Í haust ætlum við eins og oft áður að hvetja alla til að ganga eða hjóla í skólann.
Einnig tökum við þátt í alþjóðlegu verkefni sem heitir Göngum í skólann.

Markmið verkefnisins er meðal annars:
• Hvatning til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
• Að draga úr umferðaþunga,mengun og hraðakstri nálægt skólum.
• Vitundarvakning um hversu gönguvænt umhverfið er og hvar úrbóta er þörf.
• Vitundarvakning um ferðamáta og umhverfismál.

Á síðasta ári tóku milljónir barna frá fjörtíu og tveimur löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Verkefnið hefst miðvikudaginn 4.september og lýkur 2.október. Þannig að um einn mánuð er að ræða. Við hvetjum alla til að taka þátt og verður fyrirkomulagið eins og áður í skólanum. Munum eftir hjálmi ef komið er á hjóli og klæðum okkur vel eftir veðri. Einnig verður norræna skólahlaupið á þriðjuvikudaginn 10.september.

Græna nefnd Tálknafjarðarskóla.