Mati á skólastarfi er skipt í innra og ytra mat. Með innra mati er átt við sjálfsmat stofnunar og er unnið af starfsmönnum hennar. Markmið innra mats er að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög, reglugerðir og aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Grundvallaratriði innra mats er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið og efli skólaþróun. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum. Í gildandi lögum um leik- og grunnskóla er að finna ákvæði um mat á skólastarfi. Þar er megináhersla lögð á sjálfsmat skóla en jafnframt ber Menntamálaráðuneytinu að sjá til þess að fram fari ytra mat á starfsemi einstakra skóla eða á einstökum þáttum skólastarfs og jafnframt að úttekt sé gerð á sjálfsmatsaðferðum skóla.

Veturinn 2019-2020 verður innra mat skólans endurskoðað með áherslu á skipulag, framkvæmd og umbætur. Matsteymi verður skipað og fer skólastjóri fyrir því. Í vetur verður unnið að eftirfarandi markmiðum:
Skipulag:
• Að innra mat sé sjálfsagður hlutur af skólastarfinu og allir starfsmenn skólans meðvitaðir.
• Að innra mat sé alltaf í gangi samkvæmt áætlunum.
• Allir starfsmenn skilja hvernig spurningalistar og fjölbreytt gögn leggja lóð á vogaskálarnar til að auka gæði skólastarfsins innan frá.
Framkvæmd:
• Að nám og kennsla sé metin reglulega og sé hluti af daglegu starfi kennara og stjórnenda.
• Innra mat byggir á margvíslegum upplýsingum sem og eru notaðar fjölbreyttar aðferðir.
• Niðurstöður úr spurningalistum og viðtölum eru nýttar til úrbóta út frá skýrum viðmiðum.
• Innra mat er samstarf allra aðila skólasamfélagsins og oft nefnt.
• Að þegar gagna er aflað sé leitað eftir sjónarmiðum allra helstu hagsmunaaðila eftir því sem við á.
• Að matsframkvæmdin sé endurmetin reglulega og reynslan af matinu ígrunduð og skráð.
Umbætur:
• Að innra mats skýrslur séu ávallt aðgengilegar, skiljanlegar og til þess fallnar að gera gæði skólastarfsins sífellt betri.
• Að allt skólasamfélagið skilji með hvaða hætti gæðaviðmið séu nýtt til umbóta.
• Að umbætur séu reglubundinn partur af skólastarfinu og leiði til breytinga til hins betra

Matsteymi Tálknafjarðarskóla:

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri

Birgitta Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara

Elísabet Kjartansdóttir, fulltrúi leikskólakennara

Jenný Lára Magnadóttir, fulltrúi almenns starfsfólks

Ólöf Harpa Aðalsteinsdóttir, fulltrúi nemenda

Berglind Hólm Guðmundsdóttir, fulltrúi nemenda

Mat á skólastarfinu - Ytra mat skóla 2017