Í Tálknafjarðarskóla hefur nú verið tekið upp á þeirri nýjung að bjóða uppá starfsnám á unglingastigi á vorönn. Starfsnámið fellur undir valgreinar en nemendur hafa til þess tvær klst á hverjum miðvikudegi út vorönn í skipulagt starfsnám. Hugmyndin kviknaði eftir […]
Þorrablót skólans
Þorrablót skólans fór fram í dag miðvikudaginn 29. janúar í Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar. Þar komu nemendur fram og sungu eða fóru með vísur. 10. bekkur fór með annál þar sem þau sögðu frá skólagöngu sinni í máli og myndum. Í lokin […]
Bóndadagsdögurður
Föstudaginn 24. janúar var haldið uppá Bóndadaginn í Tálknafjarðarskóla með því að bjóða öllum pöbbum, öfum, bræðrum og frændum í dögurð í skólanum sem nemendur höfðu útbúið. Boðið var uppá fínustu veitingar og síðan voru nemendur með skemmtiatriði. Mikil lukka […]
Skipulagsdagur – Námskeið fyrir starfsmenn
Á skipulagsdegi þann 13. janúar fengu starfsmenn námskeið sem heitir Tilfinningalæsi og seigla. Höfundar námskeiðsins er Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir Strandberg. Þær hafa báðar menntun í, meðal annars, hugrænni atferlismeðferð. Verkefnið er forvarnarvinna og viðbragðsáætlun sem mun nýtast […]
Þrettándanum fagnað
Þrettándinn er haldinn 6. janúar ár hvert og er stytting á þrettándi dagur jóla, almennt kallaður síðasti dagur jóla. Við í Tálknafjarðarskóla gerðum okkur glaðan dag og hófum skóladaginn á því að fara á útikennslusvæðið okkar, gerðum lítið bál, sungum […]
Litlu jólin
Litlu jólin í Tálknafjarðarskóla voru haldin hátíðleg 19. desember. Nemendur hittust með kennurum í bekkjarstofum sínum og áttu góða stund þar sem meðal annars var hlustað á jólalög, jólasögu, skoðuð jólakort og notið veitinga. Síðan var haldið í salinn og […]
Klukkustund Kóðunar með Code og Kodable
Nemendur í Tálknafjarðarskóla tóku þátt í alheimsverkefninu Hour of Code eða Klukkustund kóðunar í seinustu viku. Tálknafjarðarskóli var einn af 36 skólum á Íslandi sem tóku þátt. Klukkustund kóðunar er einnar klukkustundar kynning á tölvunarfræði sem er ætlað að svipta […]
Laus störf í Tálknafjarðarskóla
Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann […]
Íslenskuhátíð og 50 ára afmæli vel sótt
Það var virkilega gaman að sjá hve margir sáu sér fært að mæta á Íslenskuhátíðina okkar og 50 ára afmælisveislu skólans. Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri Tálknafjarðarskóla, setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Þar fór hún stuttlega yfir sögu skólans […]
Etna og Enok hitta jólasveinana og nemendur í Tálknafjarðarskóla
Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá fyrrum nemanda skólans en það var rithöfundurinn Sigríður Etna Marinósdóttir. Sigríður Etna var að gefa út aðra barnabók sína um þau Etnu og Enok. Yngri nemendur skólans fengu að heyra söguna lesna og […]
Aukinn tölvukostur skólans
Fyrir stuttu bárust skólanum 7 nýjar chromebook tölvur sem fengust með styrk úr Nemendasjóði skólans. Umsjónarkennari 3.-6. bekkjar sótti um í sjóðinn og með þessum styrk fengu allir nemendur miðstigs tölvu til eigin nota. Í dag eru því 1:1 chromebook […]