Kennsluáætlanir

1.    Markmið náms skal jafnan vera hæfni nemenda. Lýsingar á markmiðum náms skulu nú alfarið beinast að því sem nemandinn á að geta gert við lok námstíma/námslotu. Sjá tvö dæmi úr íslensku og stærðfræði úr Aðalnámskrá grunnskóla (2011/2013): 

Nemandi getur…

·         beitt skipulegum og góðum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar á skýran hátt (bls. 119).

·         nýtt einslögun, hornareglur og hnitakerfi til að teikna, greina og skapa rúmfræðilega hluti (bls.222).

Markmið sem lýsa hæfni nemanda eru ekki alger nýjung því í fyrri námskrám mátti stundum gjarnan sjá markmið þar sem hæfni nemandans við lok námstíma var í brennidepli, sjá dæmi úr Aðalnámskrá grunnskóla frá 1999, úr kafla í íslensku:  

·         Nemandi á að hafa öðlast öryggi í að tjá hugmyndir sínar og skoðanir í rituðu máli (bls. 73).

Í eldri námskrám var þó algengt aðgeng viðfangsefnið væri í brennidepli, og ekki er gerð tilraun til að lýsa hæfni nemandans. Sjá dæmi úr sömu námskrá (1999): 

·         Nemandi skoði mismunandi stíl og stílbrögð bókmenntaverka (bls.  74). 

Markmið af þessu tagi er ekki að finna í nýjustu námskránni (það að nemandi skoði eitthvað felur ekki í sér hvað hann getur við lok námstímans).

2.       Einkunnir skal ekki reikna heldur skulu þær miðast við fyrirfram skilgreindar hæfnilýsingar. Þegar fundin er lokaeinkunn skal nota neðangreindan meginkvarða til að finna þá einkunn sem best passar hæfni nemandans.


 Einkunnir skal ekki reikna heldur skulu þær miðast við fyrirfram skilgreindar hæfnilýsingar. Þegar fundin er lokaeinkunn skal nota neðangreindan meginkvarða til að finna þá einkunn sem best passar hæfni nemandans.

 A 

Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs. 
Nemandinn hefur náð þeirri hæfni sem lýst er í hæfniviðmiðum og að einhverju leyti með framúrskarandi árangri. 

 B

Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs. 
Nemandinn hefur í meginatriðum náð þeirri hæfni sem lýst er í hæfniviðmiðum. 

 C

Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs. 
Nemandinn hefur hefur ekki náð þeirri hæfni sem lýst er nema að hluta til.

 D

Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs. 

 

Kvarðinn er síðan útfærður fyrir hverja námsgrein og aldur nemenda. Almennt gildir að ef nemandi uppfyllir í öllum meginatriðum þá hæfni sem stefnt er að, skal hann að lágmarki fá einkunnina B. Einkunnirnar B+ og A koma til greina ef nemandinn hefur sýnt mikinn stöðugleika eða afburðahæfni í faginu. Einkunnin C þýðir almennt að nemandinn hefur ekki náð allri þeirri hæfni sem stefnt er að. Leyfilegt er að gefa einkunnirnar B+ og C+ ef nemandinn er á mörkum þess að ná einkunnunum A og B

 

3.       Áhersla skal lögð á reglulega endurgjöf og leiðsögn til nemandans. Hér gegna hæfnilýsingarnar lykilhlutverki því endurgjöf og veita leiðsögn skila bestum árangri ef nemandinn og kennarinn hafa sameiginlegan skilning á lokatakmarkinu