Litlu jólin í Tálknafjarðarskóla voru haldin hátíðleg 19. desember. Nemendur hittust með kennurum í bekkjarstofum sínum og áttu góða stund þar sem meðal annars var hlustað á jólalög, jólasögu, skoðuð jólakort og notið veitinga. Síðan var haldið í salinn og dansað í kringum jólatréð. Við fengum tvo jólasveina í heimsókn og vakti það mikla lukku. Þeir voru ansi skrautlegir.

Við í Tálknafjarðarskóla óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.