólans stendur til boða píanó-, blokkflautu og tónfræðinám samkvæmt námskrá tónlistarskóla. 

Tónlistarskóli – gjaldskrá

Skólagjald forskóli ………………kr. 15.500 á önn
Skólagjald 6 til 9 ára…………….kr. 21.500 á önn
Skólagjald 10 – 18 ára…………..kr. 27.500 á önn
Skólagjald 18 ára og eldri……..kr. 48.900 á önn
Systkinaafsláttur í Tónlistarskóla

Annað barn 20%Þriðja barn 50%Fjórða barn 75% 

Tónlistarkennari er Marion G. Worthmann

Sími: 895 7341

Netfang: marion@talknafjordur.is