Samræmd könnunarpróf

Samræmd könnunarpróf eru samin með hliðsjón af Aðalnámskrá grunnskóla. Slík próf gefa upplýsingar um að hvaða marki nemendur hafa náð grundvallarkunnáttu og færni sem frekara nám byggir á. Þau eru foreldrum, kennurum og skólayfirvöldum til leiðbeiningar um námsstöðu nemenda. Samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir 4. og 7. bekk í íslensku og stærðfræði. Í 10. bekk taka nemendur samræmd könnunarpróf í þremur greinum: íslensku, stærðfræði og ensku. Engin sjúkrapróf eru haldin.

Nemendur sem eru veikir á prófdegi taka ekki próf. Samræmd próf í 4., 7. og 10. bekkjum eru lögð fyrir í september. Öllum nemendum er skylt að þreyta samræmdu könnunarprófin njóti þeir ekki undanþágu frá próftöku samkvæmt reglugerð.

Í lok október sendir Námsmatsstofnun einkunnir 10. bekkinga til skólans og um miðjan nóvember koma einkunnir 4. og 7. bekkinga. Á sama tíma fá forráðamenn einkunnir barna sinna sendar heim frá skólanum.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Námsmatsstofnunnar: www.namsmat.is

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa skólaárið 2018-2019

 

Samræmd könnunarpróf í 7. bekk skólaárið 2018-2019

Vikudagur

Dagsetning

Bekkur

Námsgrein

Fimmtudagur

20. september 2018

7. bekkur

íslenska

Föstudagur

21. september 2018

7. bekkur

stærðfræði

 

Samræmd könnunarpróf í 4. bekk skólaárið 2018-2019

Vikudagur

Dagsetning

Bekkur

Námsgrein

Fimmtudagur

27. september 2018

4. bekkur

íslenska

Föstudagur

28. september 2018

4. bekkur

stærðfræði

 

Samræmd könnunarpróf í 9. bekk skólaárið 2018-2019

Vikudagur

Dagsetning

Bekkur

Námsgrein

Mánudagur

11. mars 2019

9. bekkur

íslenska

Þriðjudagur

12. mars 2019

9. bekkur

stærðfræði

Miðvikudagur

13. mars 2019

9. bekkur

enska

 

Próftími er breytilegur eftir aldri nemenda, 70 mínútur í 4. bekk, 80 mínútur í 7. bekk og tvær og hálf klukkustund í 9. bekk.

Skólar geta haldið tvær lotur hvern dag og skipuleggur skólastjóri hvenær hver nemandi þreytir próf. Hefst fyrri lota almennt klukkan 9:00 að morgni en upphaf þeirrar síðari miðast við lengd prófs hjá hverjum árgangi. 

Í aðalnámskrá grunnskóla á blaðsíðu er 56 fjallað um kvarðan og eftirfarandi viðmið gefin upp:

A
Námssvið
Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

Lykilhæfni
Framúrskarandi hæfni með hliðsjón af viðmiðum um lykilhæfni.

B
Námssvið
Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

Lykilhæfni
Góð hæfni með hliðsjón af viðmiðum um lykilhæfni.

C
Námssvið
Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

Lykilhæfni
Sæmileg hæfni með hliðsjón af viðmiðum um lykilhæfni.

D
Námssvið
Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.

Lykilhæfni
Hæfni með hliðsjón af viðmiðum um lykilhæfni ábótavant.

 

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa skólaárið 2019-2020.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur, í samráði við Menntamálastofnun,

ákveðið að samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk skólaárið 2019-2020 verði

haldin eftirfarandi daga:

 

Samræmd könnunarpróf í 7. bekk skólaárið 2019-2020:

Fimmtudagur 19. september 2019 7. bekkur íslenska

Föstudagur 20. september 2019 7. bekkur stærðfræði

 

Samræmd könnunarpróf í 4. bekk skólaárið 2019-2020:

Fimmtudagur 26. september 2019 4. bekkur íslenska

Föstudagur 27. september 2019 4. bekkur stærðfræði

 

Varaprófdagar verða 3. og 4. október 2019 vegna ofangreindra prófa.

Próftími er breytilegur eftir aldri nemenda, 70 mínútur í 4. bekk og 80 mínútur í 7.

 

bekk.