Skólastefna Tálknafjarðarskóla

Eftir að Hjallastefnan hvarf á braut þá hefur Tálknafjörður ekki mótað sína eigin skólastefnu. Sveitarfélagið ákvað að fara í samvinnu við Tröppu um mótun skólastefnu. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson hjá Tröppu stýrir þeirri vinnu. Búið er að tilnefna starfshóp sem vinnur að verkefninu. Borgarafundur verður um málið 20 mars. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í lok skólaárs og innleiða skólastefnuna næsta vetur, veturinn 2019-2020