Móttaka nýrra nemenda

Í Tálknafjarðarskóla er lögð áhersla á að taka vel á móti nýjum nemendum. Mikilvægt er að nemandinn og foreldrar hans fái strax í upphafi jákvæða mynd af skólanum og að foreldrum og nemendum finnist þeir velkomnir í skólann.

Þegar nýr nemandi er skráður í skólann er honum/henni og foreldrum boðið að koma í heimsókn í skólann. Skólastjóri tekur á móti þeim og kynnir skólastarfið og sýnir þeim jafnframt húsnæðið. Ef nemandinn byrjar á miðju skólaári þá heimsækir hann umsjónarhópinn sinn en að hausti hittir hann umsjónarkennara sinn.

Umsjónarkennarar eru beðnir um að hafa samband við heimili nýrra nemenda þegar tvær vikur eru liðnar af skólatímanum. Þá gefst tækifæri til að ræða líðan nemandans og upplifun hans og foreldra af skólanum.

Það sem foreldrar þurfa að vita:

 • Skólareglur
 • Tilkynningar varðandi veikindi og leyf
 • Upplýsingar um skóladagatal, stundatöflu og heimabekk.
 • Upplýsingar um Mentor og fá aðgangsorð.                                                          
 • Upplýsingar um sund og íþróttakennslu.
 • Upplýsingar um ýmsar skólahefðir, t.d. ferðir.
 • Fyrirkomulag heimanáms, matarmála og frímínútna (klæðnaður sem hæfir veðri).
 • Upplýsingar um íþróttastarf eftir skóla
 • Félagslíf/tómstundastarf.
 • Upplýsingar um stoðþjónustu skólans (sérkennsla, skólahjúkrunarfræðingur, sálfræðiþjónusta og námsráðgjöf).

 

Samvinna umsjónarkennara, sérkennara og sérgreinakennara ef um sértæka námsörðugleika er að ræða:

 • Meta stöðu nemandans.
 • Útbúa einstaklingsnámskrá og stundatöflu fyrir nemandann.
 • Vinna námsefni við hæfi.                 
 • Ákveða aðstoðartíma fyrir nemandann.
 • Ákveða hvernig námsmati skuli háttað.

 

Hlutverk umsjónarkennara:

 • Að undirbúa bekkjarfélagana undir komu nýja nemandans.
 • Hann þarf að hafa góða yfirsýni yfir námsframvindu nemandans.
 • Vera í góðu samstarfi við alla kennara sem koma að nemandanum.
 • Vera í góðu sambandi við heimilið og sjá um upplýsingagjöf frá skólanum.           
 • Huga að félagslegri tengingu nemandans í bekknum/skólanum .

 

Hlutverk skólastjóra:

 • Finna nemanda viðeigandi úrræði og námsaðstoð ef þarf.
 • Sækja um framlag úr jöfnunarsjóði ef þarf.
 • Sækja um undanþágur og frávik í samræmdum prófum ef þarf.

 

Hlutverk námsráðgjafa Tröppu:

 • Vinna með umsjónarkennara.
 • Vera nemandanum til halds og trausts.

Móttaka erlendra nemenda

Skráning í skólann:

 • Túlkafundur með foreldrum/forráðamönnum og barni.
 • Umsjónarkennara/sérkennara.
 • Hjúkrunarfræðingi.
 • Við upphaf eða lok þessa fundar er farin skoðunarferð um skólann ásamt túlki.

 

Það sem skólinn þarf að vita:

 • Allar almennar upplýsingar vegna innritunar nemenda. 

 

Það sem foreldrar þurfa að vita:

 • Skólareglur.
 • Tilkynningar varðandi veikindi og leyfi.
 • Upplýsingar um skóladagatal, stundatöflu, heimabekk og námsbækur.
 • Upplýsingar um sund og íþróttakennslu.
 • Upplýsingar um skólahefðir svo sem litlu jól og ferðir.
 • Fyrirkomulag náms, matarmála og frímínútna (klæðnaður sem hæfir veðri), viðbrögð skólans við óveðri.
 • Félagslíf, tómstundastarf, leikjanámskeið, vinnuskóli.
 • Allar almennar upplýsingar og bréf sem eru send heim svo sem ferðir, myndatökur og lús í bekk ( á vef Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur eru til bæklingar um ýmis svona mál á mismunandi tungumálum).
 • Upplýsingar um stoðþjónustu skólans, sálfræðiþjónusta og námsráðgjöf og heilsugæslu.

 

Samvinna kennara og skólastjóra og ráðgjafa:

 • Meta stöðu nemandans í íslensku og öðrum tungumálum.
 • Útbúa einstaklingsáætlun og stundatöflu fyrir nemandann.
 • Vinna námsefni við hæfi.
 • Ákveða aðstoðartíma fyrir nemandann.
 • Ákveða hvernig námsmati skuli háttað.

 

Hlutverk umsjónarkennara:

 • Að undirbúa bekkjarfélagana undir komu nýja nemandans.
 • Hann þarf að hafa góða yfirsýni yfir námsframvindu nemandans.
 • Vera í góðu samstarfi við alla kennara sem koma að nemandanum (sjá upplýsingablað fyrir sérgreinakennara um erlenda nemendur)
 • Vera í góðu sambandi við heimilið og sjá um upplýsingagjöf frá skólanum.
 • Vera í sambandi við starfsfólk móttökudeilda varðandi aðstoð og ráðleggingar ef við á.
 • Huga að félagslegri tengingu nemandans í bekknum/skólanum (sjá glærur í möppu frá Huldu Karen um gagnkvæma félagslega aðlögun).

 

Hlutverk skólastjóra:

 • Vera í sambandi við umsjónarkennara og sérkennara.
 • Sjá um að nemandi fái aðstoðartíma í íslensku.
 • Sækja um framlag úr jöfnunarsjóði.
 • Sækja um undanþágur, frávik og túlka í samræmdum prófum.
 • Sækja um túlkaþjónust.

 

Hlutverk sérkennarans/stuðningsaðila:

 • Vinna með umsjónarkennara og deildastjóra sérkennslu.
 • Undirbúa nemandann undir tíma í bekknum.
 • Aðstoða nemandann í prófum.
 • Vera nemandanum til halds og trausts.

 

Ýmsar upplýsingar sem gott er að vita: