Fundargerð í Grænfánanefnd 28. október 2020

·         Þann 9.október komu góðir gestir í heimsókn þau Gunnar frá Fræ til framtíðar og Hildur frá Gróanda og með þeim voru Halla og Jóhannes frá Landanum. Gunnar ætlar að koma aftur af stað verkefninu Fræ til framtíðar og hjálpa okkur með ræktun í bambahúsinu okkar sem kom í haust. Hildur kynnti fyrir okkur moltugerð og kom með góð ráð sem kom sér vel, það þurfti meðal annars að setja meira stoðefni í tunnuna þar sem moltan var aðeins of blaut. Ætlunin er að setja moltu í bambahúsið í vor ef vel gengur. Fjallað verður um þetta verkefni í Landanum einhvern tímann í vor. Nemendur komu með ýmsar hugmyndir hvað er hægt að rækta og verður gaman að sjá hvernig tekst til.

·         Það gengur vel að setja í moltutunnuna, nokkrir nemendur tóku sig til um daginn og söfnuðu saman laufum til að eiga í vetur ef þarf að setja stoðefni.

·         Aðeins var fjallað um umhverfisvikuna sem var um miðjan september. Búið var að fara í gegnum efnið sem kom frá nemendum og gaman væri að setja þessa punkta á veggspjald og hengja upp til að sýna afrakstur. Fjallað var um þemun Lýðheilsa og Hnattrænt jafnrétti og margar góðar vangaveltur komu þarna fram.

·         Lagt til að skrifa sveitastjóra bréf þar sem sveitarfélagið er hvatt til að fjölga ruslatunnum við hvert hús til að auðvelda íbúum að flokka enn frekar. Í öðrum sveitarfélögum er auka tunna fyrir pappa og sumstaðar er einnig boðið að setja flokkað plast sér í sömu tunnu. Hér er stundum erfitt að losa sig við flokkað rusl eins og papa og plast þar sem fyllist oft fljótt í endurvinnslunni. Þett yrði mikil hvatning fyrir íbúa að flokka enn frekar. Einnig mætti hvetja íbúa til að byrja moltugerð eins og skólinn hefur gert, koma jafnvel með fræðslu um það ferli því þetta er ekki eins mikið mál og margir halda.

·         Gígja sýndi okkur myndir af nokkrum fígúrum, nemendur greiddu atkvæði og völdu eina. Þessi fígúra er umhverfisfígúran okkar og verður mynd af henni hengd fyrir ofan slökkvara og vaska til að minna okkur á að slökkva ljós og skrúfa fyrir vatnið. Allir nemendur mega svo koma með hugmynd hvað fígúran á að heita.

·         Ræddum um nýjan umhverfissáttmála, það væri gaman að endurnýja sáttmálann, ganga í hús og biðja íbúa að skrifa undir. Það væri gott að hafa miða með sem fer í hús þar sem kynnt eru umhverfismarkmið skólans og hvernig nýr sáttmáli hljómar.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Lára Eyjólfsdóttir

Fundargerð í Grænfánanefnd 30. september 2020

 

 • Í dag var fyrsti fundur vetrarins með nýrri Grænfánanefnd. Ákveðið að hafa fastan fundartíma eða síðasta miðvikudag í hverjum mánuði. Reynum að hafa fundina stutta en markvissa og nemendur hvattir til að taka þátt.
 • Rætt um hlutverk þeirra sem eru í Grænfánanefnd en það er að upplýsa sína bekkjarfélaga um það sem er rætt á hverjum fundi.
 • Tillaga að nýjum markmiðum til að vinna með næstu tvö árin. Þar sem skólinn er búinn að sækja um að vera heilsueflandi skóli er upplagt að hafa annað markmiðið lýðheilsa.Tillaga að vinna einnig með markmiðið hnattrænt jafnrétti. Þetta var samþykkt einróma.
 • Í lok ágúst fékk skólinn afhent Bambahús. Markmiðið er að byrja ræktun í vetur og verður spennandi að sjá hvað verður fyrir valinu og hvernig gengur. Sú hugmynd kom upp að byrja á að rækta lauka. Síðastliðinn vetur komu þau Gunnar og Líllý í heimsókn með verkefnið Fræ til framtíðar. Vegna Covid 19 gat skólinn ekki haldið áfram með verkefnið en von er á þeim núna fljótlega í október og munum við vera í samstarfi með frekari ræktun. Það verður spennandi að hvernig þetta gengur.
 • Í ágúst fékk skólinn moltutunnu og loksins er byrjað að flokka lífrænan úrgang en það hefur verið markmið skólans lengi. Nemendur sjá um að losa úr fötunum því sem safnast. Fylgjast þarf vel með innihaldinu, hræra reglulega í og setja stoðefni ef þarf.
 • Síðasta vetur voru kosnir umhverfisverðir, það væri gaman að gera það aftur.
 • Hugmynd að finna myndir af fígúrum, velja eina og finna nafn. Svo er hægt að líma myndina fyrir ofan slökkvara og við vaskinn til að minna á að slökkva ljósin og skrúfa fyrir vatnið.
 • Dagur íslenskrar náttúru var miðvikudaginn 16.september og af því tilefni var umhverfisvika hér í skólanum. Á hverjum degi einn klukkutíma í senn var hópavinna þar sem nemendum var skipt í hópa þvert á aldur, unglingarnir voru hópstjórar og stjórnuðu vinnunni í sínum hóp. Margvísleg verkefni voru unnin tengd umhverfinu. Meðal annars kynntu nemendur sér moltugerð, alls kyns flokkun á rusli, föndruðu listaverk úr plasttöppum, skoðuðu gamla sáttmálann og slagorð og komu með hugmyndir um hvernig hægt sé að mála ruslaföturnar sem eru úti.
 • Svo þarf skólinn að gera nýjan umhverfissáttmála og nýtt slagorð sem á vel við þau markmið sem við ætlum að vinna með næstu árin.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið

Fundargerð í Grænfánanefnd 6. maí 2020

 • Vegna Covid19 þurftum við að breyta skipulagi skóladagsins og ekki hefur verið fundað í Grænfánanefnd síðan í febrúar. Þetta er síðasti fundur vetrarins.
 • Nú er skólinn að sækja um Grænfánann í 8. sinn og var lögð fram skýrsla um starf skólans í umhverfismálum síðustu tvö ár. Óskað var eftir því að úttekt á starfi skólans yrði rafræn og verður það gert föstudaginn 15.maí.
 • Dagur jarðar var 20. apríl og unnu allir nemendur skólans og leikskólabörn ýmiss verkefni tengd umhverfismálum og var gaman að sjá hve verkefnin voru fjölbreytt.   –  6. bekkur vakti athygli sveitastjóra á olíutunnu sem var í skurði nálægt skólanum og óskuðu eftir að hún yrði fjarlægð. Þau fengu góðar undirtektir og tunnan var fjarðlægð samdægurs.
 • Á næstunni fara nemendur um þorpið að týna rusl eins og við höfum gert á hverju ári.
 • Stóri Plokkdagurinn var í apríl en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu frestuðum við því að plokka þann daginn. Ætlunin er að plokka fljótlega og vera í samráði við sveitastjóra. Einnig vildi Kristinn Marínósson sem er byrjaður að starfa sem landvörður hér á svæðinu taka þátt í þessu verkefni með okkur. Hafa þarf í huga að skipta fólki í nokkra hópa og það væri gott að fá hugmyndir um svæði sem þarf að hreinsa. Svo verða veitingar að verki loknu.
 • Í haust þarf skólinn að setja sér ný markmið og vinna nýja umhverfisstefnu. Einnig stendur til að skólinn sæki formlega um að vera heilsueflandi skóli.
 • Á vorin hefur skólinn boðið upp á heilsuviku þar sem bæjarbúar eru hvattir til að hreyfa sig og njóta útiveru. Boðið hefur verið upp á útileiki, fjallgöngu, hjólreiðartúr, zumbatíma, útijóga og sjósund og þáttakan hefur verið mjög góð. Núna var það hins vegar lagt til að hafa heilsuvikuna okkar í haust og var það samþykkt. Það hentar betur vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og maí mánuður er annasamur.
 • Framundan eru vorverkin, nemendur eru byrjaðir að  sá í potta alls kyns fræjum meðal annars sólblómum og alls kyns salati. Svo þarf að stinga upp kartöflugarðinn og setja niður kartöflur.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið

Lára Eyjólfsdóttir

 

Fundargerð í Grænfánanefnd 26. febrúar 2020

 • Í endurgjöf síðustu Grænfánaútektar var okkur bent á að skólanum vantaði nýtt umhverfisslagorð og jafnvel nýjan sáttmála þar sem sá gamli er orðinn kominn til ára sinna. En sami sáttmálinn hefur verið frá upphafi. Hægt er að gera texta við lag, slagorð eða ljóð, eitthvað sem er gott að læra og kunna. Þetta væri gott að gera í hópavinnu, unglingarnir væru hópstjórar og stjórnuðu vinnunni í hópnum. Einnig væri gaman að hafa Grænfánahátíð í vor og fá hugmyndir frá nemendum hvað væri hægt að gera. Þá myndum við bjóða bæjarbúum í heimsókn og gera eitthvað skemmtilegt saman, eitthvað tengt umhverfismálum.
 • Í apríl er þema skólans náttúra og útikennsla. Við erum svo heppin að hafa gott umhverfi nálægt skólanum sem hentar til útikennslu, útigrillið, skógræktina, sjóinn og fjöruna.
 • Á ráðstefnunni sem Lára fór á 7.febrúar var frumsýnt skemmtilegt myndband um neyslu. Búið er að sýna myndbandið á miðstigi og er ætlunin að allir nemendur skólans sjái þetta. Lára ætlar að funda með leikskólanum fljótlega, fara í gegnum gátlistana, sýna þeim myndbandið og spjalla um umhverfismál.
 • Lukkudýr skóla á grænni grein er Rebbi. Það væri skemmtilegt að teikna stóran Rebba og hafa til sýnis í skólanum og jafnvel líka inn á leikskóla.
 • Þann 11.febrúar fengum við góða gesti þau Gunnar og Lilý sem eru með verkefnið Fræ til framtíðar. Þar eru nemendum boðið upp á að byrja alls kyns ræktun. Byrjað var á að setja fræ í potta og síðan eiga nemendur að vökva og fylgjast vel með ræktuninni. Þau koma síðan aftur eftir nokkrar vikur og hjálpa til við að koma pottunum fyrir í vatnskerfinu sem er búið að setja upp í stofunni. Síðan verður haldið áfram með ræktunina úti í vor. Markmiðið með þessu verkefni er að kenna nemendum að rækta grænmeti. Það verður líka gott að fá aðstoð með kartöflugarðinn okkar úti, hvernig við getum gert betur þar.
 • Búið er að panta græðlinga hjá Yrkjusjóð til að gróðursetja í vor eins og við höfum oft gert.
 • Að lokum var kynnt keppnin Varðliðar umhverfisins á vegum Landverndar. Þar senda skólar á grænni grein alls kyns verkefni sem nemendur hafa unnið á síðasta ári. Hugmynd að gera smá greinargerð um Stóra plokkdaginn sem við tókum þátt í síðasta vor og senda það inn í keppnina. Oddinn var plokkaður og komu margir bæjarbúar til að vera með okkur og taka þátt í þessu verkefni. Það væri gaman ef nemendur myndu segja sjálfir frá þessu verkefni í kynningu sem myndi fylgja með. Eins og var gert til að kynna lestrarátakið í skólanum Lestur er bestur og var vel heppnað. Umsóknarfrestur er til 30.apríl.

 

Fleira ekki tekið fyrir

Lára Eyjólfsdóttir

Fundargerð í Grænfánanefnd 29. janúar 2020

 • Rafmagnslaus dagur var haldinn 10. janúar 2020. Þá máttu nemendur koma í náttfötum í skólann og hafa með bangsa eða tuskudýr og vasaljós. Allir nemendur í grunn- og leikskóla fóru síðan saman í feluleik í myrkrinu og fannst það mjög gaman.
 • Bráðum er komið að því að sækja um Grænfánann í 8. sinn. Sækja þarf um fyrir 1.maí og skila greinagóðri skýrslu um starfið okkar undanfarin tvö ár. Það þarf að skoða betur markmiðin sem við settum okkur haustið 2018 og athuga hvort við getum gert eitthvað betur.
 • Í næstu viku eða þann 7. febrúar heldur Landvernd ráðstefnu í Reykjavík fyrir skóla á grænni grein. Þessar ráðstefnur eru haldnar á tveggja ára fresti og ætlar Lára að fara. Mjög gagnlegt hefur verið að fara á þessar ráðstefnur og gaman að sjá og heyra hvað aðrir skólar eru að gera í umhverfismálum.
 • Í gær kom loksins stofuspæjarinn. Hann fer inn í allar stofur og athugar hvernig umgengnin er og hvernig nemendur ganga frá í lok dags. 2. bekk til mikillar gleði var enginn mínus á spjaldinu þeirra sem þýðir að þau fengu verðlaunapening. Flott hjá þeim.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Lára Eyjólfsdóttir

 

Fundargerð í Grænfánanefnd 30. október 2019

 • Flokkun í skólanum, þar getum við gert betur. Þeir sem eru í Grænfánanefnd mega gjarnan minna á ef það gengur ekki vel að flokka rétt í föturnar inn í stofunum.
 • Í fyrra vorum við með umhverfisverði og nú var kosið aftur. Vatnsvörður er Katrín, ljósavörður er Noah, skógarvörður er Sigfríður, og flokkunarverðir eru Dagbjört og Sædís. Töluðum aðeins um hvert þeirra hlutverk er.
 • Setja þarf nýja miða fyrir ofan slökkvarana og minna á að slökkva ljósin. Þær Weronika og Ísabella voru beðnar um að búa til nýja miða.
 • Spurt um hvort Stofuspæjarinn kæmi bráðum. Þar sem undirbúningur fyrir árshátíð er framundan er ekki heppilegur tími að gera það núna. Stefnum á að senda hann af stað í janúar.
 • Á fimmtudaginn 31.okt. verður Umhverfislestin á Patró en það er Ásta Þórisdóttir sem hefur umsjón með því verkefni. Nemendur taka þátt í þessari sýningu með því að senda verk sem hafa verið unnin undanfarið. Búin hafa verið til falleg listaverk unnin úr plasti því við höfum verið að kynna okkur plastmengun í sjó. Nemendur í eldri bekkjunum saumuðu taupoka og skrifuðu aðeins um Boomerang bags verkefnið sem við höfum tekið þátt í. Einnig var endurunninn pappír og sent sýnishorn af því ásamt leiðbeiningum hvernig á að bera sig að.

Fleira ekki tekið fyrir

Lára Eyjólfsdóttir

Fundargerð í Grænfánanefnd 17. september 2019

Ný nefnd komin á fyrsta fund vetrarins en í nefndinni eru:

Willlow, Katrín, Noah, Sigfríður, Sölvi, Dagbjört, Ísabella og Weronika.

 • Ákveðið að hafa fastan fundartíma einu sinni í mánuði eða síðasta miðvikudag. Fundirnir eru opnir þannig að allir nemendur eru velkomnir á fund.
 • Það þarf að fara í gegnum markmiðin sem skólinn setti síðastliðið haust á næsta fundi.
 • Búa þarf til nýjan umhverfissáttmála.
 • Í fyrra voru kosnir umhverfisverðir ljósavörður, vatnsvörður, skógarvörður og flokkunarvörður. Rætt um að halda því áfram og velja einhverja í það.
 • Eins var spurt eftir stofuspæjaranum hvort hann kæmi í stofurnar.
 • Kynnt var verkefnið Umhverfislestin en skólanum býðst að taka þátt í því með einhverjum hætti. Þetta er viðburður sem Ásta Þórisd. kennari á Hólmavík sér um og verður á Hólmavík 26.október og viku seinna 2.nóvember hér á Patreksfirði. Nemendur hafa frjálsar hendur með hvaða hætti þeir vilja vera með í þessu verkefni. Geta komið með einhverjar ábendingar varðandi umhverfið, hugleiðingar, ljóð, sögur, myndir eða nánast hvað sem er sem sýnir þeirra hugleiðingar.

Fleira ekki tekið fyrir

Lára Eyjólfsdóttir

Fundargerð í Grænfánanefnd 24. apríl 2019

Tálknafjarðarskóli

Fundur í Grænfánanefnd 24.apríl 2019

 • Hreyfimánuðurinn okkar er byrjaður og eru nemendur jafnt sem starfsfólk hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann.
 • Þann 6.maí verður haldinn hér í skólanum landshlutafundur en fundurinn er ætlaður þeim skólum á sunnanverðum Vestfjörðum sem eru með Grænfánann. Gaman væri ef allir kjarnar ynnu verkefni tengt umhverfinu sem hægt væri að setja upp á ganginum.
 • Búið er að panta fleiri Boomerang bags merki til að sauma á taupoka og vonandi verður hægt að sauma nokkra poka áður en skólanum lýkur og fara með í búðina.
 • Í vetur gerðum við smá tilraun með rafmagn. Lesið var af rafmagnsmælum og aftur eftir mánuð. Síðan í einn mánuð spöruðum við rafmagnið eins og við gátum og voru allir meðvitaðir að slökkva ljósin eins og hægt var. Þá var aftur lesið af mælunum og var greinilegur munur á rafmagnsnoktun seinni mánuðinn, hvað hún var minni.
 • Fljótlega þurfum við að fara að huga að vorverkunum, það þarf að stinga upp kartöflugarðinn og setja niður fræ í kassann. Búið er að kaupa potta, fræ og mold þannig að ef nemendur vilja setja niður sólblómafræ eins og undanfarin ár er það í boði.
 • Næsta sunnudag er Stóri plokkdagurinn. Þá eru allir hvattir til að fara út og plokka eða týna rusl. Lagt til að skólinn verði með í þessu verkefni og hvetji til íbúa hér til að koma saman og týna rusl. Hægt væri að fara í fjöruna í innanverðum Oddanum og fá leyfi hjá landeigendum. Ef margir koma þá er hægt að fara á fleiri staði. Einnig þarf að senda sveitastjóra póst og athuga hvort hægt sé að fá vinnubílinn lánaðan. Gaman væri líka ef boðið væri upp á einhverjar veitingar eftir plokkið. Búa þarf til auglýsingu um þetta og bera í hvert hús helst á föstudag.
 • Undanfarin ár hefur skólinn haft hreyfiviku þar sem allir eru hvattir til að taka þátt í ýmsum viðburðum. Við höfum til dæmis farið í fjallgöngu, hjólatúr, zumba, útijóga, útileiki og sjósund. Áhugi er að halda þessu áfram og voru nefndarmenn beðnir að koma með hugmyndir og breyta kannski eitthvað til. Það þarf að ræða þetta inn á kjörnum og fá sem flestar tillögur. Eins er gott að heyra hvað er skemmtlegast að gera.
 • Þar sem þema okkar næstu tvö árin er neysla og úrgangur væri gott að byrja á moltugerð. Skoða þarf hvað er best að gera, kaupa kassa eða smíða.
 • Ólöf spurði um stofuspæjarann hvort hann kæmi á næstunni. Það er ólíklegt.
 • Andrés minnti á að útbúa þarf nýja miða til að setja við slökkvarana.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið

Lára Eyjólfsdóttir

Fundargerð í grænfánanefnd 28. jan. 2019

Tálknafjarðarskóli

Fundur í Grænfánanefnd 28.janúar 2019

* Þann 18.janúar var rafmagnslaus dagur hér í skólanum. Allir máttu koma í náttfötum og með vasaljós. Byrjað var á því að bjóða leikskólabörnum að vera með í feluleik og var það mjög skemmtilegt.

* Í nóvember var lesið af rafmagnsmælum. Ætlunin var að gera það aftur í desember og reyna þá markvisst að draga úr rafmagnsnotkun. En það reyndist ekki vera rétti tíminn því margar seríur voru settar í gluggana og rafmagnsnotkunin jókst.

Þannig að við gerum þetta bara aftur núna í febrúar.

* Flokkunin gæti gengið betur, við getum staðið okkur betur í að flokka og vera dugleg að minna hvort annað á. Kannski væri betra að hafa endurvinnsludallana sýnilegri frammi á gangi og vel merkta.

* Byrjað er að taka frá og safna ávaxtaafgöngum til að gefa fuglunum og reyna þannig að minnka úrgang.

* Inn á klósettunum er einungis hægt að þurrka sér um hendurnar með pappír. Ætlum að skoða hvort hægt sé að hafa líka handklæði fyrir þá sem vilja frekar nota þau og minnka þannig pappírsnotkun. Og hafa sprittbrúsa til hliðar þannig að líka sé hægt að spritta hendurnar á eftir.

* Á leikskólanum eru notaðir einnota svampar til að börnin geti þurrkað sér um munn og hendur eftir matinn. Við getum saumað lítil þvottastykki sem hægt er að þvo og eru margnota og getum þá hætt að nota einnota klúta sem er betra fyrir umhverfið.

* Við höldum áfram að sauma taupoka til að setja í búðina. Panta þarf fleiri Boomerang bags merki til að sauma á pokana. Hægt er að hafa saumavélina á borði í valinu og geta þá þeir sem vilja saumað poka.

* Á Patreksfirði er verið að undirbúa opnun nytjamarkaðar sem er frábært framtak. Hægt er að fara þangað með ýmislegt sem fólk er hætt að nota í stað þess að henda. Við hvetjum alla til að nýta sér þetta og kíkja á markaðinn þegar hann opnar.

* 3.-5.bekkur sögðu frá umhverfisverkefni sem þau bjuggu til og settu upp á umhverfistöfluna okkar en þar má sjá hendur sem halda utan um jörðina. Þar stendur: Okkar litlu hendur geta gert stóra hluti.

* Og að lokum rædd sú hugmynd að hafa umhverfisdag með vorinu og gera eitthvað skemmtilegt saman tengt umhverfismálum.

Fundargerð í grænfánanefnd 28. nóv. 2018

Tálknafjarðarskóli

Fundur í Grænfánanefnd 28.nóvember 2018

* Í dag verður loksins afhending 7.Grænfánans og er það Bryndís sveitastjóri sem afhendir okkur fánann. Einnig mun Lilja Magnúsdóttir koma og vera með okkur en hún sinnir umhverfismálum fyrir Tálknafjarðarhrepp. Síðan verður boðið upp á ratleik sem 9. – 10.bekkur hafa undirbúið.

* Stofuspæjarinn kom í dag. Lagt til að hann kíki í stofurnar eftir skóladaginn til að athuga hvernig hefur verið gengið frá.

* Við ætlum að gera tilraun með að spara ramagn. Lesið var af rafmagnsmælum og svo verður það gert aftur eftir 3 vikur. Ætlunin er síðan að spara rafmagn eins og hægt er næstu 3 vikurnar og lesa aftur af en þar sem settar verða ljósaseríur í marga glugga er kannski betra að gera þetta aftur eftir áramót.

* Rafmagnslausi dagurinn verður um miðjan janúar og þá má mæta í náttfötum og með vasaljós.

* Tillaga um að kjósa ljósavörð, vatnsvörð, skógarvörð og flokkunarvörð. Ljósavörðurinn sér um að ljósin séu slökkt þar sem enginn er, vatnsvörðurinn sér um að vatnið renni ekki að óþörfu, skógarvörðurinn sér um að útisvæðið og umhverfið okkar úti sé snyrtilegt og flokkunarvörður fylgist með hvort rétt sé flokkað í endurvinnslufötur.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

 

Lára Eyjólfsdóttir

Fundargerð í grænfánanefnd 7. nóv. 2018

Tálknafjarðarskóli

Fundur í Grænfánanefnd 7. nóvember 2018

Annar fundur vetrarins var haldinn miðvikudaginn 7.nóvember kl: 11. Fundurinn var opinn öllum þeim sem vildu koma og fjölmenntu yngri nemendur.

* Erfitt hefur verið að finna dagsetningu fyrir Grænfánaafhendingu vegna anna en þetta verður vonandi fljótlega. Bryndís sveitastjóri ætlar að vera okkur innan handar og afhenda fánann.

* Rætt um ný markmið. Eitt af markmiðunum getur verið að minnka plastnotkun og hætta að nota einnota plastvörur. Smíða kassa sem henta undir moltugerð í vor. Við getum þó fljótlega byrjað moltugerð til að fikra okkur áfram og flokkað kaffipoka og eitthvað af lífrænum úrgangi.

* Lagt til að rafmagnslausi dagurinn verði í desember. Þarf að ræða á kennarafundi.

* 3.-5.bekkur tók þátt í norræna plastkapphlaupinu en þau fóru í fjöruna og týndu það plast sem þau fundu á 15 mínútum.

* Skólinn ætlar að taka þátt í Jól í skókassa líkt og undanfarin ár.

* Lagt til að farið verði meira í útikennslu, það þarf að ræða við umsjónarkennara og samnemendur.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Lára Eyjólfsdóttir

Fundargerð í grænfánanefnd 26. sept. 2018

Tálknafjarðarskóli

Fundur í Grænfánanefnd 26.september 2018

Fyrsti fundur vetrarins var haldinn miðvikudaginn 26. Sept. kl: 11 og var ákveðið að hafa fastan fundartíma síðasta miðvikudag í mánuði.

* Búið er að velja í nýja Grænfánanefnd en það er gert á hverju hausti. Allir sem hafa áhuga geta verið í nefndinni og ef margir vilja vera með þá er þess gætt að nemendur skiptist á. Þeir sem eru í nefndinni þetta árið eru:

Jökull yngri kjarna, Agnes og Jón Þór miðkjarna, Berglind og Ólöf frá táningakjarna og Weronika og Elías frá unglingakjarna.

* Í október fáum við 7.Grænfánann afhentan. Rædd var sú hugmynd að fá nýja sveitastjórann sem er væntanlegur til að afhenda okkur fánann og verður það borið undir skólastjóra og starfsfólk. Gaman væri að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins og fengu nemendur það verkefni að ræða þetta inn á sínum kjörnum hvað væri hægt að gera.

* Skólinn þarf að setja sér ný markmið fyrir næstu tvö árin og velja nýtt þema. Ræðum það frekar á næsta fundi. Eitt markmiðið getur verið að nýta náttúrulegan efnivið eins og nemendur hafa verið að gera í smiðju en þeir hafa veið að tálga úr greinum og höggva í stein.

* Jón Þór spurði um stofuspæjarann og hann verður væntanlegur fljótlega. Þá þarf að passa vel upp á að stofurnar séu snyrtilegar.

* Rætt um hlutverk þeirra sem sitja í Grænfánanefnd. Þau eru fulltrúar síns hóps og þurfa að kynna það sem rætt er um á fundinum t.d. á lýðræðisfundi á sínum kjarna.

* Jón Þór spurði hvort hægt væri að rækta meira grænmeti. Vegna tíðarfars í sumar var ekki góð uppskera en gaman væri að smíða grænmetiskassa í vor og auka ræktun enn frekar.

* Hreyfimánuðinum er að ljúka og þá getum við talið saman kílómetrana sem farnir voru. Nemendur erum samt hvattir til að koma áfram gangandi eða hjólandi í skólann.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið

 

Lára Eyjólfsdóttir

Fundur í grænfánanefnd 25. apríl 2018

 

 •  Nú e komið að úttekt vegna umsóknar 7. Grænfánans. Við eigum von á heimsókn frá
  Landvernd í lok maí og verkefnisstjóri hefur verið að vinna skýrslu sem skila þarf fyrir
  1.maí. Í haust fáum við svo vonandi afhentan nýjan fána og getum haldið þessu
  mikilvæga starfi áfram.
 • Gaman væri ef allir kjarnar gætu unnið verkefni tengt umhverfinu sem væri hægt að
  ræða og sýna.
 • Vorverkin okkar eru framundan, stinga þarf upp kartöflugarðinn og gaman væri að
  setja aftur niður sólblómafræ. Einnig er hreinsunardagurinn alltaf í lok maí þar sem
  allur skólinn fer um þorpið og týnir rusl.
 • Verkefnisstjóri ætlar að tala við Lilju sem er umsjónarmaður flokkunarsvæðisins og
  athuga hvort við getum komið í heimsókn að skoða og fengið fræðslu um flokkun.
 • Hreyfimánuðurinn er hafinn og gaman að sjá hve duglegir nemendur eru að koma
  hjólandi eða gangandi í skólann.
 • Rætt um hreyfivikuna. Viljum við hafa hreyfiviku áfram og hvað á að vera í boði ?
  Fulltrúar í nefndinni þurfa að ræða þetta inn á kjörnum hvort við eigum að halda
  áfram með það sem hefur verið í boði eða bæta einhverju við eins og t.d ganga í
  fjörunni, sandkastalakeppni eða ganga upp að Tunguvatni. Markmiðið er að fá alla til
  að hreyfa sig meira úti og voru nemendur ánægðir með það sem var í boði.
 • Andrés benti á að inn á nams.is er efni sem heitir Grænfánaveislan og gaman væri að
  skoða það.
  Fleira ekki tekið fyrir
  Lára Eyjólfsdóttir