Námsmat

Einkunnagjöf

 

Matsviðmið eru lýsing á hversu vel nemandi hefur skilgreinda hæfni á valdi sínu. Lýsingarnar eru tengdar einkunnunum A, B og C. 

 

Matskvarðinn er skilgreindur sem sex einkunnir: A, B+, B, C+, C og D. 

 

Matsviðmið fyrir A: Einkunnina A fá þeir sem sýna framúrskarandi hæfni.

Matsviðmið fyrir B+: Nemandi hefur náð öllum viðmiðum einkunnarinnar B og að hluta til hæfni A.

Matsviðmið fyrir B: Góð hæfni og frammistaða í námi. Gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni.

Matsviðmið fyrir C+: Nemandi hefur náð öllum viðmiðum einkunnarinnar C og hluta til hæfni B

Matsviðmið fyrir C: Sæmileg hæfni. Þeir sem standast ekki þær kröfur sem gerðar eru í B einkunnar viðmiðum.

Matsviðmið fyrir D: Lýsir hæfni í námi sem nær ekki viðmiðum sem lýst er í C einkunn. Gerð er grein fyrir hæfni nemanda út frá einstaklingsmiðaðri námskrá og áætlun.

 

Í grunnskólum er nokkur hópur nemenda sem stundar ekki nám sitt að fullu samkvæmt skilgreindum hæfni- og matsviðmiðum, heldur að hluta eða öllu leyti eftir aðlagaðri námskrá og viðmiðum í samræmi við metnar sérþarfir.   Þar sem það á við skal merkja vitnisburðinn með stjörnu (*). Þannig fá nemendur A*, B*, C* eða D* í samræmi við hvernig þeir ná einstaklingsbundnum matsviðmiðum sínum.

 

 

Nemendur í 8. – 10. bekk verða metnir þannig að allar einkunnir verða í bókstöfum eða notast verður við matið lokið / ólokið í einhverjum greinum.