Kæru foreldrar og forráðamenn. Nú er seinustu kennsluviku á grunnskólastigi lokið fyrir páska og páskafríið þeirra formlega hafið en leikskólinn verður áfram opinn í næstu viku eða þar til á skírdag fimmtudaginn 9. apríl. Skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 14. apríl. […]
Matseðlar nemenda
Í Tálknafjarðarskóla leggjum við mikla áherslu á nemendalýðræði með þeim hætti að leyfa rödd nemandans að heyrast til þess að nemendur fái tækifæri til að hafa áhrif á skólastarfið. Einn liður í því er að fá nemendur til þess að […]
Netskákmót Grunnskólanna á Vestfjörðum
Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Vestfjörðum blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund. Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.com […]
Póstur frá skólastjóra
Kæru foreldrar Í dag var starfsdagur þar sem við fórum yfir síðastliðna viku og rýndum í breyttar aðstæður. Við fáum skýrar leiðbeiningar frá sóttvarnarlækni sem og yfirvöldum og reynum okkar besta að halda uppi skólastarfi eins og mögulegt er. Mikið […]
A.t.h. breyting – starfsdagur á morgun mánudaginn 16. mars
Kæru foreldrar og forráðamenn Rétt í þessu fengu skólar að vita um harðar aðgerðir varðandi skólahald sem öllum skólum á landinu ber að fara eftir og er um samræmdar aðgerðir að ræða burtséð frá landfræðilegri staðsetningu. Um er að ræða […]
Upplýsingapóstur skólastjóra
Það er óhætt að að segja að það hafi dregið til tíðinda í dag en á blaðamannafundi sem haldinn var fyrr í dag kom fram að loka ætti framhalds- og háskólum um allt land en ekki leik- og grunnskólum. Skólinn […]
Heimasíðan komin í lag
Heimasíðan hefur legið niðri síðan í byrjun febrúar og er nú loksins komin í lag. En margt hefur á daga okkar drifið síðan við settum inn síðustu færslu. Við höfum þó verið dugleg að miðla fréttum á facebook síðu skólans […]
Starfsnám á unglingastigi
Í Tálknafjarðarskóla hefur nú verið tekið upp á þeirri nýjung að bjóða uppá starfsnám á unglingastigi á vorönn. Starfsnámið fellur undir valgreinar en nemendur hafa til þess tvær klst á hverjum miðvikudegi út vorönn í skipulagt starfsnám. Hugmyndin kviknaði eftir […]
Þorrablót skólans
Þorrablót skólans fór fram í dag miðvikudaginn 29. janúar í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar. Þar komu nemendur fram og sungu eða fóru með vísur. 10. bekkur fór með annál þar sem þau sögðu frá skólagöngu sinni í máli og myndum. Í lokin […]
Bóndadagsdögurður
Föstudaginn 24. janúar var haldið uppá Bóndadaginn í Tálknafjarðarskóla með því að bjóða öllum pöbbum, öfum, bræðrum og frændum í dögurð í skólanum sem nemendur höfðu útbúið. Boðið var uppá fínustu veitingar og síðan voru nemendur með skemmtiatriði. Mikil lukka […]
Skipulagsdagur – Námskeið fyrir starfsmenn
Á skipulagsdegi þann 13. janúar fengu starfsmenn námskeið sem heitir Tilfinningalæsi og seigla. Höfundar námskeiðsins er Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir Strandberg. Þær hafa báðar menntun í, meðal annars, hugrænni atferlismeðferð. Verkefnið er forvarnarvinna og viðbragðsáætlun sem mun nýtast […]
Þrettándanum fagnað
Þrettándinn er haldinn 6. janúar ár hvert og er stytting á þrettándi dagur jóla, almennt kallaður síðasti dagur jóla. Við í Tálknafjarðarskóla gerðum okkur glaðan dag og hófum skóladaginn á því að fara á útikennslusvæðið okkar, gerðum lítið bál, sungum […]
Litlu jólin
Litlu jólin í Tálknafjarðarskóla voru haldin hátíðleg 19. desember. Nemendur hittust með kennurum í bekkjarstofum sínum og áttu góða stund þar sem meðal annars var hlustað á jólalög, jólasögu, skoðuð jólakort og notið veitinga. Síðan var haldið í salinn og […]
Klukkustund Kóðunar með Code og Kodable
Nemendur í Tálknafjarðarskóla tóku þátt í alheimsverkefninu Hour of Code eða Klukkustund kóðunar í seinustu viku. Tálknafjarðarskóli var einn af 36 skólum á Íslandi sem tóku þátt. Klukkustund kóðunar er einnar klukkustundar kynning á tölvunarfræði sem er ætlað að svipta […]