Innra mat Tálknafjarðarskóla

 

 

Matsteymi Tálknafjarðarskóla:

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri

Ágústa Ósk Aronsdóttir, fulltrúi kennara

Elísabet Kjartansdóttir, fulltrúi leikskólakennara

Halla Ólöf Jónsdóttir, deildarstjóri nemendaþjónustu

Jenný Lára Magnadóttir, fulltrúi foreldra

Ólöf Harpa Aðalsteinsdóttir, fulltrúi nemenda

 

 

 

Veturinn 2019-2020 var innra mat skólans endurskoðað með áherslu á skipulag, framkvæmd og umbætur. Matsteymi var skipað og fer skólastjóri fyrir því. Unnið var að eftirfarandi markmiðum:
Skipulag:
• Að innra mat sé sjálfsagður hlutur af skólastarfinu og allir starfsmenn skólans meðvitaðir.
• Að innra mat sé alltaf í gangi samkvæmt áætlunum.
• Allir starfsmenn skilja hvernig spurningalistar og fjölbreytt gögn leggja lóð á vogaskálarnar til að auka gæði skólastarfsins innan frá.
Framkvæmd:
• Að nám og kennsla sé metin reglulega og sé hluti af daglegu starfi kennara og stjórnenda.
• Innra mat byggir á margvíslegum upplýsingum sem og eru notaðar fjölbreyttar aðferðir.
• Niðurstöður úr spurningalistum og viðtölum eru nýttar til úrbóta út frá skýrum viðmiðum.
• Innra mat er samstarf allra aðila skólasamfélagsins og oft nefnt.
• Að þegar gagna er aflað sé leitað eftir sjónarmiðum allra helstu hagsmunaaðila eftir því sem við á.
• Að matsframkvæmdin sé endurmetin reglulega og reynslan af matinu ígrunduð og skráð.
Umbætur:
• Að innra mats skýrslur séu ávallt aðgengilegar, skiljanlegar og til þess fallnar að gera gæði skólastarfsins sífellt betri.
• Að allt skólasamfélagið skilji með hvaða hætti gæðaviðmið séu nýtt til umbóta.
• Að umbætur séu reglubundinn partur af skólastarfinu og leiði til breytinga til hins betra

Gæðaviðmið og áætlanir

Það er metnaðarmál í Tálknafjarðarskóla að allir þættir mats á leik- og grunnskólastigi taki mið af skýrum gæðaviðmiðum. Gæðaviðmið skólans eru í vinnslu matsteymis og verða sett fram jafnóðum og þau eru klár og samþykkt. Þau byggja á gæðaviðmiðum MMS um gæða skólastarf. Innra mat er samofið ölllu skólastarfi og stöðugt til umfjöllunar í öllu skólastarfi skólans. Kennarar, nemendur, foreldrar og fræðsluyfirvöld eru meðvitaðir um með hvaða hætti skólastarfið miðar stöðugt að því að uppfylla eigin gæðaviðmið. 

  • Innra mat skólans er skipulagt í Langtímaáætlun um innra mat sem gildir frá 2019 til 2024. 
  • Gæðaviðmið, tímaáætlun og yfirlit yfir mælitæki sem nýtt eru til að leggja mat á skólastarfið. 
   • Leikskólastig:
    • Gæðaviðmið um innra mat í maí 2020 
    • Gæðaviðmið um stjórnun
    • Gæðaviðmið um uppeldis- og menntastarf
    • Gæðaviðmið um leikskólabrag/mannauð/foreldrasamstarf
   • Grunnskólastig:
    • Gæðaviðmið um innra mat  í maí 2020
    • Gæðaviðmið um stjórnun og faglega forystu 
    • Gæðaviðmið um nám og kennslu

 

Gæðaviðmiðin verða innleidd á næstu þremur til fjórum árum.

Í júní ár hvert skilar Tálknafjarðarskóli  sjálfsmatsskýrslu til fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar  Tálknafjarðarhrepps með tímasettri umbótaáætlun.

 

Greinargerðir um innra mat og umbótaáætlanir