Innra mat

Í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 eru ákvæði um sjálfsmat skóla. Samkvæmt þeim velur skólinn sjálfur aðferðir við matið. Menntamálaráðuneytið gerir síðan úttekt á sjálfsmatsaðferðum skólans á fimm ára fresti (Lög um grunnskóla, 1995 og Aðalnámskrá grunnskóla, 2006).

Tilgangur sjálfsmats er að leggja grunn að sívirku umbótastarfi í hverjum skóla, greina þarfir skólans fyrir breytingar og umbætur með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Sjálfsmati er ætlað að skilgreina styrkleika og veikleika, draga fram það góða og benda á það sem betur má fara. Sjálfsmati lýkur aldrei. Það þarf stöðugt að vinna í því. Það er langtímamiðað en ekki einangruð aðgerð. Eitt af því er „svót“ greining, Styrkleikar og veikleikar tilheyra innri þáttum, en ógnanir og tækifæri tilheyra ytri þáttum.

Við sjálfsmatið er stuðst við gögn sem skólinn aflar sjálfur (innra mat) jafnt sem gögn sem til verða við kannanir utan að komandi aðila (ytra mat).

Stjórnendur bera ábyrgð á sjálfsmatinu en starfsmenn, nemendur, foreldrar og aðrir er tengjast starfinu koma beint að því á ýmsum stigum.

 Mikilvægt er að sjálfsmatið taki til markmiða skólans, stjórnunar, náms, kennslu, námsmats, nemenda, starfsfólks, aðbúnaðar, ytri tengsla, s.s. foreldra og annarra þátta. Aðferðir til þess að safna upplýsingum fyrir matið eru m.a. að:

Þau matsgögn sem við er stuðst eru sótt í:

• Niðurstöður samræmdra könnunarprófa

• Skólapúlsinn

• Viðhorfskannanir – foreldraviðtöl – nemendaviðtöl

• Starfsmannaviðtöl

• Viðtöl við nemendur og foreldra, m.a. á reglulegum foreldradögum

• Lestrarskimun 

• Framfaraskýrslur Námsmatsstofnunar

Gerð er grein fyrir niðurstöðum sjálfsmatsins í skýrslu sem lokið er við undir lok skólaársins og kynnt er hagsmunaaðilum, s.s. skólaráði og starfsmönnum auk þess sem hún er birt á heimasíðu skólans. Þær spurningar sem leitast við að svara í sjálfsmatsskýrslunni er einkum og sér í lagi þessar:

1) Er stjórnun skólans skýr og skilvirk?

2) Er námsárangur í samræmi við það sem vænta má?

3) Finna nemendur fyrir vellíðan og öryggi í skólanum?

4) Eru kennsluaðferðir og mat á námi til þess fallin til að mæta ólíkum einstaklingum og bæta stöðugt árangur?

5) Ríkir góður starfsandi innan skólans?