10. fundur skólaráðs 15. maí 2020 kl 14.00

Mætt: Birna, Solveig, María, Betty, Freyja og Birgitta

 • Mat á starfsáætlun
 • Drög að starfsáætlun næsta árs

9. fundur skólaráðs 11. maí 2020 kl 14.30

Mætt: Birna, Lára, María, Betty og Birgitta

 • Skipan starfsmannateyma næsta vetrar
  • Matráður
   • Jenný Lára Magnadóttir
  • Skólaliði – aðstoð í leik- og grunnskóla
   • Irene Oduk
  • Leikskóli
   • Elísabet Kjartansdóttir
   • Sandra Lind Bjarnadóttir
   • María Kuzmenko
  • Grunnskóli
   • Yngsta stig
    • Birgitta Guðmundsdóttir 
    • Gígja Þöll Rannveigardóttir
   • Miðstig
    • Solveig Björk Bjarnadóttir
    • Lára Eyjólfsdóttir
   • Efsta stig
    • Helga Birna Bethelsen
    • Guðlaug Björgvinsdóttir
   • Sérgreinakennarar
    • Ágústa Ósk Aronsdóttir – heimilisfræði og enska
    • Guðlaug Björgvinsdóttir – listgreinar
    • Lára Eyjólfsdóttir – yoga og útikennsla
    • Jón Örn Pálsson – stærðfræði
    • Sveinn Jóhann Þórðarson – valgreinar
    • Marion Worthmann – tónlistarkennsla og íþróttir
    • Svanhildur Rós Guðmundsdóttir – danska og sérkennsla
 • Skólahúsnæði og skólalóð
  • Óskaskólinn
  • Leikskólalóð
   • Liggur fyrir að það þarf að girða leikskólalóðina, verið að kostnaðargreina og athuga fjármögnun.
   • Leiktæki færð frá Vindheimum, hóll fjarlægður og tréverk kemur í staðinn. Umhverfi sandkassa lagað. Skilgreina svæði ungbarna og eldri barna.
 • Öryggi og aðbúnaður
 • Innkaup námsgagna
  • iPadar fyrir yngsta stig og leikskóla
  • Bíðum eftir að vita varðandi styrk til kaupa á forritunarbúnaði 
 • Matsvinna
 • Dagsetning seinasta fundar í júní
  • Þriðjudagur 2. júní 14.30

7. og 8. fundur skólaráðs 20. apríl 2020 kl 14.30

Mætt: Birna, Lára, Aðalsteinn, María, Betty og Birgitta

Vegna Covid19 féll 7. fundur í marsmánuði niður og ákveðið var að sameina 7. og 8. fund vegna þessa.

7. fundur

 • Viðmiðunarstundaskrá
 • Niðurstöður starfsmannasamtala
  • Fyrri viðtal tekið í nóvember og það seinna átti að vera í apríl. Það er ekki enn búið að taka þau viðtöl vegna Covid19. 
  • Kom heilt út vel, nokkrar athugasemdir sem hefur verið leyst. Ábendingar komu um mikið magn funda og var álag mikið í nóvember. Skólastjóri ákvað þá að fella niður skipulagða fundi fyrir utan mánaðarlega starfsmannafundi og kalla frekar til stuttra funda um ákveðin málefni. 
 • Námsmat
 • Samstarf heimila og skóla
  • Allt samstarf heimila og skóla hefur það yfirlýsta markmið að stuðla að betri skóla og aukinni velferð nemenda. Lögð er rækt við að byggja upp traust foreldra á skólastarfinu. 
  • Stjórnendur og umsjónarkennarar halda uppi virku samstarfi við foreldra með aðstoð annarra kennara skólans, meðal annars með því að kynna námsmarkmið og leiðir að þeim. Allir foreldrar fá þau skilaboð frá skólanum að hlutverk þeirra í námi barnanna sé mikilvægt og samstarfið við þá skipti velferð barns þeirra afar miklu máli. 
  • Foreldrar eru velkomnir í skólann, þeir fá tækifæri til að taka þátt í námi barnsins, svo og í skólastarfinu almennt. Samskipti við foreldra eru á jafnréttisgrundvelli og einkennast af gagnkvæmri virðingu. 
  • Foreldrar eru vel upplýstir um líðan og stöðu barna sinna og hafa góðan aðgang að upplýsingum um skólastarfið. Foreldrar sýna námi barna sinna áhuga og taka virkan þátt í því. Þeir fylgjast með og styðja við skólagöngu barna sinna og stuðla að því að börnin mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum. 
 • Í Tálknafjarðarskóla hafa skapast ákveðnar hefðir í samstarfi með foreldrafélaginu. 
  • Árshátíð nemenda – foreldrar barna í 10. bekk sjá um veitingar, undirbúning og frágang. 
  • Diskótek – foreldrar sjá til þess að haldið verði diskótek fyrir alla nemendur grunnskólans. Nemendur skipuleggja skemmtiatriði í samvinnu við umsjónarkennara og bjóða á skemmtun gegn gjaldi sem börn 10. bekkjar sjá um að rukka við inngang fyrir hönd nemendafélagsins. 
  • Jólaföndur – Foreldrar barna í 4. bekk sjá um jólaföndrið í byrjun hverrar aðventu þar sem fjölskyldur koma saman, drekka heitt kakó og maula smákökur á meðan þau föndra. 
  • Grímuball – foreldrar barna í 6. Bekk sjá um að halda öskudagsballið á öskudaginn sem haldið er í íþróttahúsinu ár hvert með leikjum og glensi. Þeir halda einnig utan um nammisöfnun barnanna um kvöldið. 
  • Ef fáir eða enginn er í árgangi það árið er leitað til foreldra eftir aðstoð
 • Önnur umferð skóladagatals 

8. fundur

 

 

 

 

6. Fundargerð skólaráðs 17. febrúar 2020 kl 14.30

Mætt: Birna, Lára, Solveig, Bettý, María og Arnór

Stundaskrárrammi næsta vetrar

 • Verður með svipuðu sniði og í ár

Valgreinar

 • Fer eftir starfsmönnum
 • Spurning hvort ætti að fá tillögur frá nemendum í vor

Starfsmannaauglýsingar

 • Auglýst verður eftir 2 umsjónarkennurum, verkgreinakennurum, (tölvur) stundakennurum.
 • Auglýsingar í mars

Skóladagatal næsta vetrar

 • Umræður

5. fundur skólaráðs 30. janúar 2020 kl 15.00

Mætt: Birna, Lára, Aðalsteinn, Arnór, Anika, María, Svanhildur og Solveig

Staða list- og verkgreinakennslu

 • Heimilisfræði kennd sem valfag á unglingastigi – umsjónarkennarar hafa möguleika á að tvinna heimilisfræði inn í samþættingu námsgreina í Lotum eða smiðjum.
 • Hönnun og smíði er ekki kennd eins og er
 • Sjónlistir og textílmennt í samþættingu námsgreina í Smiðjum á öllum stigum
 • Sviðslistir ekki kenndar eins og er, en erum að skoða möguleika á námskeiðum
 • Tónmennt ekki kennd sérstaklega
 • Sjóvinna – skoða möguleika
  Skoða betur fyrir næsta skólaár

Endurmenntunaráætlun

 • Áherslur í starfsþróun kennara í Tálknafjarðarskóla skólaárið 2019-2020:
 1. Fjölbreyttir kennsluhættir og fjölbreytt námsmat
 2. Innleiðing hæfnimiðaðs og einstaklingsmiðaðs náms – Mentor
 3. Lestur og læsi
 4. Skólanámskrá, námsvísar og framfarastigi
 5. Ferilmöppur – Seesaw/Mentor   

Úr Starfsáætlun:

 • Starfsmaður ber ábyrgð á að viðhalda þekkingu sinni og færni með þátttöku á ráðstefnum, símenntun og starfsþróunarnámskeiðum, viðurkenndu framhaldsnámi og með eigin starfsþróunaráætlun. Það er jafnt á ábyrgð starfsmanns og skólastjóra að bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem er nauðsynleg í starfi. Símenntun kennara skal vera í samræmi við starfsþróunaráætlun skólans og þær áherslur sem eru á hverjum tíma í umbótastarfi skóla. Að frumkvæði skólastjóra mótar skólinn áætlun til ákveðins tíma um hvernig símenntun starfsfólks hans skuli hagað svo að hún sé í sem bestu samræmi við áherslur skólans, sveitarfélagsins og aðalnámskrár.
 • Starfsþróun kennara má skipta í tvo meginþætti:
  Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann
  Þættir sem kennari metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfi.
  Í þeim tilfellum sem kennari sækir sér nám á háskólastigi sem nýtist í starfi er æskilegt að skólastjóri heimili kennara að nota hluta þeirra 150 klst. sem ætlaðar eru til starfsþróunar / undirbúnings kennara til námsins.

Starfsmannastefna

 • Starfsmannastefna skólans er í mótun samhliða mótun skólastefnu
 • Lykill að velgengni skólastarfs er samhentur og öflugur mannauður.
 • Markmiðið starfsmannastefnunnar er að skólinn hafi alltaf á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem sýna frumkvæði og veita góða þjónustu.
 • Starfsfólk Tálknafjarðarskóla er hópur faglærðra og ófaglærðra starfsmanna sem vinnur í sameiningu að því́ að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu, með hag nemenda að leiðarljósi. Hvatt er til þess að starfsfólk skólans axli ábyrgð, læri nýja hluti, komi með nýjar hugmyndir og sýni það besta sem í því býr.
 • Skólastjóri ber ábyrgð á starfsmönnum skólans en allir starfsmenn bera ábyrgð á skólastarfinu jafnt undirbúningi, framkvæmd og mati.
 • Mikilvægt er að hver og einn leggi sitt af mörkum til að móta jákvæðan og góðan starfsanda til þess að skapa sterka liðsheild.

Staða framkvæmda við skólann

 • Skólastjóri hefur verið að safna saman upplýsingum um nauðsynlegar endurbætur á skólanum ásamt nýjungum frá öllum hópum sem koma að skólanum; starfsfólk, nemendur, foreldrar, sveitarstjórn og samfélag. Ætlunin er að setja niðurstöður í skýrslu sem hægt er að nota til að forgangsraða þeim verkefnum sem liggur fyrir.
 • Engar stórar framkvæmdir eru í gangi eins og er en hinsvegar liggur fyrir að laga skemmdir í nýju byggingu sem komu þegar vatn flæddi úr ofni í endastofu skólans. Það er stór framkvæmd sem verður þó bætt af tryggingarfélagi.

Nemendafélag

 • 10. gr. grunnskólalaga fjallar um nemendafélag og kemur eftirfarandi fram: Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, meðal annars um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.
 • Ráðið mun funda reglulega með umsjónarmanni nemendaráðs og halda fundargerð sem er birt á heimasíðu skólans. Umsjónarmaður nemendaráðs skólaárið 2019-2020 er Ágústa Ósk Aronsdóttir
  reglur ráðsins – https://docs.google.com/document/d/1Wey1dLaOV-cxWrnmM5kVNLdSIfUXo9gJ7qtS1tBZ1xM/edit?usp=sharing

Hagsmunamál nemenda

 • Anika og Arnór
  • Útisvæðið

Önnur mál

 • Breyttur fundartími 14.30 í stað 15.00

4. fundur skólaráðs 16. Desember 2019 kl 14.00

Mætt: Birna, Lára, Birgitta, Arnór Ingi, Isabella Rut, Margrét Magnúsdóttir og María Kuzmenko.

Sérfræðiþjónusta

  • Ráðgjöf til starfsmanna
  • Talmeinafræðingar
   • greiningar
  • Námsráðgjöf
 • Litla Kvíðameðferðarstöðin – https://www.litlakms.is/
  • Sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni.
  • Greiningarviðtöl
  • Meðferðir 

Námsaðlögun

 • Námsaðlögun er hugtak sem lýsir einfaldri hugmynd, að leitast við að mæta þörfum allra nemenda í námi. En þó að hugmyndin sé einföld er hún svo sannarlega ekki einföld í framkvæmd. Fyrir sterka námsmenn þýðir það tækifæri til að fara eins langt og hægt er, fyrir seinfæra nemendur þýðir það hugsanlega að fá meiri aðstoð. Allir nemendur hafa ólíka hæfileika, námsnið, áhugamál og þarfir og því þarf að mæta. Það er það sem námsaðlögun gengur út á.

Kennsluaðferðir

 • Innleiðing fjölbreyttra kennsluaðferða á skólaárinu
 • Skapandi aðferðir
 • Leitarnámsaðferðir
 • Hlutverkaleikir
 • Þemanám
 • Tækni
 • Hópavinna og Einstaklingsmiðuð vinna

Niðurstöður samræmdra prófa og læsisprófa

 • Samræmd próf 4. Bekkur í september
  • Kom ágætlega út bæði í íslensku og stærðfræði þó aðeins betur í stærðfræði
  • Samræmd próf 9. Bekkur verður í mars 2020
 • Lesfimipróf tekin í september 2019, jan 2020 og maí 2020
  • Lesfimi hefði mátt koma betur út en þess ber þó að geta að septemberprófið kemur yfirleitt verr út þar sem börn eru nýkomin úr sumarfríi þar sem þau lesa minna/ekkert. Einnig var 1. bekkur með í þessu úrtaki sem hefur áhrif.

Námsmat

 • Fjölbreytt námsmat
 • Sjálfsmat
 • Jafningjamat
 • Hæfnimiðað og einstaklingsmiðað
 • Leiðsagnarmat
 • Markmið/viðmið
  1.  

3. fundur skólaráðs 18. nóvember 2019

Mætt: Lára, Solveig, Birna og Freyja

 • Námsmarkmið skólans skoðuð út frá aðalnámskrá: Grunnþætti menntunar má nota til að halda utan um markmið skólakerfisins í heild og sérstakar áherslur hvers skóla eða skólastigs
  • læsi
  • sjálfbærni
  • lýðræði og mannréttindi
  • jafnrétti
  • heilbrigði og velferð
  • sköpun
 • framkvæmd agastefnu

  • Samkvæmt reglugerð nr.1040/20011 skal hver grunnskóli setja sér skólareglur þar sem fram koma skýr viðbrögð við brotum á reglunum. Stuðlað sé að jákvæðri hegðun og miðað sé að því að rækta persónuþroska og hæfni nemenda. Skólareglur varða allt skólasamfélagið, þ.e. starfsfólk skólans og stjórn hans, nemendur og foreldra. Skólareglur eru settar í samráði við skólaráð og leitast við að ná sem víðtækastri sátt um þær. Á hverju ári eru skólareglur kynntar nemendum og foreldrum þeirra og þær eru birtar á vef skólans. Umsjónarkennarar fjalla um reglurnar, þýðingu þeirra og hlutverk með nemendum eins oft og þurfa þykir. Í skólareglum er kveðið á um almenna umgengni, samskipti, háttsemi, stundvísi, ástundun náms, hollustu og heilbrigðar lífsvenjur, ábyrgð og skyldur. 

  • Samskipta- og umgengnisreglur Tálknafjarðarskóla verða samdar í byrjun árs 2020 út frá stefnumótun skólans.

 • Nemendafélag

  • 10gr. grunnskólalaga fjallar um nemendafélag og kemur eftirfarandi fram: Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, meðal annars um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr. 

  • Ráðið mun funda reglulega með umsjónarmanni nemendaráðs og halda fundargerð sem er birt á heimasíðu skólans. Umsjónarmaður nemendaráðs skólaárið 2019-2020 er Ágústa Ósk Aronsdóttir 

  • Verið er að semja reglur ráðsins – frestað til næsta fundar þar sem fulltrúar nemenda voru ekki á fundinum.

 • Hagsmunamál nemenda – frestað til næsta fundar þar sem fulltrúar nemenda voru ekki á fundinum.

Önnur mál:

 • Skólinn hefur sótt um að vera UNESCO skóli
  • Að vera UNESCO–skóli felur í sér langvarandi samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO, þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverju af fjórum þemum UNESCO–skóla: alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og/eða friður og mannréttindi. Skólarnir skuldbinda sig til að:

   • Halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna, þar er úr ótal dögum að velja svo sem alþjóðadaga: læsis, mannréttinda, hafsins, einhverfu, barnsins, friðar, jarðarinnar og vísinda.
   • Standa árlega fyrir einum viðburð sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Sem dæmi geta þetta verið þemadagar sem eiga samhljóm við gildi Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðin, sýningar af einhverjum tagi á verkefnum tengdum gildum Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðunum, viðburðir sem snúa að umhverfissvernd eða loftlagsaðgerðum eða góðgerðar viðburðir.
   • Skila árlega til Félags Sameinuðu þjóðanna yfirliti yfir þau verkefni sem skólinn hefur sinnt innan vettvangs skólanetsins.

Fundi slitið 15.45

2. fundur skólaráðs 16. október 2019

Mætt: Birna, Arnór Ingi, Patrik, Svanhildur,  Solveig, Freyja og Lára

 • Freyja Magnúsdóttir komin í skólaráð fyrir hönd nærsamfélags
 • Klára þarf að finna varamenn
  • 1 foreldri
  • 1 starfsmann skólans
  • 1 nemandi
 • Rætt um heimanám
  • lestur á öllum stigum
  • einstaka heimaverkefni með fjölskyldunni
 • Farið yfir starfshætti nemendaverndarráðs
  • Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs.
  • Umsjónakennari skal vísa málefni nemenda skriflega til nemendaverndarráðs á þar til gerð eyðublöð. Þá geta fulltrúar í nemendaverndarráði haft frumkvæði að því að mál einstakra nemenda séu tekin upp. Starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur og fulltrúar sérfræðiþjónustu skólans geta einnig óskað eftir því við skólastjóra eða fulltrúa hans í nemendaverndarráði að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu
 • Rætt um framkvæmdamál innan skólans
  • Engar meiriháttar framkvæmdir í gangi eins og er
  • Fyrir liggja ýmis mál:

   • Vifta í eldhús

   • Tæki og umbætur á leikskólalóð

   • Umbætur á skólalóð

   • Málun á kennslustofum

   • Kaup á húsgögnum bæði fyrir starfsfólk og nemendur

 • Matsáætlun og innra mat kynnt
  • Innra mats teymi sett saman í nóvember

  • Drög að langtímaáætlun sýnt

 • Starfsáætlun lögð fyrir og samþykkt

Önnur mál:

 • Skipulagsskrá fyrir Nemendasjóð lögð fyrir og samþykkt

 

Fundi slitið 15.45

1. fundur skólaráðs 30. september 2019

Mætt: Birna, Arnór Ingi, Patrik, Svanhildur,  Solveig, Aðalsteinn og Lára

 • Farið yfir hlutverk skólaráðs
 • Finna þarf varamenn
 • Lögð fram funda og starfsáætlun skólaráðs
 • Vetrarfrí og skipulag þess kynnt
 • Mötuneytismál rædd og almenn ánægja virðist ríkja með mat skólans
 • Skólanámsskrá rædd
 • Upplýsingamiðlun og upplýsingaflæði skólans rædd. Ánægja var meðal fundarmanna varðandi þennan þátt
 • Tilhögun námsmats; ekki eru lengur stór lokapróf heldur er símat í gangi og námsmatið fjölbreytt
 • Rætt um starfsemi foreldrafélags og samstarf heimila og skóla
 • Telma Ýr kemur inn á fundinn sem fulltrúi foreldra leikskólabarna.
 • Rætt um að finna fulltrúa nærsamfélags, skólastjóri tekur að sér að tala við fólk og bjóða þátttöku.
 • Fundartími ákveðinn 2. mánudagur í mánuði kl 15.15

 

Fundi slitið 15.50

Eldri fundargerðir:

Fundargerð skólaráðs 20. nóv. 2018

Fundur í skólaráði 20. Nóvember 2018

Mætt: Guðný M, Aðalsteinn, Solveig, Margrét M, Elías Kári, Sigurður og Lára

·         Sigurður skýrði frá lagfæringu vegna ytra mats MMS og umbótaáætlun sem unnið hefur verið eftir.

·         Byrjað er að nota Mentor eftir langt hlé

·         Skólinn er símalaus skóli en sú ákvörðun var tekin í samráði við foreldra.

·         Rætt um niðurstöður samræmdu prófanna en 7. Bekkur kom ekki nægilega vel út.

·         Skólapúlsinn verður notaður áfram.

·         Rætt um breytingar á húsnæðinu. Nú er í fyrsta skipti nemandi í skólanum í hjólastól og ekki gott aðgengi í matsal.

·         Heimavinna. Áhersla er lögð á að nemendur lesi heima en margrét benti á að gott væri að hafa einhverja heimavinnu til að sjá betur hvar börnin standa í náminu. Gott væri að sjá viðmið, eitthvað um það hvar nemendur standa námslega séð.

·         Inga Guðmunds kemur og verður með námskeið í jákvæðum samskiptum fyrir starfsmenn skóla og annan fund fyrir foreldra.

·         Lestrarhvatning. Getum við verið með lestrarátak?

·         Næsti fundur verður eftir áramót en venja er að skólaráð fundi einu sinni á önn.

 

Fleira ekki tekið fyrir