Trappa - skólaskrifstofa Tálknafjarðarskóla

Tálknafjarðarskóli er með þjónustusamning við Tröppu ráðgjöf. Trappa ráðgjöf býður upp á skólaskrifstofu til leigu fyrir sveitarfélög, einstaka skóla og fyrirtæki um land allt. Samkvæmt greinargerð um sérfræðiþjónustu eiga börn og starfsfólk í leik- og grunnskólum rétt á sérfræðiþjónustu um framkvæmd skólastarfs samkvæmt aðalnámskrá. Stefnumótun, innnleiðing skólastefnu og stuðningur og framkvæmd. Sérfræðiaðstoð við nemendur, kennara og foreldra.

Trappa býður upp á talþjálfun í gegnum netið fyrir börn og fullorðn sem skólinn hefur nýtt með góðum árangri.

Trappa kemur að mótun og innleiðingu skólastefnu fyrir Tálknafjarðarskóla sem og að vera með ýmiss gagnleg námskeið. Námskeið verður fyrir kennara á vegum Tröppu á næsta skipulagsdegi 22. mars um fjölbreytta kennsluhætti í tengslum við grunnþætti menntunar og hæfnisviðmið.

 

Sérfræðingarnir Tröppu eru kennsluráðgjafar, stjórnunarráðgjafar, sérkennsluráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, námsráðgjafar og margt fleira.