Starfslýsingar

Starfslýsing skólastjóra

 

Fagleg forysta, stefnumótun og skipulag

Skólastjóri:
• Er faglegur leiðtogi í skólastarfi og stuðlar að samstarfi allra aðila i skólasamfélaginu.
• Hefur forystu um að móta sýn, stefnu og menningu skólans í samræmi við lög og reglugerðir og út frá stefnu fræðsluyfirvalda.
• Vinnur með fræðsluyfirvöldum í sveitarfélaginu að stefnumótun og ákvarðanatöku.
• Ber ábyrgð á að starfsáætlun og skólanámskrá séu í samræmi við lög og reglugerðir og að þær séu endurskoðaðar reglulega. Fylgjast með innleiðingu og framkvæmd hvað varðar:

 

ü  nám og námsárangur nemenda

ü  kennslu, kennsluhætti og námsmat

ü  sérúrræði eða stoðþjónustu um nám og/eða atferli nemenda

ü  skimanir og kannanir á námsárangri og líðan nemenda

ü  að farið sé eftir þeim áætlum og verklagsreglum sem settar hafa verið, s.s. starfsmannastefnu, eineltisáætlun, jafnréttisáætlun, símenntunaráætlun, skólareglum o.fl.


• Ber ábyrgð og hefur forgöngu um innra mat skólans, sjálfsmatsáætlun og Ieggur fram markvissar þróunar- og eða umbótaáætlanir í kjölfar bæði innra og ytra mats og fylgja þeim eftir.
• Ber ábyrgð á að upplýsingagjöf um starf skólans sé aðgengileg nemendum, starfsmönnum, foreldrum, nærsamfélagi, sveitarstjórn og fræðsluyfirvöldum.
• Skipuleggur samfelldan og heildstæðan skóladag nemenda í samræmi við lög og reglugerðir með skóladagatali, starfsáætlunum og stundaskrám.

 

Mannauður, nemendur og starfsmenn

Skólastjóri:
• Gætir að hagsmunum nemenda, hafa menntun og velferð þeirra að leiðarljósi í skólastarfi ásamt því að stuðla að námslegum framförum þeirra og árangri í námi.
• Ber ábyrgð á að meta stöðu nemenda í ljósi hæfniviðmiða í aðalnámskrá.
• Leggur áherslu á gæði náms og kennslu fyrir alla nemendur.
• Hefur umsjón með innritun og móttöku nýrra nemenda í samræmi við móttökuáætlun.
• Veitir markvissa kennslufræðilega leiðsögn og endurgjöf til starfsmanna.
• Hefur frumkvæði á og hvetja starfsmenn til að efla sig og auka við þekkingu sem nýtist í starfi.
• Ber ábyrgð á og hefur umsjón með að starfsþróun starfsmanna og símenntunaráætlun tengist þróunar- og umbótastarfi innan skólans, hún sé í samræmi við áherslur skólans, sveitarfélagsins og aðalnámskrá.
• Ber ábyrgð á að skipuleggja og framkvæma starfsþróunarsamtöl.
• Annast ráðningar starfsmanna. Gætir þess við ráðningar að starfsmaður uppfylli lögbundnar kröfur um menntun og hafi til að bera þá þekkingu og/eða reynslu sem krafist er í starfinu.
• Stuðlar markvisst að jákvæðum samskiptum og gagnkvæmu trausti.
• Hefur frumkvæði og ber ábyrgð á að leita lausna í ágreiningsmálum. 
• Samskipti
• Frumkvæði
• Hefur umsjón með móttöku nýrra starfsmanna og kennaranema í samræmi við móttökuáætlun.
• Hvetur starfsmenn til samvinnu og samráðs um nám á milli og þvert á starfsstéttir.

 

 

Fjármál og rekstur

 Skólastjóri:
• Ber ábyrgð á, kemur að og hefur umsjón með fjárhags- og rekstraráætlun skólans.
• Sækir um til jöfnunarsjóðs vegna \ýmissa verkefna bar sem það á við (akstur og sérúrræði fyrir nemendur).
• Hefur umsjón með daglegum rekstri skólans.
• Ber ábyrgð á og hefur umsjón með skjalavörslu, sér um geymslu prófúrlausna, vitnisburða, skráninga í tölvukerfi auk annarra gagna sem tilskilin eru skv. reglugerð um skjalavörslu. Sér um að gögnum sé skilað til Héraðskjalasafns eða Þjóðskjalasafns innan tilskilins tíma.
• Ber ábyrgð á öryggismálum í skólahúsnæði og á skólalóð, s.s. brunavörnum, girðingum, lýsingu, þjófavörnum og fleiru

 

Samskipti og samvinna við nærsamfélag og fræðsluyfirvöld

 Skólastjóri:
• Ber ábyrgð á starfsemi skólaráðs sem er virkur samráðsaðili í stjórnun skólans sem varðar stefnumótun, skólahald og skólaþróun.
• Ber ábyrgð á stofnun foreldrafélags og vinnur með því í samræmi við lög.
• Hefur samskipti og samrá við starfsmenn fræðsluyfirvalda vegna ýmiss konar mála, s.s. málefna einstakra nemenda, starfsmannarmála, þróunarstarfs, húsnæðismála og fjármála.
• Skila skýrslum, samantektum og upplýsingum um skólastarfið til fræðsluyfirvalda og Hagstofu, s.s. skólanámskrám, starfsáætlunum, vor- og haustskýrslum og margs konar greinargerðum um ýmsa þætti skólastarfs eftir óskum fræðsluyfirvalda og í samræmi við Iög og reglugerðir. Lýsing þessi er ekki tæmandi listi en dregur fram helstu verkefni. Skólastjórnendum er skylt að taka að sér önnur verkefni sem vinnuveitendur fela þeim og falla að þeirra verksviði

 

Starfslýsing kennara

 

Grunnskólakennari sem ráðnir eru til starfa í grunnskóla gegna því starfi samkvæmt lögum, reglugerðum, aðalnámskrá grunnskóla og kjarasamningum. Siðareglur fyrir kennara voru samþykktar árið 2002 og hafa kennarar þær reglur að leiðarljósi í sínu starfi. Grunnskólakennari hefur réttindi og sinnir störfum grunnskólakennara í samræmi við lög, aðalnámskrá og skólanámskrá. Umsjónarkennari uppfyllir skilyrði sem grunnskólakennari og hefur umsjón með nemendum í bekk/námshópi. Hver nemandi skal hafa einn umsjónarkennara (sbr. lög nr. 91/2008 13 gr.)

 

 Umsjónarkennarar gegna veigamiklu hlutverki í sambandi við velferð nemenda í skólanum. Samkvæmt 13. grein grunnskólalaga skal umsjónarkennari fylgjast náið með námi og þroska nemenda sinna, líðan og almennri velferð, leiðbeina þeim í námi og starfi, aðstoða og ráðleggja þeim um persónuleg mál og stuðla að því að efla samstarf skóla og heimila. Umsjónarkennari gætir hagsmuna umsjónarnemenda sinna innan skólans, er tengiliður við sérgreinakennara, sérfræðinga og heimili. Hann er upplýsingaaðili sem miðlar til nemenda upplýsingum og hefur samband við foreldra/forráðamenn eftir því sem þörf er á ásamt skipulögðum samtalsdögum.

 

Leiðbeinandi 1 (lfl. 226) Hefur öðlast heimild til að kenna nemendum skv. undanþágu.

Leiðbeinandi 2 (lfl. 228) Hefur öðlast heimild til að kenna nemendum skv. undanþágu og er í kennaranámi við háskóla (B.Ed námi).

Leiðbeinandi 3 (lfl. 228) Hefur öðlast heimild til að kenna nemendum skv. undanþágu og hefur lokið háskólaprófi s.s BA/BS. sem nýtist í starfi.

 

Leiðbeinandi 4 (lfl. 229) Hefur lokið B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræðum eða hefur leyfisbréf á öðrum skólastigum og hefur öðlast heimild til að kenna nemendum skv. undanþágu.

 

Faggreinakennari / Sérgreinakennari / Skólasafnskennari

 Uppfyllir skilyrði sem grunnskólakennari og hefur á hendi faggreina- og/eða sérgreinakennslu eða skólasafnskennslu sem nemur a.m.k. 50% af starfi viðkomandi. Sérkennari uppfyllir skilyrði sem grunnskólakennari og hefur á hendi sérkennslu skv. skilgreiningu 2.gr. reglugerðar nr. 585/2010 um sérkennslu sem nemur a.m.k. 50% af starfi.

 

Siðareglur kennara

1. Menntar nemendur.
2. Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
3. Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.
4. Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.
5. Hefur jafnrétti að leiðarljósi.
6. Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.
7. Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra.
8. Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu.
9. Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
10. Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
11. Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
12. Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.

 

Starfslýsing stuðningsfulltrúa

 

Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda á stuðningi í þeim tilfellum sem það er hægt. Stuðningsfulltrúi starfar innan almennra bekkja, sérdeilda eða sérskóla. Yfirmaður stuðningsfulltrúa er skólastjóri en dagleg verkstjórn er í höndum fagstjóra í sérkennslu og kennara.

 

Helstu störf stuðningsfulltrúa eru eftirtalin:

• Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi.

• Vinnur eftir áætlun sem bekkjarkennari hefur útbúið í samráði við sérfræðing, fagstjóra í sérkennslu eða annan ráðgjafa.

• Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt

aðalnámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara.

• Aðlagar verkefni að getu nemandans samkvæmt leiðbeiningum kennara.

• Ýtir undir færni og sjálfstæði nemenda í námi og daglegum athöfnum t.d. með því að hvetja þá til að gera sem mest sjálfa og hrósa þeim fyrir viðleitni í þá átt.

• Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.

• Styrkir jákvæða hegðun nemenda og vinnur gegn neikvæðri hegðun t.d. með áminningum og með því að fylgja nemendum tímabundið afsíðis.

• Fylgist með og leiðbeinir nemendum um rétta líkamsbeitingu, notkun skriffæra o.fl.

• Aðstoðar nemendur við að klæðast, matast og aðrar athafnir daglegs lífs ef þeir eru ófærir um það sjálfir.

• Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu.

• Veitir nemendum félagslegan stuðning með því að hlusta á frásagnir og reynslu þeirra og spjalla við þá þegar aðstæður leyfa.

• Fylgir nemendum í ferðum þeirra um skólann eða í bekknum m.a. til að kennari geti sinnt nemanda með séraðstoð og til að draga úr sérstöðu nemenda með sérþarfir.

• Sinnir frímínútnagæslu

• Annast önnur þau störf sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og falla undir eðlilegt starfssvið hans.

 

Starfslýsing skólaliða

Skólaliði tekur þátt í uppeldisstarfi og öðrum störfum sem fram fara innan skólans. Megináhersla skal lögð á velferð og vellíðan nemenda.

Helstu verkefni:

 

• Sér um dagleg þrif á skólahúsnæði.
• Sér um að húsnæði, allur búnaður og lóð skólans séu ávallt í fullnægjandi ástandi og aðgengilegt fyrir starfsfólk og nemendur. Sér um að húsnæði sé opið við upphaf skóladags og ber ábyrgð á frágangi húsnæðis í lok skóladags.
• Hefur eftirlit með nemendum þegar aðstæður kalla á slíkt og leiðbeinir þeim í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk skólans.
• Sinnir almennu léttu viðhaldi.
• Sér um innkaup á ræstingavörum og öðru er varðar verksvið viðkomandi.
• Sér um innkaup á ljósritunarvörum. Aðstoðar við ljósritun skólagagna.
• Hefur umsjón með nemendum í frímínútum og á göngum.
• Tekur við símaskilaboðum.
• Aðstoðar við uppröðun á húsgögnum og tækjum.
• Sér um kaffistofu kennara.
• Vinnur önnur þau störf sem honum kunna að vera falin af skólastjóra.
• Aðstoðar nemendur við leik og störf og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur skólans.
• Hefur umsjón með nemendum í frímínútum úti og inni.
• Aðstoðar nemendur, ef með þarf, t.d. við að ganga frá fatnaði sínum og hefur eftirlit með munum þeirra, fötum og skófatnaði.
• Fylgir nemendum milli kennslusvæða, þar sem það á við.
• Skólaliði sinnir einnig öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri felur honum og geta fallið að ofangreindum málu