Kennsluáætlanir 9.-10. bekkur vorönn 2019

Kennsluáætlun vor 2019

7.8.9. og 10. bekkur

Íþróttir

Janúar

 

Skotbolti

brennó

Kíló (sparkó)

Körfubolti

Stöðvar(þrek)

Þrekpróf

 

Febrúar

 

Handbolti

Softbandy

Badminton

Stöðvar(bolti)

Þrek og þol

liðleikapróf

Mars

 

Leikir

Fótbolti

Körfubolti

Fimleikar

Stöðvar(bolti)

Þrek og þol

Stökk-kraftspróf

apríl

 

Körfubolti(spil)

Handbolti(spil)

Fótbolti(spil)

Mini-tarzan

Þrek og þol

Mai

Útileikfimi

 

Hafnarbolti

fótbolti

Kíló

Bandy

Þrek og þol

cooperstest

 

Sund

 

Janúar

 

Leikir

Skriðsund

Baksund

Skólabaksund

Boðsund

Frjálst

Febrúar

 

Leikir

Bringusund

Skriðsund

Baksund

Skólabaksund

 

Mars

 

Leikir

kappsund

Skriðsund

Bringusund

baksund

Apríl

 

Leikir

Frjálst

Waterpolo

Björgunarsund

skólabaksund

Mai

 

Leikir

Skriðsund

Bringusund

Baksund

Frjálst

Björgunarsund

Fatasund


Kennsluáætlanir 9.-10. bekkur haustönn 2018

Íslenska 9.-10. b

Íslenska 9. -10. Bekkur  Unglingakjarni

 Markmið:

Áhersla er lögð á skilning á sögulegu, menningarlegu og félagslegu gildi íslenskrar tungu og bókmennta.

Að nemendur geri sér grein fyrir margbrotnu hlutverki móðurmálsins í daglegu lífi, notkun þess við ólíkar aðstæður og nái valdi á þeim þáttum móðurmálsins sem aðalnámskrá grunnskóla kveður á um.

Lestur og bókmenntir Að nemendur:

 · Lesi mismunandi tegundir bókmennta, svo sem skáldsögur, þjóðsögur, goðsögur, ljóð og a.m.k.   eina Íslendinga sögu.

· Geti lesið sér til ánægju og gert grein fyrir þeim áhrifum sem tiltekinn texti hefur á þá.

· Auki orðaforða sinn og skilning á mikilvægi ríkulegs orðaforða.

· Tileinki sér grunnhugtök bókmenntafræðinnar í umfjöllun um bókmenntir og þjálfist í að beita þeim, svo sem sjónarhorni, sögusviði, tíma, minni, fléttu og boðskap.

· Geti gert grein fyrir aðalatriðum texta og endursagt efni í stuttu máli og af öryggi.

 · Geti beitt algengum hugtökum í bragfræði í umfjöllun um ljóð frá ýmsum tímum og túlkað þau.

 · Geti aflað sér upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum, svo sem úr bókum og af Netinu, skoðað það með gagnrýnu hugarfari og lagt á það mat.

Málfræði

· Geti nýtt sér málfræðikunnáttu sína við orðmyndun og stafsetningu.

· Þekki alla orðflokka og undirflokka fornafna.

· Þekki öll beygingaratriði sagna.

· Geti fullgreint fallorð.

· Kunni skil á helstu aðferðum orðmyndunar.

· Tileinki sér muninn á málshætti og orðtaki.

· Tileinki sér grundvallaratriði setningafræði, svo sem frumlag, umsögn og andlag.

Ritun

· Þekki allar helstu stafsetningarreglur og geti beitt þeim.

· Tileinki sér allar helstu reglur við greinarmerkjasetningu.

· Tileinki sér helstu reglur við skráningu heimilda.

· Þjálfist í ritun mismunandi texta, svo sem stílritgerða og rökfærsluritgerða.

Talað mál og hlustun

· Geti tjáð sig á góðu máli í umræðum og frammi fyrir hópi.

· Geti gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt mál sitt.

· Tileinki sér viðeigandi framkomu þegar hlustað er á upplestur sem og í umræðum.

Efnisþættir Nemendur fá sérstakan lista yfir helstu efnisatriði (gátlista).

Kennsluaðferðir Bein kennsla, verkefnavinna (einstaklings- og hópverkefni). Áhersla er á að nemendur þjálfist í að svara spurningum, munnlega og skriflega, á hnitmiðaðan hátt og með gagnrýnu hugarfari. Tækifæri til skapandi skrifa eða myndrænnar framsetningar verða nýtt eftir föngum.

 

Námsmat Próf úr einstökum efnisþáttum, ritgerðir, hópverkefni, lokapróf.

Danska 9.-10. b

Námsáætlun

Danska – haust 2018

9.- 10.  bekkur, 2 vikustundir

 Verklag í dönskunámi Unnið er út frá hæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla sem eru: hlustun, lesskilningur, málnotkun, ritun, samskipti og menning. Leitast er við að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir. Nemendur vinna ýmist einir, sem pör eða í hóp. Lögð er áhersla á samvinnu og sjálfstæði nemenda. Notuð verður lestrar- og vinnubókin SMIL, eftir Ásdísi Grétarsdóttur og Ernu Jessen. Lesnir eru kaflarnir: o Vikingerne o Se, læs og hør o Jeg elsker Danmark

Hjápargögn fyrir nemendur: Orðabækur á netinu: www.islex.is Réttritunarorðabók: www.ordnet.dk, www.sproget.dk Rafrænt efni SMIL: Hljóðbók, Hlustunaræfingar vinnubók A, Hlustunaræfingar vinnubók B, Nemandabók, Vinnubók A, Vinnubók B Lige i lommen: https://www1.mms.is/lige_i_lommen/# Taleboblen HÍ:https://taleboblen.hi.is/index-taleboblen.fcgi/ Duolingo: Duolingo classroom Staða í námi (hæfni) er metin skv. námsmati (sjá eftirfarandi töflu). Vinnueinkunn er metin eftir ástundun nemenda, vinnu í tímum auk heimavinnu.

Staða í námi (hæfni) er metin skv. námsmati (sjá eftirfarandi töflu). Vinnueinkunn er metin eftir ástundun nemenda, vinnu í tímum auk heimavinnu. Tímabil Náms- og viðfangsefni Námsmat Hæfniviðmið 23. Ágúst – 28. September Verkefni unnin úr SMIL (Vikingerne) ásamt hlustunaræfingum Danskir þættir frá DR og tónlist 120 hyppigste ord Málfræði – Nafnorð Rítun Diktat Bókaskýrsla Hlustun Að nemandi geti skilið í meginatriðum samtöl og viðtöl um efni tengt daglegu lífi og efni sem tengist viðfangsefnum námsins og nýtt sér í ræðu og riti. Að nemandi geti fylgt þræði í aðgengilegu fjölmiðlaefni og efni

Enska

Kennsluáætlun Enska – 9.-10. b

 2,5 vikustundir auk þess tvær 15 stunda vikulotur. Samkennsla

Kennarar: Sigurður Leosson. Birt með fyrirvara um breytingar

Verklag í ensku:

 Námi í ensku er skipt í námslotur sem miðast við hæfniviðmið Aðalnámsskrár Grunnskóla og eru: hlustun, frásögn, lesskilningur, ritun, samskipti og menningarlæsi. Viðfangsefni námslotanna eru aðlöguð árgöngum út frá hæfniviðmiðum. Þannig verður stöðug framvinda hæfni innan námshlutanna frá 9. – 10. bekkjar.

 Í hverjum námshluta er þannig unnið með tiltekin viðfangsefni hæfniviðmiðanna og þreyta nemendur margvísleg verkefni sem þjálfa þá hæfni. Í lok námshlutans er svo námsmat sem metur stöðu nemandans í samræmi við viðkomandi hæfniviðmið.

 Lykilhæfni:

Sem og í öðrum fögum verður lykilhæfni metin í ensku. Sú hæfni getur orðið til breytinga á námsmati. Nemendur þurfa því að hafa lykilhæfni í huga í öllu enskunámi. Þannig gætu til dæmis vönduð vinnubrögð, virkni í hópastarfi, mikið frumkvæði o.s.fr. haft áhrif á námsmat nemenda.

● Tjáning og miðlun
● Skapandi og gagnrýnin hugsun
● Sjálfstæði og samvinna
● Nýting miðla og upplýsinga
● Ábyrgð og mat á eigin námi

Námsbækur: Námsefni frá kennara en stuðst er við Spotlight og léttlestrarbækur, ýmsar greinar, lög og texta

 

Verkefnaskil:

● Ef nemandi er ekki viðstaddur í námsmati án leyfis, fær hann D í einkunn fyrir það námsmat
● Ef nemandi er með leyfi á námsmatsdegi, skal hann tilbúinn að þreyta það þegar hann snýr aftur úr leyfi, nema að um annað sé samið

Stærðfræði

9. bekkur Námsáætlun í Stærðfræði haust 2018-2019

Almennt / Verklag

Nemendur eru 3 tíma í stærðfræði og  í lotum en hver lota er 15 kennslustundir á viku. Breytingar geti orðið á áætluninni sem við tilkynnum eins fljótt og auðið er.

Námsefni og námsmat

Verkefni, kannanir, ástundun og lykilhæfni  Almenn stærðfræði 2 (Skali 2A og 2B )

Lykilhæfni snertir allt almennt nám og allar námsgreinar þar á meðal námsmat í stærðfræði. Þannig geta t.d. vönduð vinnubrögð, góð samvinna í hópastarfi og frumkvæði haft áhrif á námsmat nemenda. Hæfniviðmið fyrir lykilhæfni skiptast í fimm flokka:

1. Tjáningu og miðlun,
2. skapandi og gagnrýna hugsun.
3. Sjálfstæði og samvinnu
4. nýtingu miðla og upplýsinga og
5. ábyrgð og mat á eigin námi.

Náms- / viðfangsefni Hæfniviðmið

1.       Talnareikningur Prósentur Veldi Ferningsrót Teningstölur Staðalform Mengjaform

Að nemandi geti:

• geti reiknað með prósentum, prómillum og prósentustigum

• geti nýtt sér veldareglur og reiknað með veldum

• þekki ferningsrætur, ferningstölur og teningstölur

• geti skrifað og reiknað með tölum, skráðum á staðalformi

• geti flokkað tölur og gagnasöfn og sett fram niðurstöður á mengjaformi

 

2.       Föll Línuleg föll Gildistöflur Föll og daglegt líf

Að nemandi geti:

• þekki jöfnu beinnar línu

• þekki og geti fundið hallatölu og skurðpunkt við Y-ás (fastalið) með mismunandi aðferðum • geti sett upplýsingar í hnitakerfi og túlkað

• geti unnið úr raunverulegum upplýsingum og túlkað

3.       Mál og mælieiningar Tímaútreikningar Mælieiningar

Að nemandi geti:

• breytt tímaeiningum í tugabrot

• reiknað út tímamismun

• breytt tíma eftir tímabeltum

• notað réttar mælieiningar

• breytt mismunandi mælieiningum til að mæla lengd, flatarmál og rúmmál

• reiknað með mælieiningum fyrir massa og breytt úr einni mælieiningu í aðra

• valið og notað rétt mælitæki

4.       Rúmfræði og útreikningar

Flatarmál Rúmmál Að nemandi geti:

• reiknað ummál og flatarmál tvívíðra forma, t.d. hrings, þríhyrnings og ferhyrnings.

• reiknað yfirborðsflatarmál og rúmmál þrívíðra forma, t.d. kúlu, þrístrendings og tenings.

5.       Líkur og talningafræði

Líkur sem almenn brot, tugabrot og prósentur Líkur í daglegu lífi Jafnar og ójafnar líkur Að nemandi geti:

• reiknað út líkur fyrir einföld tilvik og skráð þær með almennum brotum, tugabrotum og prósentum

• þekki muninn á jöfnum og ójöfnum líkum

• geti fundið útkomumegni og greint á milli háðra og óháðra útkoma

• geti reiknað út fjölda mögulegra samsetninga

• Skilji hugtökin sammengi, sniðmengi og fyllimengi gagna og yfirfært í vennmyndir

 

Dæmi um hæfniviðmið fyrir lykilhæfni

1.       Tjáning og miðlun

 

a) notað stærðfræðileg hugtök og tjáð sig munnlega og skriflega um þau.

b) undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði.

c) notað viðeigandi hugtök og fjölbreyttar aðferðir við að miðla þekkingu sinni og leikni

 

2.       Skapandi og gagnrýnin hugsun:

a) nýtt sér niðurstöður á gagnrýninn og skapandi hátt

b) tekið afstöðu til gagna og upplýsinga, dregið ályktanir og skapað eigin merkingu

c) beitt gagnrýninni hugsun við mótun og miðlun viðfangsefna á skapandi hátt.

 

3.       Sjálfstæði og samvinna:
 Hæfniviðmið:

a) unnið sjálfstætt eða í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna

b) tekið frumkvæði í námi sínu og verið sjálfstæður og ábyrgur í vinnubrögðum unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og lagt sitt af mörkum í uppbyggilegu samstarfi

 

4.       Nýting miðla og upplýsinga:

Hæfniviðmið:

a) rannsakað fyrirbæri og sett niðurstöður fram á skipulegan hátt m.a. með skráningu, teikningum og upplýsingatækni.

b) nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan hátt við að leita upplýsinga og til stuðnings í námi sínu,

c) notað fjölbreytta miðla við skipulag, þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda.

 

5.       Ábyrgð og mat á eigin námi:

Hæfniviðmið:

a) sett sér markmið um frammistöðu og framvindu eigin náms, unnið eftir þeim og lagt mat á hvernig til hefur tekist,

 

b) skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár.

Námsáætlun Stærðfræðihaust 2018   10. Bekkur

 3 kennslustundir á viku auk þess 4 vikulotur 15 stundir í hverri á haustönn

Kennari: Sigurður Leosson

Námsefni og námsmat

Námsefni: Almenn Stærðfræði 3 (Skali 3A og 3B)

Verkefni, kannanir, ástundun og lykilhæfni

Lykilhæfni snertir allt almennt nám og allar námsgreinar þar á meðal námsmat í stærðfræði. Þannig geta t.d. vönduð vinnubrögð, góð samvinna í hópastarfi og frumkvæði haft áhrif á námsmat nemenda. Hæfniviðmið fyrir lykilhæfni skiptast í fimm flokka:

• Tjáning og miðlun
• Skapandi og gagnrýnin hugsun
• Sjálfstæði og samvinna
• Nýting miðla og upplýsinga
• Ábyrgð og mat á eigin námi

 

Yfirferð

Náms- / viðfangsefni Námsmat  Hæfniviðmið

Hæfniviðmið:

Að nemandi geti:
– notað hugtök og táknmál stærðfræðinnar til að setja fram, tákna og leysa hversdagsleg og fræðileg vandamál,
 – tjáð sig um stærðfræðileg efni munnlega, skriflega og myndrænt, af nákvæmni og túlkað framsetningu annarra á stærðfræðilegu efni,
– leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi, með fjölbreyttum aðferðum, – notað almenn brot, tugabrot og prósentur við útreikninga á daglegum viðfangsefnum

 

Þríhyrningsútreikningar
– reikna út lengd óþekktrar hliðar í rétthyrndum þríhyrningi
– reikna út lengd hliða í sérstökum tegundum þríhyrninga
– færa rök fyrir hvers vegna form eru einslaga
– reikna út lengd hliða í einslaga myndum Landakort og mælikvarði
– finna mælikvarða sem hlutfall milli eftirmyndar og frummyndar
– nota mælikvarða til að reikna út fjarlægðir á landakorti

Hæfniviðmið

Að nemandi geti:
– notað mælikvarða
– unnið með einslaga form,
– útskýrt setningu Pýþagórasar og nýtt hana við lausn ýmissa viðfangsefna
– reiknað hliðarlengdir og horn út frá þekktum eiginleikum,
– reglu um hornasummu í marghyrningi og beitt henni í margvíslegu samhengi.
– mælt ummál, flöt og rými, reiknað stærð þeirra og útskýrt hvað felst í mælihugtakinu,
– sett fram einföld rúmfræðileg rök og sannanir

 

Algebra og jöfnur og Föll og viðbótarefni

Línulegar jöfnur og línuleg jöfnuhneppi
– leysa línuleg jöfnuhneppi með innsetningaraðferðinni
– leysa línuleg jöfnuhneppi með samlagningaraðferðinn
– leysa línuleg jöfnuhneppi með grafískri aðferð, þ.e. með teikningu
– setja upp og leysa línuleg jöfnuhneppi sem tengjast aðstæðum úr daglegu lífi
– reikna með formúlum Bókstafareikningur
– deila með almennum brotum í almenn brot
– reikna með almennum brotum þar sem teljari og nefnari geta innihaldið bókstafi
– þátta algebrustæður
– stytta almenn brot með bókstafssstæðum Jöfnur leystar með þáttun. Ferningsreglurnar og ójöfnur
– þátta annars stigs stæður
– nota ferningsreglunar í báðar áttir
– leysa annars stigs jöfnur með þáttun, ferningsreglunum, samokareglunni og núllpunktsreglunni
– leysa fyrsta stigs ójöfnur Annars stigs föll
– bera kennsl á annars stigs föll – teikna fleygboga út frá fallstæðu
gja til um topp- eða botnpunkt (hæsta og lægsta fildi) fleygborga

finna jöfnu annars stigs falls þegar grafið er þekkt
– lýsa hliðrun fallsins x2 yfir í (x-a)2 + b
– Öfugt hlutfall
– sjá tengsl milli hlutfallsstærða og stærða sem eru í öfugu hlutfalli hvorar við aðra – sýna stærðir í öfugu hlutfalli hvorar við aðra á mismunandi vegu
– ganga úr skugga um hjvort tævr stærðir eru í öfugu hlutfalli hvor við aðra
– finna topppunkta og botnpunkta (hæstu og lægstu gildi ) nokkurra falla

Hæfniviðmið

Að nemandi geti:
– lesið úr táknmáli stærðfræðinnar, notað það á merkingarbæran hátt, t.d. þýtt af daglegu máli yfir á táknmál stærðfræðinnar
– reiknað með ræðum tölum, m.a. við lausnir á jöfnum og öðrum viðfangsefnum algebru
– rannsakað mynstur og alhæft um þau, leyst jöfnur, notað breytistærðir og lýst sambandi þeirra með stæðum og föllum,
– leyst jöfnur og einfaldar ójöfnur, leyst saman jöfnur með fleiri en einni óþekktri stærð,
– ákvarðað lausnir á jöfnum og jöfnuhneppum með myndritum og lýst sambandi breytistærða með föllum.

Önnur markmið sem verða höfð til hliðsjónar í allan vetur þvert á námsefnið eru:

 

– Nemandi getur lesið úr táknmáli stærðfræðinnar, notað það á merkingarbæran hátt, t.d. þýtt af daglegu máli yfir á táknmál stærðfræðinnar