Mánudaginn 6. maí var haldinn landshlutafundur í skólanum fyrir skóla á sunnanverðum Vestfjörðum sem eru með Grænfánann. Hingað komu Jóhanna, Katrín og Caitlin frá Landvernd og átti hópurinn mjög góðan fund.

Það var gott að hittast og ræða málin, kynnast betur og heyra hvað skólarnir í kring eru að gera. Mikill áhugi er á því að hittast oftar og hafa meira samstarf á milli skólanna. Að fundi loknum var boðið upp á sjósund og heitan pott og var það afar ljúft. Kærar þakkir fyrir komuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.