Árshátíð Tálknafjarðarskóla var haldin hátíðleg föstudaginn 8. nóvember síðastliðinn og þóttu atriðin einstaklega flott. Nemendur lögðu mikla vinnu í leikmuni, handrit og æfingar eins og sjá mátti. Leikskólinn söng piparkökusönginn með hárri raust, yngsta stigið flutti lag um pláneturnar, miðstigið fór með leikritið Grámann í Garðshorni, 8. og 9. bekkur sömdu leikrit um  Konung ljónanna og 10. bekkur með frábært frumsamið efni á sinni seinustu grunnskólaárshátíð. 10. bekkur sá um kynningu á atriðum ásamt því að þau fóru með brandara á milli atriða. Einnig kynnti nemendaráð nemendafélags skólans starfsemi sína.

Skólastjóri og starfsfólk þakkar nemendum fyrir frábæra sýningu og við erum virkilega stolt af þeim metnaði sem þau settu öll í verkin sín. Fjölmargir framtíðarleikarar og söngvarar hér á ferð.