Deildarnámskrár leikskóla

Í deildarnámskrám er fjallað um hvernig við vinnum með hvern aldur í leikskólastarfinu út frá grunnþáttum menntunar og sett er þema fyrir hvert tímabil, en tímabilin eru sex. Sett er fram stýriorð sem fylgja hverju þema ásamt þeirri lykilhæfni sem við erum að þjálfa hverju sinni ásamt afurðum þemans.  Námskrárnar nýtast kennurum til þess að skipuleggja nám barnanna og foreldrar geta fylgst með hvernig deildin starfar. Námskrárnar eru uppfærðar eftir þörfum.