Lestur er bestur fór fram dagana 2. maí til 20. maí. Þá tók við seinasta lesfimipróf skólaársins 23.-25. maí. Verkefnið var að taka skipulagt lestrarátak í lesfimi í samvinnu við lestrarþjálfara (foreldrar) og sjá hversu mikil áhrif slík þjálfun hafði á lesfimi nemenda.
 
Markmið:
Að efla sjálfstraust nemenda í lestri
Að auka fjölda lesinna orða hjá nemendum um 20%
Að gefa foreldrum tæki og tól til þess að aðstoða börnin sín í að auka lesfimi sína
 
Niðurstöður eru framúrskarandi en meðalbæting nemenda var 17% frá janúar-maí en 32% frá sept-maí. Það má því segja að við vorum mjög nálægt markmiðinu okkar sem var að auka fjölda lesinna orða um 20%.
 
Þeir nemendur sem náðu hvað mestu bætingu frá janúar til maí voru að bæta lesfimi sína um yfir 80%. Við erum virkilega stolt af öllum nemendum þar sem allir náðu að bæta sig á einhvern hátt í eigin lesfimi.