Innra mat Tálknafjarðarskóla

Það er metnaðarmál í Tálknafjarðarskóla að allir þættir mats á leik- og grunnskólastigi taki mið af skýrum gæðaviðmiðum. Gæðaviðmið skólans eru í vinnslu matsteymis og verða sett fram jafnóðum og þau eru klár og samþykkt. Þau byggja á gæðaviðmiðum MMS um gæða skólastarf. Innra mat er samofið ölllu skólastarfi og stöðugt til umfjöllunar í öllu skólastarfi skólans. Kennarar, nemendur, foreldrar og fræðsluyfirvöld eru meðvitaðir um með hvaða hætti skólastarfið miðar stöðugt að því að uppfylla eigin gæðaviðmið. 

 

Gæðaviðmiðin verða innleidd á næstu þremur til fjórum árum. Í júní ár hvert skilar Tálknafjarðarskóli  sjálfsmatsskýrslu til fræðslu-, menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar  Tálknafjarðarhrepps með tímasettri umbótaáætlun.

Matsteymi Tálknafjarðarskóla:

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri

Ágústa Ósk Aronsdóttir, deildarstjóri nemendaþjónustu 

Elísabet Kjartansdóttir, fulltrúi leikskólakennara

Halla Ólöf Jónsdóttir, fulltrúi kennara

Jenný Lára Magnadóttir, fulltrúi foreldra

Ólöf Harpa Aðalsteinsdóttir, fulltrúi nemenda

 

Greinargerðir um innra mat og umbótaáætlanir