Nemendur í Tálknafjarðarskóla tóku þátt í alheimsverkefninu Hour of Code eða Klukkustund kóðunar í seinustu viku.

Tálknafjarðarskóli var einn af 36 skólum á Íslandi sem tóku þátt.

Klukkustund kóðunar er einnar klukkustundar kynning á tölvunarfræði sem er ætlað að svipta hulunni af forritun og sýna að allir geti lært grunnatriðin.

Öllum nemendum ætti að vera gefið tækifæri til að læra tölvunarfræði.

Það hjálpar til að þroska færni í að leysa vandamál, rökvísi og sköpun.

Með því að byrja snemma fá nemendur grunn til að ná árangri í störfum 21. aldarinnar.