Föstudaginn 30. ágúst var okkur boðið að heimsækja skútuna Lord Nelson sem lá við höfnina í Tálknafirði. Allir nemendur grunnskólans og leikskólans gengu saman niður að höfn og fengu leiðsögn um alla skútuna. Skútan sem er stór og glæsileg er í eigu góðgerðarfélags frá Englandi sem siglir um Evrópu með einstaklinga sem ýmist eru blindir, heyrnarlausir eða bundnir við hjólastól. Í þetta sinn er skútan á siglingu í kringum Ísland en þau hafa siglt frá London með viðkomu í Skotlandi, Danmörku og Noregi.

Mikil spenna myndaðist þegar nemendum var boðið að prófa að hringja bjöllunni við stýri skútunnar og ferðast með lyftum á milli hæða. Nemendur fengu einnig góða fræðslu um hvernig skútunni er stýrt og hvernig lífið er um borð. Skólinn þakkar fyrir höfðinglegar móttökur.