Leikskólastarfið

Í Leikskóladeild Tálknafjarðarskóla eru 13 nemendur skólaárið 2021 – 2022. Leikskólinn opnar kl. 7.45 og lýkur kl. 16.00. Leikskólanemendur frá 3 ára aldri byrja á því að fara í jógastund með grunnskólanemendum klukkan 8.10 og fara síðan í hefðbundið starf að því loknu. Elstu nemendur leikskólans fara í vikulega tíma með yngsta stigi grunnskólans þar sem þeir fara í samþættar námsgreinar, forritun/vísindi og listgreinar. Yngstu nemendur eru í hópastarfi en taka einnig þátt í samstarfi við grunnskóladeildina reglulega.

Unnið er að því að móta starf leikskóladeildarinnar út frá skólastefnu sveitarfélagsins og stendur sú vinna yfir út skólaárið. Í haust er stefnt að því að vera með fullbúna stefnu fyrir leikskólastarfið í heild sinni.

Nægt rými er til staðar fyrir leikskólabörnin og unnið er að því að bæta aðstöðu þeirra með tilliti til yngri nemenda sérstaklega. Sumarið 2020 var unnið að lagfæringu á leikskólalóð og hefur nú verið sett upp girðing utan um leikskólaleiksvæðið ásamt nýjum leiktækjum.