Fundur - 16. Desember 2019 kl 14.00

Mætt: Birna, Lára, Birgitta, Arnór Ingi, Isabella Rut, Margrét Magnúsdóttir og María Kuzmenko.

Sérfræðiþjónusta

  • Ráðgjöf til starfsmanna
  • Talmeinafræðingar
   • greiningar
  • Námsráðgjöf
 • Litla Kvíðameðferðarstöðin – https://www.litlakms.is/
  • Sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni.
  • Greiningarviðtöl
  • Meðferðir 

Námsaðlögun

 • Námsaðlögun er hugtak sem lýsir einfaldri hugmynd, að leitast við að mæta þörfum allra nemenda í námi. En þó að hugmyndin sé einföld er hún svo sannarlega ekki einföld í framkvæmd. Fyrir sterka námsmenn þýðir það tækifæri til að fara eins langt og hægt er, fyrir seinfæra nemendur þýðir það hugsanlega að fá meiri aðstoð. Allir nemendur hafa ólíka hæfileika, námsnið, áhugamál og þarfir og því þarf að mæta. Það er það sem námsaðlögun gengur út á.

Kennsluaðferðir

 • Innleiðing fjölbreyttra kennsluaðferða á skólaárinu
 • Skapandi aðferðir
 • Leitarnámsaðferðir
 • Hlutverkaleikir
 • Þemanám
 • Tækni
 • Hópavinna og Einstaklingsmiðuð vinna

Niðurstöður samræmdra prófa og læsisprófa

 • Samræmd próf 4. Bekkur í september
  • Kom ágætlega út bæði í íslensku og stærðfræði þó aðeins betur í stærðfræði
  • Samræmd próf 9. Bekkur verður í mars 2020
 • Lesfimipróf tekin í september 2019, jan 2020 og maí 2020
  • Lesfimi hefði mátt koma betur út en þess ber þó að geta að septemberprófið kemur yfirleitt verr út þar sem börn eru nýkomin úr sumarfríi þar sem þau lesa minna/ekkert. Einnig var 1. bekkur með í þessu úrtaki sem hefur áhrif.

Námsmat

 • Fjölbreytt námsmat
 • Sjálfsmat
 • Jafningjamat
 • Hæfnimiðað og einstaklingsmiðað
 • Leiðsagnarmat
 • Markmið/viðmið
  1.  

Fundargerð skólaráðs 18. nóvember 2019

Mætt: Lára, Solveig, Birna og Freyja

 • Námsmarkmið skólans skoðuð út frá aðalnámskrá: Grunnþætti menntunar má nota til að halda utan um markmið skólakerfisins í heild og sérstakar áherslur hvers skóla eða skólastigs
  • læsi
  • sjálfbærni
  • lýðræði og mannréttindi
  • jafnrétti
  • heilbrigði og velferð
  • sköpun
 • framkvæmd agastefnu

  • Samkvæmt reglugerð nr.1040/20011 skal hver grunnskóli setja sér skólareglur þar sem fram koma skýr viðbrögð við brotum á reglunum. Stuðlað sé að jákvæðri hegðun og miðað sé að því að rækta persónuþroska og hæfni nemenda. Skólareglur varða allt skólasamfélagið, þ.e. starfsfólk skólans og stjórn hans, nemendur og foreldra. Skólareglur eru settar í samráði við skólaráð og leitast við að ná sem víðtækastri sátt um þær. Á hverju ári eru skólareglur kynntar nemendum og foreldrum þeirra og þær eru birtar á vef skólans. Umsjónarkennarar fjalla um reglurnar, þýðingu þeirra og hlutverk með nemendum eins oft og þurfa þykir. Í skólareglum er kveðið á um almenna umgengni, samskipti, háttsemi, stundvísi, ástundun náms, hollustu og heilbrigðar lífsvenjur, ábyrgð og skyldur. 

  • Samskipta- og umgengnisreglur Tálknafjarðarskóla verða samdar í byrjun árs 2020 út frá stefnumótun skólans.

 • Nemendafélag

  • 10gr. grunnskólalaga fjallar um nemendafélag og kemur eftirfarandi fram: Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, meðal annars um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr. 

  • Ráðið mun funda reglulega með umsjónarmanni nemendaráðs og halda fundargerð sem er birt á heimasíðu skólans. Umsjónarmaður nemendaráðs skólaárið 2019-2020 er Ágústa Ósk Aronsdóttir 

  • Verið er að semja reglur ráðsins – frestað til næsta fundar þar sem fulltrúar nemenda voru ekki á fundinum.

 • Hagsmunamál nemenda – frestað til næsta fundar þar sem fulltrúar nemenda voru ekki á fundinum.

Önnur mál:

 • Skólinn hefur sótt um að vera UNESCO skóli
  • Að vera UNESCO–skóli felur í sér langvarandi samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO, þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverju af fjórum þemum UNESCO–skóla: alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og/eða friður og mannréttindi. Skólarnir skuldbinda sig til að:

   • Halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna, þar er úr ótal dögum að velja svo sem alþjóðadaga: læsis, mannréttinda, hafsins, einhverfu, barnsins, friðar, jarðarinnar og vísinda.
   • Standa árlega fyrir einum viðburð sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Sem dæmi geta þetta verið þemadagar sem eiga samhljóm við gildi Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðin, sýningar af einhverjum tagi á verkefnum tengdum gildum Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðunum, viðburðir sem snúa að umhverfissvernd eða loftlagsaðgerðum eða góðgerðar viðburðir.
   • Skila árlega til Félags Sameinuðu þjóðanna yfirliti yfir þau verkefni sem skólinn hefur sinnt innan vettvangs skólanetsins.

Fundi slitið 15.45

Fundargerð skólaráðs 16. október 2019

Mætt: Birna, Arnór Ingi, Patrik, Svanhildur,  Solveig, Freyja og Lára

 • Freyja Magnúsdóttir komin í skólaráð fyrir hönd nærsamfélags
 • Klára þarf að finna varamenn
  • 1 foreldri
  • 1 starfsmann skólans
  • 1 nemandi
 • Rætt um heimanám
  • lestur á öllum stigum
  • einstaka heimaverkefni með fjölskyldunni
 • Farið yfir starfshætti nemendaverndarráðs
  • Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs.
  • Umsjónakennari skal vísa málefni nemenda skriflega til nemendaverndarráðs á þar til gerð eyðublöð. Þá geta fulltrúar í nemendaverndarráði haft frumkvæði að því að mál einstakra nemenda séu tekin upp. Starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur og fulltrúar sérfræðiþjónustu skólans geta einnig óskað eftir því við skólastjóra eða fulltrúa hans í nemendaverndarráði að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu
 • Rætt um framkvæmdamál innan skólans
  • Engar meiriháttar framkvæmdir í gangi eins og er
  • Fyrir liggja ýmis mál:

   • Vifta í eldhús

   • Tæki og umbætur á leikskólalóð

   • Umbætur á skólalóð

   • Málun á kennslustofum

   • Kaup á húsgögnum bæði fyrir starfsfólk og nemendur

 • Matsáætlun og innra mat kynnt
  • Innra mats teymi sett saman í nóvember

  • Drög að langtímaáætlun sýnt

 • Starfsáætlun lögð fyrir og samþykkt

Önnur mál:

 • Skipulagsskrá fyrir Nemendasjóð lögð fyrir og samþykkt

 

Fundi slitið 15.45

Fundargerð skólaráðs 30. september 2019

Mætt: Birna, Arnór Ingi, Patrik, Svanhildur,  Solveig, Aðalsteinn og Lára

 • Farið yfir hlutverk skólaráðs
 • Finna þarf varamenn
 • Lögð fram funda og starfsáætlun skólaráðs
 • Vetrarfrí og skipulag þess kynnt
 • Mötuneytismál rædd og almenn ánægja virðist ríkja með mat skólans
 • Skólanámsskrá rædd
 • Upplýsingamiðlun og upplýsingaflæði skólans rædd. Ánægja var meðal fundarmanna varðandi þennan þátt
 • Tilhögun námsmats; ekki eru lengur stór lokapróf heldur er símat í gangi og námsmatið fjölbreytt
 • Rætt um starfsemi foreldrafélags og samstarf heimila og skóla
 • Telma Ýr kemur inn á fundinn sem fulltrúi foreldra leikskólabarna.
 • Rætt um að finna fulltrúa nærsamfélags, skólastjóri tekur að sér að tala við fólk og bjóða þátttöku.
 • Fundartími ákveðinn 2. mánudagur í mánuði kl 15.15

 

Fundi slitið 15.50

Fundargerð skólaráðs 20. nóv. 2018

Fundur í skólaráði 20. Nóvember 2018

Mætt: Guðný M, Aðalsteinn, Solveig, Margrét M, Elías Kári, Sigurður og Lára

·         Sigurður skýrði frá lagfæringu vegna ytra mats MMS og umbótaáætlun sem unnið hefur verið eftir.

·         Byrjað er að nota Mentor eftir langt hlé

·         Skólinn er símalaus skóli en sú ákvörðun var tekin í samráði við foreldra.

·         Rætt um niðurstöður samræmdu prófanna en 7. Bekkur kom ekki nægilega vel út.

·         Skólapúlsinn verður notaður áfram.

·         Rætt um breytingar á húsnæðinu. Nú er í fyrsta skipti nemandi í skólanum í hjólastól og ekki gott aðgengi í matsal.

·         Heimavinna. Áhersla er lögð á að nemendur lesi heima en margrét benti á að gott væri að hafa einhverja heimavinnu til að sjá betur hvar börnin standa í náminu. Gott væri að sjá viðmið, eitthvað um það hvar nemendur standa námslega séð.

·         Inga Guðmunds kemur og verður með námskeið í jákvæðum samskiptum fyrir starfsmenn skóla og annan fund fyrir foreldra.

·         Lestrarhvatning. Getum við verið með lestrarátak?

·         Næsti fundur verður eftir áramót en venja er að skólaráð fundi einu sinni á önn.

 

Fleira ekki tekið fyrir