Í dag fór leikskólahluti og 1.-5. bekkur skólans í lambaferð inn að Eysteinseyri. Þar fengu börnin að skoða litlu sætu lömbin og ærnar, fengu að sjá þegar hestunum var gefið hey og hænurnar fengu matinn sinn. Í lokin var okkur boðið upp á djús og gómsætar muffins. Við þökkum kærlega fyrir frábærar viðtökur.

Ekki nóg með það að fara í lambaferðina þá komu Skoppa og Skrítla líka í heimsókn. Þær sungu fyrir okkur og við tókum hátt og snjallt undir. Í lokin dönsuðum við öll saman. Takk fyrir komuna.