Skólastjóri tók á móti flottum hóp fyrrverandi nemenda skólans sem útskrifuðust úr 10. bekk árið 1999. Þau eiga því 20 ára útskriftarafmæli í ár og því ber að fagna. Skólastjóri fór með hópinn í sýningarferð um skólann og bauð að lokum upp á veitingar á nýuppgerðri kaffistofu starfsmanna skólans. Skemmtilegar upprifjanir um skólastarfið á þessum tíma spruttu upp ásamt því hvernig það var að alast upp á Tálknafirði á þessum árum. Það skein í gegn að það var mikil hugmyndauðgi hjá nemendum og margt brallað sem skemmtilegt er að segja frá í dag.

Skólastjóri þakkar þeim fyrir heimsóknina og vonar að hún hafi verið ánægjuleg.

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir

Skólastjóri