Kennsluáætlanir 7.-8. bekkur vorönn 2019
Kennsluáætlun vor 2019
7.8.9. og 10. bekkur
Íþróttir
Janúar
Skotbolti brennó Kíló (sparkó) Körfubolti Stöðvar(þrek) Þrekpróf
| Febrúar
Handbolti Softbandy Badminton Stöðvar(bolti) Þrek og þol liðleikapróf | Mars
Leikir Fótbolti Körfubolti Fimleikar Stöðvar(bolti) Þrek og þol Stökk-kraftspróf | apríl
Körfubolti(spil) Handbolti(spil) Fótbolti(spil) Mini-tarzan Þrek og þol | Mai Útileikfimi
Hafnarbolti fótbolti Kíló Bandy Þrek og þol cooperstest |
Sund
Janúar
Leikir Skriðsund Baksund Skólabaksund Boðsund Frjálst | Febrúar
Leikir Bringusund Skriðsund Baksund Skólabaksund
| Mars
Leikir kappsund Skriðsund Bringusund baksund | Apríl
Leikir Frjálst Waterpolo Björgunarsund skólabaksund | Mai
Leikir Skriðsund Bringusund Baksund Frjálst Björgunarsund Fatasund |
Kennsluáætlnair haustönn 2018
Íslenska
Markmið
Traust kunnátta í móðurmáli er meginundirstaða staðgóðrar menntunar.
Leitast verður við að þjálfa nemendur í öllum fjórum færniþáttunum sem hæfniviðmiðin standa saman af: Talað mál, hlustun og áhorf, lestur og bókmenntir, ritun og málfræði.
Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og tengist öllum námssviðum. Hún snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi.
Íslenska sem annað tungumál
Það er mikilvægt viðfangsefni að bæta íslenskukunnáttu þeirra nemenda sem hafa annað mál en íslensku að móðurmáli. Hæfni í íslensku er meginforsenda þess að þeir verði að virkum þátttakendum í samfélagi lýðræðis og jafnréttis og geti lagt stund á almennt nám í íslenskum skólum.
Námsefni
Markmið í íslensku eru í samræmi við markmið Aðalnámskrár. Til að ná þeim markmiðum er notast við eftirfarandi námsgögn:
· Orðspor 3, lesbók
· Orðspor 3, vinnubók
· Flökkuskinna, Söguskinna og Töfraskinna
· Lesið til skilnings, fyrsti og annar Smellur
· Laxdæla saga
· Óðinn og bræður hans, Lífið í Ásgarði og Æsir á fljúgandi ferð
· Efni af vef www.mms.is , www.skolavefurinn.is o.fl.
· Einnig verður notast við handbækur s.s. Málvísi, Hugfinn og Beinagrindur
Skipulag
Skipulag kennslunnar verður fjölbreytt, s.s. einstaklingsnám, samvinnunám, hringekja, söguaðferðin, útikennsla og stöðvavinna.
Í skólastofunni sköpum við notalegt umhverfi og aðstæður til náms þar sem nemendur finna til öryggis svo nemendur geti tekið út faglegan og félagslegan þroska og þjálfast í lýðræðis-legum vinnubrögðum í samvinnu við skólasystkini og kennara.
Námsmat
Megintilgangur námsmats í íslensku er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og laga kennslu að þörfum þeirra. Námsmat er ætíð í gangi og það er órjúfanlegur hluti náms og kennslu. Námsmatið saman stendur einnig af:
· Lestrarprófum í september, janúar og maí
· Málfræðikönnunum
· Haustannarpróf
· Vorannarpróf
Stærðfræði 7.b
Markmið
Megintilgangur náms í stærðfræði er að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota stærðfræði sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður.
Leitast verður við að þjálfa nemendur í öllum sjö færniþáttunum sem hæfniviðmiðin standa saman af: Að geta spurt og svarað með stærðfræði, að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar, vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar,
tölur og reikningur, algebra, rúmfræði og mælingar og tölfræði og líkindi.
Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og tengist öllum námssviðum. Hún snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi.
Námsefni
Markmið í stærðfræði eru í samræmi við markmið Aðalnámskrár. Til að ná þeim markmiðum er notast við eftirfarandi námsgögn:
· Stika 3a og b
· Efni af vef www.mms.is , www.skolavefurinn.is o.fl.
· Þjálfunarefni frá kennara þar sem þess þarf
Skipulag
Skipulag kennslunnar þarf að haga þannig að nemendur fái áhuga á stærðfræði, að þeim áhuga sé viðhaldið og að nemendur öðlist tiltrú á eigin hæfni til að beita henni við margvíslegar aðstæður og leysa fjölbreytt viðfangsefni. Kennslan þarf að byggjast á virðingu fyrir hugsun nemenda, margbreytileika þeirra og miða að því að stærðfræðin verði þeim öllum uppspretta merkingar.
Í skólastofunni sköpum við notalegt umhverfi og aðstæður til náms þar sem nemendur finna til öryggis svo nemendur geti tekið út faglegan og félagslegan þroska og þjálfast í lýðræðis-legum vinnubrögðum í samvinnu við skólasystkini og kennara.
Námsmat
Megintilgangur námsmats í stærðfræði er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og laga kennslu að þörfum þeirra. Námsmat er ætíð í gangi og það er órjúfanlegur hluti náms og kennslu. Námsmatið saman stendur einnig af:
· Kaflapróf
· Haustannarpróf
· Vorannarpróf
Enska
Markmið
Hæfniviðmiðum fyrir erlend tungumál er skipt upp í þrjú stig. Nemendur í 7. og 8. bekk hafa lært ensku 3 ár og því miðum við að ná 2.stigs hæfni í vetur.
Leitast verður við að þjálfa nemendur í öllum sjö færniþáttunum sem hæfniviðmiðin standa saman af: hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og námshæfni.
Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og tengist öllum námssviðum. Hún snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi.
Námsefni
Markmið í ensku eru í samræmi við markmið Aðalnámskrár. Til að ná þeim markmiðum er notast við eftirfarandi námsgögn:
· Spotlight 8, lesbók
· Spotlight 8, vinnubók
· Efni af vef www.mms.is
Einnig verður notast við tónlist, myndbönd og léttlestrarbækur.
Skipulag
Skipulag kennslunnar verður fjölbreytt, s.s. einstaklingsnám, samvinnunám, hringekja, söguaðferðin, útikennsla og stöðvavinna.
Í skólastofunni sköpum við notalegt umhverfi og aðstæður til náms þar sem nemendur finna til öryggis svo nemendur geti tekið út faglegan og félagslegan þroska og þjálfast í lýðræðis-legum vinnubrögðum í samvinnu við skólasystkini og kennara.
Námsmat
Megintilgangur námsmats í ensku er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og laga kennslu að þörfum þeirra. Námsmat er ætíð í gangi og það er órjúfanlegur hluti náms og kennslu. Námsmatið saman stendur einnig af:
· Kaflapróf, orðaforði
· Málfræði
· Haustannarpróf
· Vorannarpróf
Danska
Markmið
Hæfniviðmiðum fyrir erlend tungumál er skipt upp í þrjú stig. Nemendur í 7. og 8. bekk eru byrjendur í Norðurlandamáli, því miðum við að ná 1.stigs hæfni í vetur.
Leitast verður við að þjálfa nemendur í öllum sjö færniþáttunum sem hæfniviðmiðin standa saman af: hlustun, lesskilning, samskipti, frásögn, ritun, menningarlæsi og námshæfni.
Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og tengist öllum námssviðum. Hún snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin námi.
Námsefni
Markmið í dönsku eru í samræmi við markmið Aðalnámskrár. Til að ná þeim markmiðum er notast við eftirfarandi námsgögn:
· Smart, lesbók
· Smart, vinnubók
· Málfræðiverkefni
· Efni af vef www.mms.is
Einnig verður notast við tónlist, myndbönd og léttlestrarbækur.
Skipulag
Skipulag kennslunnar verður fjölbreytt, s.s. einstaklingsnám, samvinnunám, hringekja, söguaðferðin, útikennsla og stöðvavinna.
Í skólastofunni sköpum við notalegt umhverfi og aðstæður til náms þar sem nemendur finna til öryggis svo nemendur geti tekið út faglegan og félagslegan þroska og þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum í samvinnu við skólasystkini og kennara.
Námsmat
Megintilgangur námsmats í dönsku er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og laga kennslu að þörfum þeirra. Námsmat er ætíð í gangi og það er órjúfanlegur hluti náms og kennslu. Námsmatið saman stendur einnig af:
· Kaflapróf, orðaforði
· Haustannarpróf
· Vorannarpróf