Símenntunaráætlun Tálknafjarðarskóla

Um símenntun kennara

Starfsmaður ber ábyrgð á að viðhalda þekkingu sinni og færni með þátttöku á ráðstefnum, símenntun og starfsþróunarnámskeiðum, viðurkenndu framhaldsnámi og með eigin starfsþróunaráætlun. Það er jafnt á ábyrgð starfsmanns og skólastjóra að bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem er nauðsynleg í starfi. Símenntun kennara skal vera í samræmi við starfsþróunaráætlun skólans og þær áherslur sem eru á hverjum tíma í umbótastarfi skóla. Að frumkvæði skólastjóra mótar skólinn áætlun til ákveðins tíma um hvernig símenntun starfsfólks hans skuli hagað svo að hún sé í sem bestu samræmi við áherslur skólans, sveitarfélagsins og aðalnámskrár.

Starfsþróun kennara má skipta í tvo meginþætti: Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þættir sem kennari metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfi. Í þeim tilfellum sem kennari sækir sér nám á háskólastigi sem nýtist í starfi er æskilegt að skólastjóri heimili kennara að nota hluta þeirra 150 klst. sem ætlaðar eru til starfsþróunar / undirbúnings kennara til námsins

Áherslur og framkvæmd símenntunar skólaárið 2019 – 2020

Rík áhersla er lögð á símenntun innan skólans og starfsþróun.

Teymisvinna og faglegt samstarf kennara er alla fimmtudaga frá kl: 15:00-16:00. Helstu áherslur á skólaárinu eru:

  • Innleiðing hæfniviðmiða og matsviðmiða Aðalnámskrár í gegnum Mentor
  • Fjölbreyttir kennsluhættir og námsmat
  • Einstaklingsmiðaðir kennsluhættir
  • Lærdómssamfélag
  • Lestur og læsi