Heimasíðan komin í lag

Heimasíðan hefur legið niðri síðan í byrjun febrúar og er nú loksins komin í lag. En margt hefur á daga okkar drifið síðan við settum inn síðustu færslu. Við höfum þó verið dugleg að miðla fréttum á facebook síðu skólans […]

Starfsnám á unglingastigi

Í Tálknafjarðarskóla hefur nú verið tekið upp á þeirri nýjung að bjóða uppá starfsnám á unglingastigi á vorönn. Starfsnámið fellur undir valgreinar en nemendur hafa til þess tvær klst á hverjum miðvikudegi út vorönn í skipulagt starfsnám. Hugmyndin kviknaði eftir […]

Þorrablót skólans

Þorrablót skólans fór fram í dag miðvikudaginn 29. janúar í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar. Þar komu nemendur fram og sungu eða fóru með vísur. 10. bekkur fór með annál þar sem þau sögðu frá skólagöngu sinni í máli og myndum. Í lokin […]

Bóndadagsdögurður

Föstudaginn 24. janúar var haldið uppá Bóndadaginn í Tálknafjarðarskóla með því að bjóða öllum pöbbum, öfum, bræðrum og frændum í dögurð í skólanum sem nemendur höfðu útbúið. Boðið var uppá fínustu veitingar og síðan voru nemendur með skemmtiatriði. Mikil lukka […]

Þrettándanum fagnað

Þrettándinn er haldinn 6. janúar ár hvert og er stytting á þrettándi dagur jóla, almennt kallaður síðasti dagur jóla. Við í Tálknafjarðarskóla gerðum okkur glaðan dag og hófum skóladaginn á því að fara á útikennslusvæðið okkar, gerðum lítið bál, sungum […]

Litlu jólin

Litlu jólin í Tálknafjarðarskóla voru haldin hátíðleg 19. desember. Nemendur hittust með kennurum í bekkjarstofum sínum og áttu góða stund þar sem meðal annars var hlustað á jólalög, jólasögu, skoðuð jólakort og notið veitinga. Síðan var haldið í salinn og […]

Aukinn tölvukostur skólans

Fyrir stuttu bárust skólanum 7 nýjar chromebook tölvur sem fengust með styrk úr Nemendasjóði skólans. Umsjónarkennari 3.-6. bekkjar sótti um í sjóðinn og með þessum styrk fengu allir nemendur miðstigs tölvu til eigin nota. Í dag eru því 1:1 chromebook […]