Ágætu bæjarbúar.
Haldinn hefur verið hreyfimánuður í Tálknafjarðarskóla þar sem nemendur og starfsfólk hafa verið hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nú langar okkur að hafa hreyfiviku fyrir bæjarbúa þar sem markmiðið er að vekja alla til umhugsunar um hreyfingu og hollustu. Ýmislegt er í boði og vonandi taka sem flestir þátt. Klæðum okkur bara vel eftir veðri.
Fyrst og fremst hvetjum við alla til að leggja bílnum og fara gangandi eða hjólandi í vinnuna þessa viku. Munum að jákvætt hugarfar er smitandi.
Í boði verður:
· Mánudagur 13.maí kl: 17. Opinn zumbatími hjá Mayu.
· Miðvikudaginn 15.maí kl: 19:30. Göngutúr í skógræktinni og útijóga. Hittumst hjá Túngötu 39 og göngum þaðan.
· Fimmtudaginn 16.maí kl: 19:30 Sjósund. Munið þið hvað það var gaman í fyrra. Hittumst við pollinn.
· Föstudaginn 17.maí kl: 17. Leikir á Tungutúni í umsjá U.M.F.T.
· Laugardagur 18.maí kl: 13 Hjólreiðatúr út með firði. Tökum með nesti, hittumst við búðina og leikum okkur í fjörunni ef veður leyfir.
· Sunnudagur 19.maí. kl: 11. Fjallganga. Gengið upp Álftadal. Fer eftir veðri, vindum og áhuga hvað farið er langt. Hittumst hjá Hrauni. Gott að taka með smá nesti.
Tökum þátt og höfum gaman saman.
Tálknafjarðarskóli