Í dag var alþjóðlegi góðgerðardagurinn og við í Tálknafjarðarskóla tókum þátt í honum með þeim hætti að nemendur fengu skjal með 26 hugmyndum til þess að láta gott af sér leiða. Nemendur voru mjög fúsir að tékka út af listanum og fékk undirrituð meðal annars nokkur falleg skilaboð frá nemendum sem hún metur mikils. Það er ótrúlegt hvað góð og jákvæð orð hafa mikil áhrif. Það er það sem við viljum að einkenni skólann okkar.

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir

Skólastjóri