Mentor

Mentor kerfið auðveldar kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið. InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru á Íslandi og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna í Svíþjóð, Íslandi, Bretlandi, Sviss og Þýskalandi. 

Viðmiðin eru alltaf skýr

InfoMentor kerfið er hannað til að auðvelda skólum að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá.  Í hæfninámi eru hæfniviðmið veigamikill þáttur en þau eru lýsing á hæfni sem nemendur eiga að stefna að. Hæfnikortin í InfoMentor innihalda þessi hæfniviðmið fyrir hverja námsgrein og hvern árgang.

Kennarinn setur fram hvaða hæfniviðmið er unnið með hverju sinni og tengir áætlanir, verkefni og námsefni við þau inn í námslotu.Nemendur hafa aðgang að sínum námslotum. Í framhaldi metur kennari árangur nemenda og þar með gefst einstakt tækifæri til að upplýsa og virkja nemendur til þátttöku í eigin námi. Samhliða þessu gefst kennurum tækifæri á að efla samstarf sitt því þeir geta miðlað efni, afritað og endurnýtt og sparað þannig mikla vinnu og tíma.