Innra mat

Það er metnaðarmál í Tálknafjarðarskóla að allir þættir mats á leik- og grunnskólastigi taki mið af skýrum gæðaviðmiðum. Gæðaviðmið skólans eru í vinnslu matsteymis og verða sett fram jafnóðum og þau eru klár og samþykkt, þau byggja á gæðaviðmiðum MMS um gæða skólastarf. Innra mat er samofið ölllu skólastarfi og stöðugt til umfjöllunar í öllu skólastarfi skólans. Kennarar, nemendur, foreldrar og fræðsluyfirvöld eru meðvitaðir um með hvaða hætti skólastarfið miðar stöðugt að því að uppfylla eigin gæðaviðmið. 

  • Innra mat skólans er skipulagt í Langtímaáætlun um innra mat sem gildir frá 2019 til 2024. 
  • Gæðaviðmið, tímaáætlun og yfirlit yfir mælitæki sem nýtt eru til að leggja mat á skólastarfið. 
   • Leikskólastig:
    • Gæðaviðmið um innra mat í maí 2020 
    • Gæðaviðmið um stjórnun
    • Gæðaviðmið um uppeldis- og menntastarf
    • Gæðaviðmið um leikskólabrag/mannauð/foreldrasamstarf
   • Grunnskólastig:
    • Gæðaviðmið um innra mat  í maí 2020
    • Gæðaviðmið um stjórnun og faglega forystu 
    • Gæðaviðmið um nám og kennslu

Gæðaviðmiðin verða innleidd á næstu þremur til fjórum árum.

Í júní ár hvert skilar Tálknafjarðarskóli  sjálfsmatsskýrslu til fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar  Tálknafjarðarhrepps með tímasettri umbótaáætlun.