Í dag var heimsfrumsýning á nýju leikriti Kómedíuleikhússins um hann Leppalúða.

LEPPALÚÐI

Loksins eftir að hafa staðið í
skugganum af konu sinni Grýlu í
árhundruð fær Leppalúði sviðsljósið.
Hver er hann eiginlega? Talar hann
mannamál ? Er hann í alvörunni til ?

Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson
Búningur: Alda S. Sigurðardóttir
Tæknilegar lausnir og galdrar: Kristján Gunnarsson
Leikmynd/Gríma/Leikstjórn: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Uppbyggingasjóður Vestfjarða & Ísafjarðarbær styrkja Kómedíuleikhúsið

Nemendur og fleiri gestir skemmtu sér konunglega, hlóu og tóku þátt í sýningunni með honum Leppalúða.

Kærar þakkir fyrir okkur.