Samræmd könnunarpróf

Samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir 4. og 7. bekk í íslensku og stærðfræði.

Í 9. bekk taka nemendur samræmd könnunarpróf í þremur greinum: íslensku, stærðfræði og ensku. 

Með samræmdum könnunarprófum er átt við próf sem meta hæfni allra nemenda með sama hætti og við sambærilegar aðstæður. Tilgangur prófanna er að meta hvernig markmiðum aðalnámskrár hefur verið náð og veita endurgjöf til nemenda, foreldra, kennara, fræðsluyfirvalda. Með þessari endurgjöf er til dæmis hægt að fá upplýsingar um þekkingu og hæfni hvers nemanda, hvort breyta þurfi áherslum í námi, hvað þurfi að bæta og almennt hver séu gæði menntunar. Nemandi, foreldrar/forráðamenn og kennarar geta þannig notað niðurstöður prófsins til að ígrunda frekari áherslur í náminu í framhaldinu.

Samræmdu prófin eru rafræn og því eru þau alfarið tekin á tölvu á ákveðnum dögum í skóla nemandans. Álitið er að rafræn próf meti betur hæfni nemenda en hefðbundin pappírspróf og eins er talið að fyrirlögn og úrvinnsla sé einfaldari. Í framtíðinni er stefnt að því að gera prófin einstaklingsmiðuð, það er próf sem laga sig að getu nemandans.

Alla nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Menntamálastofnunar: https://mms.is/samraemd-konnunarprof