Föstudaginn 24. janúar var haldið uppá Bóndadaginn í Tálknafjarðarskóla með því að bjóða öllum pöbbum, öfum, bræðrum og frændum í dögurð í skólanum sem nemendur höfðu útbúið. Boðið var uppá fínustu veitingar og síðan voru nemendur með skemmtiatriði.
Mikil lukka var meðal nemenda og gesta með hversu margir létu sjá sig í skólanum, það er alltaf gaman að fá heimsókn.
Söngur og vísur
Kærar þakkir fyrir komuna