Nemendafélag Tálknafjarðarskóla

Nemendafélag og áhrif nemenda

Í 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Þá má nefna að í 13. gr. sáttmálans segir að börn eigi rétt á að tjá sig, fá upplýsingar og koma þeim á framfæri. 

Í aðalnámskrá – almennum hluta 2011 segir að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði. Með virkri starfsemi nemendafélags fá nemendur tækifæri til lýðræðislegrar þátttöku í hagsmunamálum sínum og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum. Fulltrúar nemenda í skólaráði geta borið upp erindi um hagsmunamál nemenda við skólaráð og haft þannig áhrif á starfið í skólanum. Í 10. gr. laga um grunnskóla er fjallað um nemendafélög (sem í fyrri lögum grunnskóla voru nefnd nemendaráð): 

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.  
Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr. 

Í athugasemd um þessa grein segir í frumvarpinu að eðlilegt sé að hver skóli þrói skipan mála eftir því sem hentar í skólanum með nemendalýðræði og þátttökulýðræði að leiðarljósi. Ekki er sérstaklega bundið í lögum að stjórn skuli skipuð fulltrúum úr öllum árgöngum skólans en eðlilegt er að fulltrúar allra árganga geti tekið þátt í starfi félagsins eftir því sem þroski nemenda leyfir. 

Nemendafélag er þó ekki eini vettvangur nemenda til að koma hugmyndum sínum um betri skóla á framfæri. Í kafla 7.4 í aðalnámskrá – almennum hluta (2011) segir: 

Nemendur eiga rétt á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eftir föngum. Nemendur eiga að geta komið á framfæri sjónarmiðum sínum í öllu almennu skólastarfi, t.d. með reglulegum umræðum í kennslustundum undir stjórn umsjónarkennara þegar tilefni gefast til. Einnig eiga nemendur að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fulltrúa sína í stjórn nemendafélags og skólaráði. 

 

Nemendaráð 2019-2020

Formaður: Patrik

Gjaldkeri: Arnór Ingi

Ritari: Isabella Rut

Meðstjórnandi: Helga Mjöll

Meðstjórnandi: Bjarndís Anika

Félagslög nemendafélags Tálknafjarðarskóla samþ. 11.12.19

 1. grein 

Heiti félagsins er Nemendafélag Grunnskólans á Tálknafirði. Heimili og varnarþing er í Tálknafirði. 

 1. grein

Félagið er samtök nemenda í 8.-10. Bekk Tálknafjarðarskóla. Markmið þess er að efla og bæta samskipti nemenda. Félagið kýs sér stjórn sem vinnur að:

 1. a) hagsmunagæslu nemenda
 2. b) félags- og tómstundamálum nemenda innan skólans. 
 3. grein 

Aðilar að félaginu eru allir nemendur í 1. – 10. bekk. Nemendur verða félagar um leið og þeir hefja nám í áðurnefndum bekkjardeildum. Óski nemandi að standa utan við félagið, skal hann tilkynna það til stjórnar.

 1. grein 

Aðalfund skal halda í maí ár hvert. Rétt til setu á aðalfundi hafa nemendur í 1. – 10. bekk ásamt stjórn nemendafélags. Hver aðili hefur eitt atkvæði er til atkvæðagreiðslu kemur. Tillögur um breytingar á lögum félagsins þurfa að hafa borist til aðalstjórnar eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund. Tillögur skal strax kynna félögum með auglýsingu eða dreifibréfi.

Dagskrá aðalfundar: 

 1. Skýrsla stjórnar og nefnda. 
 2. Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. 
 3. Inntaka nýrra félaga (7. bekkur).
 4. Lagabreytingar. 
 5. Kosning formanns og varaformanns samkvæmt 5. grein laga félagsins.
 6. Önnur mál. 

5. grein 

Stjórn félagsins skal kosin í upphafi skóla ár hvert. Nemendur frá 8.-10. bekk skulu bjóða sig fram í hlutverk, ef fleiri ein einn nemandi bíður sig fram í sama hlutverk kýs restin af nemendum um hver fær það hlutverk. Meirihluti atkvæða ræður. 

Stjórnin skipti með sér verkum og skal skipa: 

 1. a) formann (10. bekkur)
 2. b) varaformaður (10. Bekkur)
 3. c) ritara (8. bekkur)
 4. d) gjaldkera (9. bekkur)
 5. e) meðstjórnandi (8.- 10. bekkur)

Stjórnarmenn sitja eitt kjörtímabil í senn (ágúst-maí). Kjósa má sama aðila til stjórnarsetu þrjú ár í röð. Stjórnin setur starfsreglur um stjórnarfundi á fyrsta fundi á haustin. Fundur telst lögmætur ef helmingur stjórnarmanna eða fleiri mæta. Meirihluti atkvæða ræður afgreiðslu mála á stjórnarfundum. 

 1. grein.

Stjórnarmenn þurfa að axla ábyrgð á starfi sínu, sinna trúnaðarskyldum við bekkjarfélaga sína og vera til fyrirmyndar í framkomu og reglusemi. Hlutverk stjórnarmanna eru sem hér segir: 

Formaður ber ábyrgð á að:

 1. – virkja sem flesta nemendur til starfa. 
 2. – undirbúa nemendaráðsfundi og stjórna þeim í samvinnu við fulltrúa skóla.
 3. – starfsemi nemendafélagsins sé vel skipulögð og fari vel fram. 
 4. – nemendur séu upplýstir um tilgang og markmið félagsins. 
 5. – lögum félagsins og samþykktum nemendaráðs sé framfylgt. 
 6. – öll erindi sem berast félaginu séu afgreidd svo fljótt sem kostur er. 
 7. – koma fram fyrir hönd félagsins út á við og vera málsvari þess. 
 8. – nemendur geti metið störf nemendaráðs og viðrað skoðanir sínar á þeim. 

Varaformaður: 

Aðstoðar formann og stjórnar í forföllum hans. Hann þarf að geta tekið við störfum félagsins með skömmum fyrirvara. Varaformaður er oft tengiliður stjórnar og ýmissa nefnda sem starfa á vegum félagsins. Hann þarf að geta tekið að sér umsjón ákveðinna verkefna félagsins.

 Gjaldkeri, hlutverk hans er að: 

  1.- semja ársreikninga nemendasjóðs í lok skólaársins. 

 1. – hafa umsjón með fjáröflun félagsins. 
 2. – innheimta aðgangseyri að skemmtunum og nemendafélagsgjöld (s.br. 9.grein) 
 3. – greiða gjöld félagsins og innheimta skuldir 
 4. –hafa yfirlit yfir fjárreiður félagsins. 

6.- ráðstafa tekjum félagsins ásamt stjórnendum skóla. 

Ritari, hlutverk hans er að: 

 1. – sjá um bréfaskriftir fyrir nemendafélagið. 
 2. – gefa út skýrslu um starf félagsins. 
 3. – taka saman fréttatilkynningar til fjölmiðla. 

Aðrir stjórnarmenn skipta með sér verkum sem nemendaráð setur sér að framkvæma í byrjum hvers starfsárs. s.s. umsjón með ýmsum nefndum og ráðum s.br. 7. grein félagslaga. 

 1. Grein

Stjórn félagsins getur skipað eða látið kjósa í nefndir eða ráð sem sinna einstökum þáttum í starfsemi félagsins, s.s. íþróttaráð, diskóráð, sölunefnd o.s.frv. Stjórninni ber að setja upp yfirlit um starfsskyldur og markmið nefndanna.

 1. grein 

Ef stjórnarmanni hefur verið vikið úr skóla vegna brota á reglum hans, eða vegna lélegrar mætingar, skal hann jafnframt víkja setu úr nemendaráði. Til alvarlegra brota telst t.d. áfengisneysla í eða við skólann, innbrot eða skemmdarverk á eigum skólans, alvarlegir samskiptabrestir við starfsfólk skóla eða félagsmiðstöðvar o.s. frv. 

Skólastjórn ásamt fulltrúa skóla metur alvarleika brota. Einnig skal stjórnarmaður víkja ef mikil óánægja eða óvild skapast vegna starfa hans og framkomu. Þó ber að gefa stjórnarmönnum kost á að bæta sig eða segja af sér að fyrra bragði. 

 1. Grein

Stjórn félagsins getur sinnt ákveðinni fjáröflun fyrir félagið. Hún hefur leyfi til þess að setja á og halda skemmtanir til fjáröflunar, reka smásölu og fleira sem til fellur. Gjaldkeri skal halda utan um fjármálin, greiða reikninga og standa skil á fjárreiðum. Kjósa skal endurskoðendur s.br. 5. grein félagslaga, sem yfirfara reikninga félagsins og ber stjórninni að leggja þá fram á aðalfundi til samþykktar. 

Því fjármagni sem safnast í sjóði félagsins skal ráðstafa til greiðslu á ýmsum dagskrárliðum og uppákomum sem félagið stendur að. Ef vafi leikur á því hvort eðlilegt sé að fara út í ákveðin fjárútlát skal kalla saman aukafund hjá félaginu og bera útlátin undir félagsmenn.

Bera þarf öll stærri útlát undir skólastjóra eða fulltrúa skóla, s.br. hlutverk gjaldkera í 6. grein félagslaga og kynna þeim fjárreiður félagsins svo oft sem þurfa þykir. Stjórnarmenn geri sér grein fyrir því að áðurnefndir aðilar eru ábyrgir fyrir fjárreiðum og störfum félagsins. 

 1. Grein

Endurskoðendur ber að kjósa á aðalfundi þeir fylgjast með því að ráðstafandir fjár séu samkvæmt samþykktum félagsins. 

 1. Grein

Ábyrgð á framgangi og framkvæmd laga félagsins er í höndum stjórnarmanna, fulltúa skóla og  skólastjóra Tálknafjarðarskóla.

 1. grein 

Ef grundvöllur fyrir starfsemi félagsins brestur t.d. vegna áhugaleysis nemenda , ber að stokka starfsemi þess upp eða slíta því.

Fundaáætlun nemendaráðs

Nemendaráð hittist mánaðarlega og er á hverjum fundi er næsti fundartími ákveðinn og skráður.