Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um heim allan í dag 5. október. Stofnað var til Alþjóðadags kennara að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið 1994. Markmiðið með deginum hefur ávallt verið að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna í heiminum – en líka að efla samtakamátt kennara og huga að hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni.

Alþjóðasamtök kennara hafa gefið út að yfirskrift kennaradagsins að þessu sinni sé Teachers: Leading in crisis, reimagining the future sem mætti útleggja með þessum hætti; . Kennarar eiga það sammerkt um allan heim að aðstæður hafa verið afar óvenjulegar á þessu ári. „Kennarar hafa verið leiðandi í að halda uppi vandaðri kennslu á sama tíma og þeir hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum,” segir í pistli David Edwards, formanns EI. Þar segir jafnframt að tilvalið sé að nýta kennaradaginn til að vekja athygli á störfum kennara og ekki síst efna til umræðu um stöðuna eins og hún er og jafnframt varpa fram framtíðarsýn í menntamálum.

Til hamingju með daginn allir kennarar !!