Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá fyrrum nemanda skólans en það var rithöfundurinn Sigríður Etna Marinósdóttir. Sigríður Etna var að gefa út aðra barnabók sína um þau Etnu og Enok. Yngri nemendur skólans fengu að heyra söguna lesna og ræða svo við rithöfundinn. Unglingar skólans fengu síðan einnig að hitta Sigríði Etnu en þar ræddi hún við þau um markmiðasetningu og hversu mikilvægt það er að fylgja draumum sínum.

Við þökkum Sigríði Etnu kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.