Fyrir stuttu bárust skólanum 7 nýjar chromebook tölvur sem fengust með styrk úr Nemendasjóði skólans. Umsjónarkennari 3.-6. bekkjar sótti um í sjóðinn og með þessum styrk fengu allir nemendur miðstigs tölvu til eigin nota. Í dag eru því 1:1 chromebook tölvur fyrir alla nemendur í 3. -10. bekk.

Nemendur voru alsælir og styttist í að allir nemendur grunnskólans fái tölvu til eigin nota. Eftir standa 8 nemendur í 1.-2. bekk. Við höldum áfram að vinna að því að auka tölvukostinn fyrir alla nemendur svo þeir geti betur nýtt upplýsingatækni í sínu námi.